Innlent

Sá á kvölina sem á völina í klukku­málinu

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir kveður upp sinn úrskurð um hvort seinka á klukkunni eður ei þegar sólin fer að hækka á lofti.
Katrín Jakobsdóttir kveður upp sinn úrskurð um hvort seinka á klukkunni eður ei þegar sólin fer að hækka á lofti. Vísir/Vilhelm

Metþátttaka var í samráði um breytingar á klukkunni en alls bárust tæplega 1600 umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda. Því næst fór málið til heilbrigðisráðherra sem skýrði frá niðurstöðu sinni og sagði eindregna skoðun sína að seinka klukkunni. Nýlega birtist svo samantekt um sjónarmið umsagnaraðila á vef stjórnarráðsins. 

Rök með seinkun klukkunnar eru til dæmis þau að staðartími eigi að vera í takt við líkamsklukku og að mikilvægt sé að fjölga birtustundum og að seinkuð líkamsklukka hafi í för með sér neikvæðar heilsufarslegar afleiðingar

Rök á móti eru til dæmis þau að birtustundum fækki um 13% yfir árið og feli í sér aukna slysahættu og minni útiveru. Þá hafi það neikvæð áhrif á viðskiptalíf.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að kalla til enn frekara samráðs um málið og kveður svo upp sinn úrskurð.

„Þetta eru mál þar sem eru góðar og gildar röksemdir fyrir hvorri leið sem farin verður. Ég reikna með að ákvörðun liggi fyrir þegar sólin fer að hækka á lofti. Málið snýst um að halda tímanum óbreyttum eða að seinka klukkunni um eina klukkustund sem á þá við um allt árið,“ segir Katrín.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×