Maðurinn sem barðist við árásarmanninn með skögultönn hylltur sem hetja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2019 11:42 Skjáskot úr myndbandi. Hér má sjá skögultönnina. Vísir/skjáskot. Starfsmaður veislusalarins þar sem árásin sem framin var í London á föstudaginn hófst hefur verið hylltur sem hetja fyrir framgöngu sína við það að yfirbuga árásarmanninn. Hann var stunginn fimm sinnum en tókst að reka árásarmanninn út vopnaður skögultönn úr náhvali sem hékk á vegg salarins.Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan í salnum. Meðal þeirra var maður sem aðeins hefur verið nafngreindur hefur verið sem Lukasz, pólskur starfsmaður veislusalarins.Á vef Sky News er rætt við Toby Williamson framkvæmdastjóra veislusalarins þar sem hann lýsir framgöngu Lukasz. Segir Williamson að Lukasz hafi verið að vaska upp glös í kjallaranum er hann heyrði öskur. Það var þá sem árásarmaðurinn, Usman Khan, lét til skarar skríða með þeim afleiðingum að tveir létust.„Hann er með próf í fyrstuhjálp svo hann ákveður að hlaupa upp. Það er augljóst hvað er í gangi,“ sagði Williamson við Sky News. Það sem blasti við var Khan, vopnaður tveimur hnífum, að gera atlögu að gestum salarins.„Hann sér þessa skögultönn og tekur hana og byrjar að slást,“ sagði Williamson og bætir við að Lukasz hafi verið einn síns liðs.„Hann er að reyna að kaupa tíma fyrir hina til þess að flýja. Hann nær að stinga í átt að árásarmanninum og hittir í brjóstkassa hans,“ sagði Williamson. Þá varð ljóst að Khan var klæddur í einhvers konar vesti og segir Willamson á meðan þessu stóð hafi Lukasz verið stunginn fimm sinnum.„Hann er illa særður en hættir ekki,“ segir Williamson. Fljótlega bættust aðrir í hópinn til aðstoða Lukasz. Flúði árásarmaðurinn þá út en mennirnir sem höfðu barist við hann eltu hann út, meðal annars vopnaðir skögultönninni og slökkvitæki. Á myndbandi sem fylgir fréttinni má sjá hvernig mönnunum tókst að yfirbuga Khan, áður en lögregla mætir á svæðið.Í frétt Sky News segir að Lukasz muni fá orðu í Póllandi fyrir hugrekki hans á föstudaginn en hann hefur verið hylltur sem hetja í Bretlandi fyrir þátt sinn í að yfirbuga árásarmanninn og koma í veg fyrir frekari mannskaða.Tveir létust í árásinni sem rannsökuð er sem hryðjuverk. Bretland England Tengdar fréttir Konan sem lést í árásinni í London var 23 ára fyrrum nemi við Cambridge Breskir fjölmiðlar hafa nú nafngreint bæði fórnarlömb stunguárásarinnar á Lundúnarbrú síðasta föstudag. 1. desember 2019 17:17 25 ára lögfræðingur meðal þeirra sem voru stungin til bana í gær Breskir fjölmiðlar hafa nú greint frá nafni eins fórnarlambsins í stunguárásinni á Lundúnarbrú í gær. Annar þeirra sem léstust í árásinni var hinn 25 ára gamli Jack Merritt. 30. nóvember 2019 15:53 Tveir látnir eftir árásina í London Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum. 29. nóvember 2019 23:39 Árásarmaðurinn á Lundúnabrú nafngreindur Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana og særði þrjá til viðbótar í árás á Lundúnabrú hefur verið nafngreindur. Hann hét Usman Khan og var 28 ára. 30. nóvember 2019 08:58 Dæmdur morðingi meðal þeirra sem skárust í leikinn í Lundúnum Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan á Lundúnarbrú. 1. desember 2019 15:01 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Starfsmaður veislusalarins þar sem árásin sem framin var í London á föstudaginn hófst hefur verið hylltur sem hetja fyrir framgöngu sína við það að yfirbuga árásarmanninn. Hann var stunginn fimm sinnum en tókst að reka árásarmanninn út vopnaður skögultönn úr náhvali sem hékk á vegg salarins.Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan í salnum. Meðal þeirra var maður sem aðeins hefur verið nafngreindur hefur verið sem Lukasz, pólskur starfsmaður veislusalarins.Á vef Sky News er rætt við Toby Williamson framkvæmdastjóra veislusalarins þar sem hann lýsir framgöngu Lukasz. Segir Williamson að Lukasz hafi verið að vaska upp glös í kjallaranum er hann heyrði öskur. Það var þá sem árásarmaðurinn, Usman Khan, lét til skarar skríða með þeim afleiðingum að tveir létust.„Hann er með próf í fyrstuhjálp svo hann ákveður að hlaupa upp. Það er augljóst hvað er í gangi,“ sagði Williamson við Sky News. Það sem blasti við var Khan, vopnaður tveimur hnífum, að gera atlögu að gestum salarins.„Hann sér þessa skögultönn og tekur hana og byrjar að slást,“ sagði Williamson og bætir við að Lukasz hafi verið einn síns liðs.„Hann er að reyna að kaupa tíma fyrir hina til þess að flýja. Hann nær að stinga í átt að árásarmanninum og hittir í brjóstkassa hans,“ sagði Williamson. Þá varð ljóst að Khan var klæddur í einhvers konar vesti og segir Willamson á meðan þessu stóð hafi Lukasz verið stunginn fimm sinnum.„Hann er illa særður en hættir ekki,“ segir Williamson. Fljótlega bættust aðrir í hópinn til aðstoða Lukasz. Flúði árásarmaðurinn þá út en mennirnir sem höfðu barist við hann eltu hann út, meðal annars vopnaðir skögultönninni og slökkvitæki. Á myndbandi sem fylgir fréttinni má sjá hvernig mönnunum tókst að yfirbuga Khan, áður en lögregla mætir á svæðið.Í frétt Sky News segir að Lukasz muni fá orðu í Póllandi fyrir hugrekki hans á föstudaginn en hann hefur verið hylltur sem hetja í Bretlandi fyrir þátt sinn í að yfirbuga árásarmanninn og koma í veg fyrir frekari mannskaða.Tveir létust í árásinni sem rannsökuð er sem hryðjuverk.
Bretland England Tengdar fréttir Konan sem lést í árásinni í London var 23 ára fyrrum nemi við Cambridge Breskir fjölmiðlar hafa nú nafngreint bæði fórnarlömb stunguárásarinnar á Lundúnarbrú síðasta föstudag. 1. desember 2019 17:17 25 ára lögfræðingur meðal þeirra sem voru stungin til bana í gær Breskir fjölmiðlar hafa nú greint frá nafni eins fórnarlambsins í stunguárásinni á Lundúnarbrú í gær. Annar þeirra sem léstust í árásinni var hinn 25 ára gamli Jack Merritt. 30. nóvember 2019 15:53 Tveir látnir eftir árásina í London Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum. 29. nóvember 2019 23:39 Árásarmaðurinn á Lundúnabrú nafngreindur Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana og særði þrjá til viðbótar í árás á Lundúnabrú hefur verið nafngreindur. Hann hét Usman Khan og var 28 ára. 30. nóvember 2019 08:58 Dæmdur morðingi meðal þeirra sem skárust í leikinn í Lundúnum Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan á Lundúnarbrú. 1. desember 2019 15:01 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Konan sem lést í árásinni í London var 23 ára fyrrum nemi við Cambridge Breskir fjölmiðlar hafa nú nafngreint bæði fórnarlömb stunguárásarinnar á Lundúnarbrú síðasta föstudag. 1. desember 2019 17:17
25 ára lögfræðingur meðal þeirra sem voru stungin til bana í gær Breskir fjölmiðlar hafa nú greint frá nafni eins fórnarlambsins í stunguárásinni á Lundúnarbrú í gær. Annar þeirra sem léstust í árásinni var hinn 25 ára gamli Jack Merritt. 30. nóvember 2019 15:53
Tveir látnir eftir árásina í London Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum. 29. nóvember 2019 23:39
Árásarmaðurinn á Lundúnabrú nafngreindur Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana og særði þrjá til viðbótar í árás á Lundúnabrú hefur verið nafngreindur. Hann hét Usman Khan og var 28 ára. 30. nóvember 2019 08:58
Dæmdur morðingi meðal þeirra sem skárust í leikinn í Lundúnum Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan á Lundúnarbrú. 1. desember 2019 15:01
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent