Sonurinn vildi „óvenjulegt“ frí svo hún fór með hann til Íslands Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2019 21:39 Claudia Winkelman er hæst launaða konan sem starfar hjá breska ríkisútvarpinu. Vísir/getty Breska sjónvarpsstjarnan Claudia Winkelman er stödd hér á landi ef marka má færslur hennar á Instagram. Winkelman stýrir raunveruleikaþættinum Strictly Come Dancing, breskri fyrirmynd hinnar íslensku þáttaraðar Allir geta dansað sem sýnd er á Stöð 2. Winkelman, sem breskir fjölmiðlar segja afar sparsama á opinberar færslur og yfirlýsingar um einkalíf sitt, birti sjaldséða mynd af syni sínum, Jake, á Instagram í dag. „Sá sextán ára sagði að hann myndi aðeins koma í frí með mér ef það væri „óvenjulegt“. Við erum ástfangin af þér, Ísland,“ skrifaði Winkelman við myndina, þar sem Jake sést virða fyrir sér íslenska sólarupprás. Þá birtir hún aðra mynd í svokölluðu „story“ af syni sínum horfa yfir Bláa lónið. View this post on Instagram 16 year old said he'd only come away with me if it was "unusual". We are in love with you Iceland. A post shared by Claudia Winkleman (@claudiawinkle) on Dec 19, 2019 at 2:37am PST Í frétt breska dagblaðsins Hello Magazine segir að Winkelman sé stödd hér á landi ásamt fjölskyldu sinni; eiginmanni sínum, Kris Thykier, og börnum þeirra, áðurnefndum Jake, Matildu og Arthur. Winkelman ætti að vera Bretum flestum kunnug en eins og áður segir er hún kynnir í þáttaröðinni Strictly Come Dancing, sem sýnd er á BBC One. Hún hefur einkum sinnt slíkum kynnastörfum í gegnum tíðina en hefur einnig getið sér gott orð sem gestur í fjölmörgum breskum umræðuþáttum, sem og á sviði útvarps og blaðamennsku. Hún er hæst launaða konan sem starfar hjá breska ríkisútvarpinu. Bretland Íslandsvinir Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
Breska sjónvarpsstjarnan Claudia Winkelman er stödd hér á landi ef marka má færslur hennar á Instagram. Winkelman stýrir raunveruleikaþættinum Strictly Come Dancing, breskri fyrirmynd hinnar íslensku þáttaraðar Allir geta dansað sem sýnd er á Stöð 2. Winkelman, sem breskir fjölmiðlar segja afar sparsama á opinberar færslur og yfirlýsingar um einkalíf sitt, birti sjaldséða mynd af syni sínum, Jake, á Instagram í dag. „Sá sextán ára sagði að hann myndi aðeins koma í frí með mér ef það væri „óvenjulegt“. Við erum ástfangin af þér, Ísland,“ skrifaði Winkelman við myndina, þar sem Jake sést virða fyrir sér íslenska sólarupprás. Þá birtir hún aðra mynd í svokölluðu „story“ af syni sínum horfa yfir Bláa lónið. View this post on Instagram 16 year old said he'd only come away with me if it was "unusual". We are in love with you Iceland. A post shared by Claudia Winkleman (@claudiawinkle) on Dec 19, 2019 at 2:37am PST Í frétt breska dagblaðsins Hello Magazine segir að Winkelman sé stödd hér á landi ásamt fjölskyldu sinni; eiginmanni sínum, Kris Thykier, og börnum þeirra, áðurnefndum Jake, Matildu og Arthur. Winkelman ætti að vera Bretum flestum kunnug en eins og áður segir er hún kynnir í þáttaröðinni Strictly Come Dancing, sem sýnd er á BBC One. Hún hefur einkum sinnt slíkum kynnastörfum í gegnum tíðina en hefur einnig getið sér gott orð sem gestur í fjölmörgum breskum umræðuþáttum, sem og á sviði útvarps og blaðamennsku. Hún er hæst launaða konan sem starfar hjá breska ríkisútvarpinu.
Bretland Íslandsvinir Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira