Fjölskylda í sárum hafði sigur gegn Reykjavíkurborg í Shaken Baby-máli Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2019 11:24 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Fjögurra manna fjölskylda hafði sigur í skaðabótamáli gegn Reykjavíkurborg. Foreldrarnir höfðu verið sakaðir um að hafa hrist barn sitt þannig að skaði hefði hlotist af. Málið umturnaði veröld fjölskyldunnar sem fékk dæmdar bætur þegar dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Foreldrarnir fengu dæmdar tvær milljónir króna í bætur hvort um sig. Börnin þeirra tvö fengu sömuleiðis tvær milljónir í bætur hvort um sig. Er þetta niðurstaða fjölskipaðs héraðsdóms. Foreldrarnir voru sakaðir um að hafa hrist níu mánaða gamlan son þeirra í júní árið 2013. Lögreglan hætti rannsókn málsins tæpu ári síðar vegna þess að sönnunargögn þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Svo fór að íslenska ríkið greiddi foreldrunum skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða lögreglu og Barnaverndarstofu. Reykjavíkurborg hafnaði hins vegar bótakröfu foreldranna og barna þeirra vegna framferði Barnaverndar Reykjavíkur sem heyrir undir Barnaverndarstofu. Umturnaði lífi fjölskyldunnar Höfðaði fjögurra manna fjölskyldan mál á hendur Reykjavíkurborg. Lögmenn fjölskyldunnar sögðu málið hafa haft mikil áhrif á alla fjölskyldumeðlimi sem þeir glíma enn við. Andlegir kvillar fylgja þeim enn í dag og lífið tók allt aðra stefnu en þau höfðu séð fram á. Foreldrarnir skildu, móðirin flosnaði upp úr námi og vinnu, faðirinn sagði málið hafa haft þau áhrif að hann hefði ekki getað sinnt þeirra vinnu sem hann var í og þá hafði málið veruleg áhrif á mótunarár barnanna. Foreldrarnir báðir lýstu því við aðalmeðferð málsins hvernig þeir horfðu á níu mánaða barnið skella með hnakkann í gólfið eftir að hafa æft sig að standa við lítið borð á heimili þeirra. Þegar barnið var komið á sjúkrahús sáu læknar og sérfræðingar mikla blæðingu í heila og augnbotninum, sem geta verið einkenni eftir að barn hefur verið hrist. Lágu foreldrarnir undir grun sem þeir neituðu staðfastlega en svo fór að rannsókn málsins var hætt ári síðar. Var níu mánaða drengurinn tekinn af heimili þeirra. Foreldrarnir fengu hann ekki aftur í sína umsjá fyrr en fjórum mánuðum síðar.Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að bæturnar hefðu verið upp á tvær milljónir króna. Barnavernd Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fjölskylda sækir bætur vegna Shaken Baby-máls sem umturnaði lífi hennar Íslenska ríkið viðurkenndi að aðgerðir lögreglu og Barnaverndarstofu stofu hefðu verið ólögmætar en Reykjavíkurborgar neitar sök. 27. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Fjögurra manna fjölskylda hafði sigur í skaðabótamáli gegn Reykjavíkurborg. Foreldrarnir höfðu verið sakaðir um að hafa hrist barn sitt þannig að skaði hefði hlotist af. Málið umturnaði veröld fjölskyldunnar sem fékk dæmdar bætur þegar dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Foreldrarnir fengu dæmdar tvær milljónir króna í bætur hvort um sig. Börnin þeirra tvö fengu sömuleiðis tvær milljónir í bætur hvort um sig. Er þetta niðurstaða fjölskipaðs héraðsdóms. Foreldrarnir voru sakaðir um að hafa hrist níu mánaða gamlan son þeirra í júní árið 2013. Lögreglan hætti rannsókn málsins tæpu ári síðar vegna þess að sönnunargögn þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Svo fór að íslenska ríkið greiddi foreldrunum skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða lögreglu og Barnaverndarstofu. Reykjavíkurborg hafnaði hins vegar bótakröfu foreldranna og barna þeirra vegna framferði Barnaverndar Reykjavíkur sem heyrir undir Barnaverndarstofu. Umturnaði lífi fjölskyldunnar Höfðaði fjögurra manna fjölskyldan mál á hendur Reykjavíkurborg. Lögmenn fjölskyldunnar sögðu málið hafa haft mikil áhrif á alla fjölskyldumeðlimi sem þeir glíma enn við. Andlegir kvillar fylgja þeim enn í dag og lífið tók allt aðra stefnu en þau höfðu séð fram á. Foreldrarnir skildu, móðirin flosnaði upp úr námi og vinnu, faðirinn sagði málið hafa haft þau áhrif að hann hefði ekki getað sinnt þeirra vinnu sem hann var í og þá hafði málið veruleg áhrif á mótunarár barnanna. Foreldrarnir báðir lýstu því við aðalmeðferð málsins hvernig þeir horfðu á níu mánaða barnið skella með hnakkann í gólfið eftir að hafa æft sig að standa við lítið borð á heimili þeirra. Þegar barnið var komið á sjúkrahús sáu læknar og sérfræðingar mikla blæðingu í heila og augnbotninum, sem geta verið einkenni eftir að barn hefur verið hrist. Lágu foreldrarnir undir grun sem þeir neituðu staðfastlega en svo fór að rannsókn málsins var hætt ári síðar. Var níu mánaða drengurinn tekinn af heimili þeirra. Foreldrarnir fengu hann ekki aftur í sína umsjá fyrr en fjórum mánuðum síðar.Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að bæturnar hefðu verið upp á tvær milljónir króna.
Barnavernd Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fjölskylda sækir bætur vegna Shaken Baby-máls sem umturnaði lífi hennar Íslenska ríkið viðurkenndi að aðgerðir lögreglu og Barnaverndarstofu stofu hefðu verið ólögmætar en Reykjavíkurborgar neitar sök. 27. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Fjölskylda sækir bætur vegna Shaken Baby-máls sem umturnaði lífi hennar Íslenska ríkið viðurkenndi að aðgerðir lögreglu og Barnaverndarstofu stofu hefðu verið ólögmætar en Reykjavíkurborgar neitar sök. 27. nóvember 2019 07:00