Reikna með Dalvíkurlínu í rekstur í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2019 10:27 Frá rafmagnsviðgerðum á Norðurlandi í liðinni viku. vísir/egill Landsnet hefur sent frá sér tilkynningu með stöðu mála hvað varðar tengivirkin í kjölfar óveðursins sem gekk yfir landið 10. og 11. desember. Viðgerð á Dalvíkurlínu gekk vel í gær og er gert ráð fyrir því að línan fari í rekstur eftir viðgerð í dag. Þá unnu tuttugu manns að viðgerð á Kópaskerslínu og hafa tólf af 28 rafmagnsstaurum sem féllu verið reistir. Þá lauk viðgerð á Húsavíkurlínu í gær en Laxárlína bíður enn um sinn á meðan unnið er að viðgerð annarra lína. Tengivirkið í Hrútatungu Tengivirkið hefur verið í rekstri frá því á mánudagsmorgun. Við erum enn á svæðinu. Hugsanlega þarf að aftengja eða skipta um einn skilrofa í virkinu sem grunur leikur á að hafi skemmst í veðurofsanum um daginn. Dalvíkurlína 1 Þrátt fyrir erfiðar veðuraðstæður fór verkið langt í gær. Gerum enn ráð fyrir því að línan fari í rekstur eftir viðgerð í dag. Kópaskerslína 1 Um 20 manns hafa unnið að viðgerð og hafa 12 staurar af 28 verið reistir. Til stóð að nokkrir bættust í viðgerðarteymið í gær en vegna bilunar á Fljótsdalslínu 4 gat það ekki orðið. Áætlað er að vinnu við línuna verði lokið um komandi helgi. Húsavíkurlína 1 Viðgerð á línunni lauk í gær og fór hún aftur í rekstur í gærkvöldi. Laxárlína 1 Beðið verður með viðgerð um sinn meðan unnið er við lagfæringar á öðrum línum. Fljótsdalslína 4 Bilun kom upp í Fljóstdalslínu 4 um miðjan dag. Í ljós kom að festing sem tengir skálakeðju við afspennt mastur nr. 67 hafði brotnað og liggur því einn fasinn niðri. Viðgerðarteymi er komið á staðinn ásamt tækjum sem komu frá Dalvíkurlínu. Viðgerð er í undirbúningi og mun hefjast í nú í morgunsárið. Ísingavöktun verður höfð á Fljótsdalslínu 3 á meðan ástandið varir, en óvíst er hvað viðgerð tekur langan tíma. Tengivirkið Reykjanesi Í gær kom í ljós að mikil selta hafði safnast á eldingarvara og gegnumtök við tengivirkið og hætta á skemmdum á búnaði. Því var tekin ákvörðun um að taka Reykjaneslínu og Reykjanesvirkjun úr rekstri á meðan búnaður var hreinsaður. Verkið tók nokkrar klst.Fréttin var uppfærð kl. 11:53 með nýjum upplýsingum frá Landsneti um að Dalvíkurlína komist í rekstur í dag. Dalvíkurbyggð Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Landsnet hefur sent frá sér tilkynningu með stöðu mála hvað varðar tengivirkin í kjölfar óveðursins sem gekk yfir landið 10. og 11. desember. Viðgerð á Dalvíkurlínu gekk vel í gær og er gert ráð fyrir því að línan fari í rekstur eftir viðgerð í dag. Þá unnu tuttugu manns að viðgerð á Kópaskerslínu og hafa tólf af 28 rafmagnsstaurum sem féllu verið reistir. Þá lauk viðgerð á Húsavíkurlínu í gær en Laxárlína bíður enn um sinn á meðan unnið er að viðgerð annarra lína. Tengivirkið í Hrútatungu Tengivirkið hefur verið í rekstri frá því á mánudagsmorgun. Við erum enn á svæðinu. Hugsanlega þarf að aftengja eða skipta um einn skilrofa í virkinu sem grunur leikur á að hafi skemmst í veðurofsanum um daginn. Dalvíkurlína 1 Þrátt fyrir erfiðar veðuraðstæður fór verkið langt í gær. Gerum enn ráð fyrir því að línan fari í rekstur eftir viðgerð í dag. Kópaskerslína 1 Um 20 manns hafa unnið að viðgerð og hafa 12 staurar af 28 verið reistir. Til stóð að nokkrir bættust í viðgerðarteymið í gær en vegna bilunar á Fljótsdalslínu 4 gat það ekki orðið. Áætlað er að vinnu við línuna verði lokið um komandi helgi. Húsavíkurlína 1 Viðgerð á línunni lauk í gær og fór hún aftur í rekstur í gærkvöldi. Laxárlína 1 Beðið verður með viðgerð um sinn meðan unnið er við lagfæringar á öðrum línum. Fljótsdalslína 4 Bilun kom upp í Fljóstdalslínu 4 um miðjan dag. Í ljós kom að festing sem tengir skálakeðju við afspennt mastur nr. 67 hafði brotnað og liggur því einn fasinn niðri. Viðgerðarteymi er komið á staðinn ásamt tækjum sem komu frá Dalvíkurlínu. Viðgerð er í undirbúningi og mun hefjast í nú í morgunsárið. Ísingavöktun verður höfð á Fljótsdalslínu 3 á meðan ástandið varir, en óvíst er hvað viðgerð tekur langan tíma. Tengivirkið Reykjanesi Í gær kom í ljós að mikil selta hafði safnast á eldingarvara og gegnumtök við tengivirkið og hætta á skemmdum á búnaði. Því var tekin ákvörðun um að taka Reykjaneslínu og Reykjanesvirkjun úr rekstri á meðan búnaður var hreinsaður. Verkið tók nokkrar klst.Fréttin var uppfærð kl. 11:53 með nýjum upplýsingum frá Landsneti um að Dalvíkurlína komist í rekstur í dag.
Dalvíkurbyggð Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira