Fékk barnaklám sent á Snapchat og hlaut fimm mánaða dóm Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2019 18:13 Maðurinn sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að einhver í Snapchat-grúppu hefði sent honum myndbandið. Vísir/getty Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku ungan mann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu á barnaklámi, sem hann kvaðst hafa fengið sent í hópsamtali á samskiptaforritinu Snapchat. Þá játaði maðurinn á sig fleiri brot, sem hann framdi mörg í félagi við tvo aðra menn. Kveiktu í flugeldi og sprengdu póstkassa Manninum var gefið að sök að hafa haft myndskeið inni á farsíma sínum árið 2018 sem sýndi börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Farsími mannsins var haldlagður þann 26. september 2018 vegna rannsóknar lögreglu á öðru máli. Maðurinn var ákærður fyrir brotið, sem og fleiri brot. Brotin framdi hann mörg í félagi við tvo menn en mál þremenninganna voru tekin fyrir samtímis. Á meðal þess sem mönnunum var gefið að sök, ýmist einir eða saman, voru ítrekaðir stuldir á bifreiðum, þjófnaður á peningakassa úr Smáratívolí, þjófnaður á bifhjólum, skemmdarverk á fjölbýlishúsi með því að kveikja í flugeldi og setja ofan í póstkassa, auk umferðarlagabrota. Þeir játuðu allir brot sín, þar á meðal maðurinn sem hafði umrætt myndskeið í sinni vörslu. Hann taldi hins vegar að varsla sín á myndskeiðinu varðaði ekki 210. grein almennra hegningarlaga, sem fjallar um barnaklám. Sagðist halda að börnin væru útlendingar Í dómnum segir að maðurinn hafi sagt í skýrslutöku hjá lögreglu að einhver í Snapchat-grúppu hefði sent honum myndskeiðið og hann hefði hlaðið því niður í símann sinn. Hann kvaðst ekki þekkja þá sem sáust á myndskeiðinu og taldi víst að um útlendinga að ræða. Þá segir í dómi að myndbandið sýni m.a. unga drengi í kynferðislegum athöfnum og því verði það réttilega heimfært til umræddrar greinar almennra hegningarlaga um barnaklám. Dómurinn leit til þess að maðurinn er ungur að aldri og þess að hann viðurkenndi brot sín. Ákveðið var að hann skyldi sæta fimm mánaða skilorðsbundnu fangelsi. Þá var hann einnig sviptur ökuréttindum í átján mánuði. Hinir mennirnir tveir voru annars vegar dæmdir í fjögurra mánaða fangelsi og hins vegar tveggja mánaða fangelsi, einnig að fullu skilorðsbundið. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku ungan mann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu á barnaklámi, sem hann kvaðst hafa fengið sent í hópsamtali á samskiptaforritinu Snapchat. Þá játaði maðurinn á sig fleiri brot, sem hann framdi mörg í félagi við tvo aðra menn. Kveiktu í flugeldi og sprengdu póstkassa Manninum var gefið að sök að hafa haft myndskeið inni á farsíma sínum árið 2018 sem sýndi börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Farsími mannsins var haldlagður þann 26. september 2018 vegna rannsóknar lögreglu á öðru máli. Maðurinn var ákærður fyrir brotið, sem og fleiri brot. Brotin framdi hann mörg í félagi við tvo menn en mál þremenninganna voru tekin fyrir samtímis. Á meðal þess sem mönnunum var gefið að sök, ýmist einir eða saman, voru ítrekaðir stuldir á bifreiðum, þjófnaður á peningakassa úr Smáratívolí, þjófnaður á bifhjólum, skemmdarverk á fjölbýlishúsi með því að kveikja í flugeldi og setja ofan í póstkassa, auk umferðarlagabrota. Þeir játuðu allir brot sín, þar á meðal maðurinn sem hafði umrætt myndskeið í sinni vörslu. Hann taldi hins vegar að varsla sín á myndskeiðinu varðaði ekki 210. grein almennra hegningarlaga, sem fjallar um barnaklám. Sagðist halda að börnin væru útlendingar Í dómnum segir að maðurinn hafi sagt í skýrslutöku hjá lögreglu að einhver í Snapchat-grúppu hefði sent honum myndskeiðið og hann hefði hlaðið því niður í símann sinn. Hann kvaðst ekki þekkja þá sem sáust á myndskeiðinu og taldi víst að um útlendinga að ræða. Þá segir í dómi að myndbandið sýni m.a. unga drengi í kynferðislegum athöfnum og því verði það réttilega heimfært til umræddrar greinar almennra hegningarlaga um barnaklám. Dómurinn leit til þess að maðurinn er ungur að aldri og þess að hann viðurkenndi brot sín. Ákveðið var að hann skyldi sæta fimm mánaða skilorðsbundnu fangelsi. Þá var hann einnig sviptur ökuréttindum í átján mánuði. Hinir mennirnir tveir voru annars vegar dæmdir í fjögurra mánaða fangelsi og hins vegar tveggja mánaða fangelsi, einnig að fullu skilorðsbundið.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira