Fangi með þroskahömlun fluttur á spítala eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. desember 2019 18:45 Þroskaskertur fangi var fluttur á spítala í gær eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Formaður félags fanga og formaður Þroskahjálpar hafa miklar áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fangelsismálayfirvöld haft áhyggjur af manninum síðan afplánun hófst en í dómi frá 2017 kemur fram að hann hafi þroska á við níu til tólf ára barn. Hann var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir tvö vopnuð rán, þrátt fyrir að hafa verið metinn þroskaskertur af geðlækni. Héraðsdómur hafði komist að því að vegna þroskaskerðingar mannsins skyldi honum ekki gerð refsing í málinu. Hæstiréttur vísaði í mat geðlækis og taldi að refsing gæti borið árangur. „Og maður efast um hæfni dómstóla til að taka á þessum málum því það fer ekkert á milli mála að margir af þeim eru mjög þroskaskertir og margir jafnvel með hugsun á við níu eða tíu ára krakka,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Maðurinn hefur afplánað á Kvíabryggju að undanförnu sem hefur reynst honum mjög erfitt að sögn Guðmundar. Í gær skaðaði hann sjálfan sig á herbergi sínu og var fluttur á spítala með áverka. Páll Winkel staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en vill að öðru leyti ekki tjá sig Guðmundur hefur áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. „Við teljum að það sé um fimm prósent af íslenskum föngum sem eru mjög þroskaskertir. Þeim líður náttúrulega frekar illa. Þeir skilja ekki afhverju þeir eru í fangelsi,“ segir Guðmundur Ingi. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir stöðuna slæma. „Ég hef sjálf hitt fangaerði á Kvíabryggju sem hafa sagt að þeir séu ekki því starfi vaxnir að sinna fólki með þroskahömlun og hafa miklar áhyggjur af þessum einstaklingum sem þar eru en segja að þeir séu best komnir þar af þeim fangelsum sem eru í boði,“ segir Bryndís. Koma þurfi upp úrræði fyrir sakhæft fatlað fólk. „Það er allavega alveg ljóst að þessi mál eru í ólestri í dag,“ segir Bryndís. Fangelsismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Þroskaskertur fangi var fluttur á spítala í gær eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Formaður félags fanga og formaður Þroskahjálpar hafa miklar áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fangelsismálayfirvöld haft áhyggjur af manninum síðan afplánun hófst en í dómi frá 2017 kemur fram að hann hafi þroska á við níu til tólf ára barn. Hann var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir tvö vopnuð rán, þrátt fyrir að hafa verið metinn þroskaskertur af geðlækni. Héraðsdómur hafði komist að því að vegna þroskaskerðingar mannsins skyldi honum ekki gerð refsing í málinu. Hæstiréttur vísaði í mat geðlækis og taldi að refsing gæti borið árangur. „Og maður efast um hæfni dómstóla til að taka á þessum málum því það fer ekkert á milli mála að margir af þeim eru mjög þroskaskertir og margir jafnvel með hugsun á við níu eða tíu ára krakka,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Maðurinn hefur afplánað á Kvíabryggju að undanförnu sem hefur reynst honum mjög erfitt að sögn Guðmundar. Í gær skaðaði hann sjálfan sig á herbergi sínu og var fluttur á spítala með áverka. Páll Winkel staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en vill að öðru leyti ekki tjá sig Guðmundur hefur áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. „Við teljum að það sé um fimm prósent af íslenskum föngum sem eru mjög þroskaskertir. Þeim líður náttúrulega frekar illa. Þeir skilja ekki afhverju þeir eru í fangelsi,“ segir Guðmundur Ingi. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir stöðuna slæma. „Ég hef sjálf hitt fangaerði á Kvíabryggju sem hafa sagt að þeir séu ekki því starfi vaxnir að sinna fólki með þroskahömlun og hafa miklar áhyggjur af þessum einstaklingum sem þar eru en segja að þeir séu best komnir þar af þeim fangelsum sem eru í boði,“ segir Bryndís. Koma þurfi upp úrræði fyrir sakhæft fatlað fólk. „Það er allavega alveg ljóst að þessi mál eru í ólestri í dag,“ segir Bryndís.
Fangelsismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira