Sonurinn vildi „óvenjulegt“ frí svo hún fór með hann til Íslands Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2019 21:39 Claudia Winkelman er hæst launaða konan sem starfar hjá breska ríkisútvarpinu. Vísir/getty Breska sjónvarpsstjarnan Claudia Winkelman er stödd hér á landi ef marka má færslur hennar á Instagram. Winkelman stýrir raunveruleikaþættinum Strictly Come Dancing, breskri fyrirmynd hinnar íslensku þáttaraðar Allir geta dansað sem sýnd er á Stöð 2. Winkelman, sem breskir fjölmiðlar segja afar sparsama á opinberar færslur og yfirlýsingar um einkalíf sitt, birti sjaldséða mynd af syni sínum, Jake, á Instagram í dag. „Sá sextán ára sagði að hann myndi aðeins koma í frí með mér ef það væri „óvenjulegt“. Við erum ástfangin af þér, Ísland,“ skrifaði Winkelman við myndina, þar sem Jake sést virða fyrir sér íslenska sólarupprás. Þá birtir hún aðra mynd í svokölluðu „story“ af syni sínum horfa yfir Bláa lónið. View this post on Instagram 16 year old said he'd only come away with me if it was "unusual". We are in love with you Iceland. A post shared by Claudia Winkleman (@claudiawinkle) on Dec 19, 2019 at 2:37am PST Í frétt breska dagblaðsins Hello Magazine segir að Winkelman sé stödd hér á landi ásamt fjölskyldu sinni; eiginmanni sínum, Kris Thykier, og börnum þeirra, áðurnefndum Jake, Matildu og Arthur. Winkelman ætti að vera Bretum flestum kunnug en eins og áður segir er hún kynnir í þáttaröðinni Strictly Come Dancing, sem sýnd er á BBC One. Hún hefur einkum sinnt slíkum kynnastörfum í gegnum tíðina en hefur einnig getið sér gott orð sem gestur í fjölmörgum breskum umræðuþáttum, sem og á sviði útvarps og blaðamennsku. Hún er hæst launaða konan sem starfar hjá breska ríkisútvarpinu. Bretland Íslandsvinir Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Breska sjónvarpsstjarnan Claudia Winkelman er stödd hér á landi ef marka má færslur hennar á Instagram. Winkelman stýrir raunveruleikaþættinum Strictly Come Dancing, breskri fyrirmynd hinnar íslensku þáttaraðar Allir geta dansað sem sýnd er á Stöð 2. Winkelman, sem breskir fjölmiðlar segja afar sparsama á opinberar færslur og yfirlýsingar um einkalíf sitt, birti sjaldséða mynd af syni sínum, Jake, á Instagram í dag. „Sá sextán ára sagði að hann myndi aðeins koma í frí með mér ef það væri „óvenjulegt“. Við erum ástfangin af þér, Ísland,“ skrifaði Winkelman við myndina, þar sem Jake sést virða fyrir sér íslenska sólarupprás. Þá birtir hún aðra mynd í svokölluðu „story“ af syni sínum horfa yfir Bláa lónið. View this post on Instagram 16 year old said he'd only come away with me if it was "unusual". We are in love with you Iceland. A post shared by Claudia Winkleman (@claudiawinkle) on Dec 19, 2019 at 2:37am PST Í frétt breska dagblaðsins Hello Magazine segir að Winkelman sé stödd hér á landi ásamt fjölskyldu sinni; eiginmanni sínum, Kris Thykier, og börnum þeirra, áðurnefndum Jake, Matildu og Arthur. Winkelman ætti að vera Bretum flestum kunnug en eins og áður segir er hún kynnir í þáttaröðinni Strictly Come Dancing, sem sýnd er á BBC One. Hún hefur einkum sinnt slíkum kynnastörfum í gegnum tíðina en hefur einnig getið sér gott orð sem gestur í fjölmörgum breskum umræðuþáttum, sem og á sviði útvarps og blaðamennsku. Hún er hæst launaða konan sem starfar hjá breska ríkisútvarpinu.
Bretland Íslandsvinir Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira