Ætla að koma greiðsluþátttöku sjúklinga niður fyrir sársaukaviðmið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2019 19:23 Í dag kynnti heilbrigðisráðherra 3,5 milljarða króna áætlun um að lækka greiðsluþátttöku Íslendinga niður fyrir fimmtán prósent. „Í fyrsta lagi af því að Norðurlöndin eru þar og við viljum miða okkar kerfi við Norðurlöndin en líka af því að Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur bent á að þetta er sársaukaviðmið - þegar fólk er farið að greiða meira en 15% þá er það farið að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna efnahags,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Íslendingar greiða 16,5% úr eigin vasa.vísir/hafsteinn Hærra hlutfall Íslendinga hefur þurft að neita sér um læknisþjónustu en á hinum Norðurlöndunum. Sérstaklega þegar kemur að tannlæknaþjónustu. Árið 2016 sögðust 8% Íslendinga ekki geta leyft sér að fara til tannlæknis en næstum 15% þeirra tekjulægstu segjast búa við slíkan skort. Á hinum Norðurlöndunum er hlutfallið fimm til tíu prósent. Sjúklingar sem hafa ekki efni á komugjöldum Heilbrigðisráðherra ætlar að auka niðurgreiðslur vegna tannlækninga til lífeyrisþega úr 50% upp í 75%. Niðurgreiðslur vegna lyfja og tiltekinna hjálpartækja verða auknar og reglur um ferðakostnað rýmkaðar. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, fagnar áformum ráðherra.vísir/egill Þá verða komugjöld í heilsugæsluna lækkuð nú um áramót úr 1200 krónum í 700 og eftir ár verða gjöldin alfarið felld niður. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir nú tryggt að allir fái fyrstu þjónustu óháð efnahag. „Við sem vinnum með sjúklingum verðum vör við það að þeir komast ekki alltaf í sínar rannsóknir eða á heilsugæslustöðina út af fjárhagsástæðum og með því að fella niður komugjöldin þá verður þetta úr sögunni,“ segir Óskar. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga: Komugjöld sjúklinga lækka úr 1200 í 700 krónur um áramótin Komugjöld í heilsugæslu verða felld niður í áföngum, niðurgreiðslur sjúkratrygginga fyrir tannlæknisþjónustu og lyf verða auknar og sömuleiðis vegna tiltekinna hjálpartækja og reglur um ferðakostnað verða rýmkaðar. 19. desember 2019 14:13 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Í dag kynnti heilbrigðisráðherra 3,5 milljarða króna áætlun um að lækka greiðsluþátttöku Íslendinga niður fyrir fimmtán prósent. „Í fyrsta lagi af því að Norðurlöndin eru þar og við viljum miða okkar kerfi við Norðurlöndin en líka af því að Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur bent á að þetta er sársaukaviðmið - þegar fólk er farið að greiða meira en 15% þá er það farið að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna efnahags,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Íslendingar greiða 16,5% úr eigin vasa.vísir/hafsteinn Hærra hlutfall Íslendinga hefur þurft að neita sér um læknisþjónustu en á hinum Norðurlöndunum. Sérstaklega þegar kemur að tannlæknaþjónustu. Árið 2016 sögðust 8% Íslendinga ekki geta leyft sér að fara til tannlæknis en næstum 15% þeirra tekjulægstu segjast búa við slíkan skort. Á hinum Norðurlöndunum er hlutfallið fimm til tíu prósent. Sjúklingar sem hafa ekki efni á komugjöldum Heilbrigðisráðherra ætlar að auka niðurgreiðslur vegna tannlækninga til lífeyrisþega úr 50% upp í 75%. Niðurgreiðslur vegna lyfja og tiltekinna hjálpartækja verða auknar og reglur um ferðakostnað rýmkaðar. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, fagnar áformum ráðherra.vísir/egill Þá verða komugjöld í heilsugæsluna lækkuð nú um áramót úr 1200 krónum í 700 og eftir ár verða gjöldin alfarið felld niður. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir nú tryggt að allir fái fyrstu þjónustu óháð efnahag. „Við sem vinnum með sjúklingum verðum vör við það að þeir komast ekki alltaf í sínar rannsóknir eða á heilsugæslustöðina út af fjárhagsástæðum og með því að fella niður komugjöldin þá verður þetta úr sögunni,“ segir Óskar.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga: Komugjöld sjúklinga lækka úr 1200 í 700 krónur um áramótin Komugjöld í heilsugæslu verða felld niður í áföngum, niðurgreiðslur sjúkratrygginga fyrir tannlæknisþjónustu og lyf verða auknar og sömuleiðis vegna tiltekinna hjálpartækja og reglur um ferðakostnað verða rýmkaðar. 19. desember 2019 14:13 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga: Komugjöld sjúklinga lækka úr 1200 í 700 krónur um áramótin Komugjöld í heilsugæslu verða felld niður í áföngum, niðurgreiðslur sjúkratrygginga fyrir tannlæknisþjónustu og lyf verða auknar og sömuleiðis vegna tiltekinna hjálpartækja og reglur um ferðakostnað verða rýmkaðar. 19. desember 2019 14:13