Byrja að sekta ökumenn fyrir að leggja öfugt Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 19. desember 2019 22:17 Um áramótin mun lögregla geta lagt stöðubrotsgjald á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu. Yfirlögregluþjónn segir það allt of algengt. Ný umferðarlög sem taka gildi um áramótin fela í sér mörg veigamikil nýmæli og breytingar á fyrri löggjöf. Yfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fagnar breytingunum. Til dæmis ákvæðinu er varðar bann við notkun allra snjalltækja en í dag er einungis lagt bann við notkun farsíma án handfrjáls búnaðar við stýri. „Það er alltof algengt að fólk sé líka að nota önnur snjalltæki og við sjáum útlendinga, ferðamenn og aðra, en sérstaklega ferðamenn þar sem þeir mæna mikið á GPS-tækið en ekki með augun fram á veginn,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, yfirlögregluþjónn. Alltof algengt er að fólk leggi bílum sínum í öfuga átt við akstursstefnu, að mati yfirlögregluþjóns.Vísir/egill Þá eru breytingar um þá sem aka próflausir. Með nýju lögunum verða þeim sviptir ökuréttindum í fjóra mánuði en í dag er einungis sekt við því. Þá fagnar Guðbrandur því að með nýju lögunum geti lögregla lagt stöðubrotsgjald á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu. „Sem ekki var hægt áður, sem er einfalt úrræði fyrir lögreglu, þar af leiðandi, til að takast á við þessi brot, sem okkur hefur skort.“ Í dag geti lögregla aðeins lagt lögreglusekt á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu en það er flókið og erfitt í framkvæmd. Allt of algengt sé að fólk leggi öfugt miðað við aktursstefnu. „Og því hafa menn komist upp með, mikið, að framkvæma þessi brot.“ Alltof algengt sé að fólk leggi bílum sínum í öfuga átt við akstursstefnu. „Talsvert kvartað af íbúum þar sem lagt er öfugt og þvers og kruss og það hefur verið úrræðaleysi, þar sem við höfum ekki getað notað þetta einfalda úrræði, sem er gjald, þar sem miði er settur undir þurrkublað.“ Sektin fyrir að leggja öfugt miðað við aktursstefnu er 10.000 krónur. Guðbrandur segir að slíkt flokkist sem hættubrot. Hann hvetur fólk til að leggja regluna á minnið. „Því að lögregla mun fara af stað um leið og ný lög taka gildi og leggja gjald á þau stöðubrot sem fyrir okkur ber.“ Lögreglumál Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. 15. desember 2019 13:15 Ný umferðarlög taka gildi um áramót: Bannað að fleygja rusli úr bílnum, fara yfir á rauðu og skipta um akrein í hringtorgi Það er ýmislegt í nýjum umferðarlögum sem ökumenn munu þurfa að hafa í huga á nýju ári og svo til frambúðar en Samgöngustofa hefur tekið saman helstu breytingar á vef sínum. 16. desember 2019 12:15 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Um áramótin mun lögregla geta lagt stöðubrotsgjald á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu. Yfirlögregluþjónn segir það allt of algengt. Ný umferðarlög sem taka gildi um áramótin fela í sér mörg veigamikil nýmæli og breytingar á fyrri löggjöf. Yfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fagnar breytingunum. Til dæmis ákvæðinu er varðar bann við notkun allra snjalltækja en í dag er einungis lagt bann við notkun farsíma án handfrjáls búnaðar við stýri. „Það er alltof algengt að fólk sé líka að nota önnur snjalltæki og við sjáum útlendinga, ferðamenn og aðra, en sérstaklega ferðamenn þar sem þeir mæna mikið á GPS-tækið en ekki með augun fram á veginn,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, yfirlögregluþjónn. Alltof algengt er að fólk leggi bílum sínum í öfuga átt við akstursstefnu, að mati yfirlögregluþjóns.Vísir/egill Þá eru breytingar um þá sem aka próflausir. Með nýju lögunum verða þeim sviptir ökuréttindum í fjóra mánuði en í dag er einungis sekt við því. Þá fagnar Guðbrandur því að með nýju lögunum geti lögregla lagt stöðubrotsgjald á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu. „Sem ekki var hægt áður, sem er einfalt úrræði fyrir lögreglu, þar af leiðandi, til að takast á við þessi brot, sem okkur hefur skort.“ Í dag geti lögregla aðeins lagt lögreglusekt á þá sem leggja öfugt miðað við aktursstefnu en það er flókið og erfitt í framkvæmd. Allt of algengt sé að fólk leggi öfugt miðað við aktursstefnu. „Og því hafa menn komist upp með, mikið, að framkvæma þessi brot.“ Alltof algengt sé að fólk leggi bílum sínum í öfuga átt við akstursstefnu. „Talsvert kvartað af íbúum þar sem lagt er öfugt og þvers og kruss og það hefur verið úrræðaleysi, þar sem við höfum ekki getað notað þetta einfalda úrræði, sem er gjald, þar sem miði er settur undir þurrkublað.“ Sektin fyrir að leggja öfugt miðað við aktursstefnu er 10.000 krónur. Guðbrandur segir að slíkt flokkist sem hættubrot. Hann hvetur fólk til að leggja regluna á minnið. „Því að lögregla mun fara af stað um leið og ný lög taka gildi og leggja gjald á þau stöðubrot sem fyrir okkur ber.“
Lögreglumál Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. 15. desember 2019 13:15 Ný umferðarlög taka gildi um áramót: Bannað að fleygja rusli úr bílnum, fara yfir á rauðu og skipta um akrein í hringtorgi Það er ýmislegt í nýjum umferðarlögum sem ökumenn munu þurfa að hafa í huga á nýju ári og svo til frambúðar en Samgöngustofa hefur tekið saman helstu breytingar á vef sínum. 16. desember 2019 12:15 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Vill hægja á umferð fyrir umhverfið Þingmaður telur það í andstöðu við loftslagsmarkmið yfirvalda að ætla að hækka hámarkshraða á vegum úr 90 í 110 kílómetra hámarkshraða. 15. desember 2019 13:15
Ný umferðarlög taka gildi um áramót: Bannað að fleygja rusli úr bílnum, fara yfir á rauðu og skipta um akrein í hringtorgi Það er ýmislegt í nýjum umferðarlögum sem ökumenn munu þurfa að hafa í huga á nýju ári og svo til frambúðar en Samgöngustofa hefur tekið saman helstu breytingar á vef sínum. 16. desember 2019 12:15