Rússar og Kínverjar vilja fella niður þvinganir gegn Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2019 10:54 Ríkisstjórn Kim JOng Un hefur gefið Bandaríkjunum frest til áramóta til að koma til móts við þá. Sendiherra ríkisins gagnvart Sameinuðu þjóðunum sagði í síðustu viku að afvopnun yrði ekki til umræðu. EPA/KCNA Erindrekar Kína og Rússlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa samið tillögu sem snýr að því að fella niður viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Þvinganir á útflutningi sjávarfangs og vefnaðarvörum yrðu felldar niður ef tillagan verður samþykkt og bann við því að íbúar Norður-Kóreu vinni erlendis. Rússar segja tillöguna miða að því að fá Norður-Kóreu aftur að samningaborðinu vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana ríkisins. Blaðamenn Reuters fréttaveitunnar hafa séð uppkast af tillögunni en ekki er víst að hún verði lögð fyrir öryggisráðið, þar sem Bandaríkin eru andsnúin henni.Vassily Nebenzia, sendiherra Rússlands gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir umrædda iðnaði ekki koma að kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu, heldur snúi tillagan að mannréttindum. Rússar og Kínverjar hafa kallað eftir því að verðlauna ætti Norður-Kóreu eftir að Kim Jong Un, einræðisherra ríkisins, hét því í fyrra að vinna að afvopnun. Norður-Kórea hefur þó ítrekað heitið aðgerðum í stað ívilnana og ekki staðið við það. Þvinganir gegn þeim iðnöðum sem nefndir eru hér að ofan voru settar árið 2017 og var markmiðið að hefta aðgang yfirvalda Norður-Kóreu að fjármagni sem nýtt er í vopnaáætlanir ríkisins. Ríkið þénaði hundruð milljóna dala á þeim. Rannsókn Sameinuðu þjóðanna árið 2015 leiddi í ljós að yfirvöld Norður-Kóreu þvinguðu rúmlega 50 þúsund manns til að vinna erlendis og þá aðallega í Rússlandi og Kína og við slæmar aðstæður. Þannig kæmi einræðisríkið höndum yfir erlendan gjaldeyri. Á þessu þénaði Norður-Kórea allt að 2,3 milljarða dala á ári. Ótímabært að létta á þrýstingi Embættismaður í Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði ótímabært að vella niður viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu, á sama tíma og einræðisríkið hótaði öðrum, neitaði að koma að samningaborðinu og hélt áfram tilraunum sínum og þróun gereyðingarvopna og eldflauga. Norður-Kórea hætti öllum viðræðum og vill losna undna þvingunum áður en viðræðurnar hefjast að nýju. Það vilja Bandaríkin, Bretland og Frakkland ekki og segja Norður-Kóreu þurfa að grípa til aðgerða varðandi afvopnun áður. Christoph Heusgen, sendiherra Þýskalands, sagði í gær að mikilvægt væri að meðlimir öryggisráðsins sýndu einingu. Ríkisstjórn Kim hefur gefið Bandaríkjunum frest til áramóta til að koma til móts við þá. Sendiherra ríkisins gagnvart Sameinuðu þjóðunum sagði í síðustu viku að afvopnun yrði ekki til umræðu. Á alþjóðavísu eru áhyggjur um að Norður-Kórea muni gera kjarnorkusprengjutilraunir eða tilraunir með langdrægar eldflaugar en ríkið er talið hafa prófað eldflaugahreyfla að undanförnu. Bandaríkin Kína Norður-Kórea Rússland Tengdar fréttir Stakk upp á því að íbúar Seoul yrðu fluttir um set Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. 13. desember 2019 15:25 Norður-Kórea segir afvopnun hafa verið slegna út af borðinu Kim Song, sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf út í dag að kjarnorkuafvopnun ríkisins hafi verið slegin út af samningaborðinu og væri ekki lengur til umræðu. Í ljósi þess væri engin þörf fyrir að frekari samningaviðræður við Bandaríkjamenn. 7. desember 2019 23:00 Eldflaugum skotið frá Norður-Kóreu Það er í þrettánda sinn á árinu sem ríkisstjórn Norður-Kóreu gerir tilraun með eldflaugar í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 28. nóvember 2019 09:07 Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag. 4. desember 2019 17:41 Kalla Trump ruglaðan gamlan mann Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 9. desember 2019 15:50 Enn ein vopna-tilraunin gerð í Norður-Kóreu Yfirvöld Norður-Kóreu héldu fram í dag að mikilvæg tilraun hafi verið framkvæmd í gær varðandi kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. 14. desember 2019 17:27 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
Erindrekar Kína og Rússlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa samið tillögu sem snýr að því að fella niður viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Þvinganir á útflutningi sjávarfangs og vefnaðarvörum yrðu felldar niður ef tillagan verður samþykkt og bann við því að íbúar Norður-Kóreu vinni erlendis. Rússar segja tillöguna miða að því að fá Norður-Kóreu aftur að samningaborðinu vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana ríkisins. Blaðamenn Reuters fréttaveitunnar hafa séð uppkast af tillögunni en ekki er víst að hún verði lögð fyrir öryggisráðið, þar sem Bandaríkin eru andsnúin henni.Vassily Nebenzia, sendiherra Rússlands gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir umrædda iðnaði ekki koma að kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu, heldur snúi tillagan að mannréttindum. Rússar og Kínverjar hafa kallað eftir því að verðlauna ætti Norður-Kóreu eftir að Kim Jong Un, einræðisherra ríkisins, hét því í fyrra að vinna að afvopnun. Norður-Kórea hefur þó ítrekað heitið aðgerðum í stað ívilnana og ekki staðið við það. Þvinganir gegn þeim iðnöðum sem nefndir eru hér að ofan voru settar árið 2017 og var markmiðið að hefta aðgang yfirvalda Norður-Kóreu að fjármagni sem nýtt er í vopnaáætlanir ríkisins. Ríkið þénaði hundruð milljóna dala á þeim. Rannsókn Sameinuðu þjóðanna árið 2015 leiddi í ljós að yfirvöld Norður-Kóreu þvinguðu rúmlega 50 þúsund manns til að vinna erlendis og þá aðallega í Rússlandi og Kína og við slæmar aðstæður. Þannig kæmi einræðisríkið höndum yfir erlendan gjaldeyri. Á þessu þénaði Norður-Kórea allt að 2,3 milljarða dala á ári. Ótímabært að létta á þrýstingi Embættismaður í Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði ótímabært að vella niður viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu, á sama tíma og einræðisríkið hótaði öðrum, neitaði að koma að samningaborðinu og hélt áfram tilraunum sínum og þróun gereyðingarvopna og eldflauga. Norður-Kórea hætti öllum viðræðum og vill losna undna þvingunum áður en viðræðurnar hefjast að nýju. Það vilja Bandaríkin, Bretland og Frakkland ekki og segja Norður-Kóreu þurfa að grípa til aðgerða varðandi afvopnun áður. Christoph Heusgen, sendiherra Þýskalands, sagði í gær að mikilvægt væri að meðlimir öryggisráðsins sýndu einingu. Ríkisstjórn Kim hefur gefið Bandaríkjunum frest til áramóta til að koma til móts við þá. Sendiherra ríkisins gagnvart Sameinuðu þjóðunum sagði í síðustu viku að afvopnun yrði ekki til umræðu. Á alþjóðavísu eru áhyggjur um að Norður-Kórea muni gera kjarnorkusprengjutilraunir eða tilraunir með langdrægar eldflaugar en ríkið er talið hafa prófað eldflaugahreyfla að undanförnu.
Bandaríkin Kína Norður-Kórea Rússland Tengdar fréttir Stakk upp á því að íbúar Seoul yrðu fluttir um set Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. 13. desember 2019 15:25 Norður-Kórea segir afvopnun hafa verið slegna út af borðinu Kim Song, sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf út í dag að kjarnorkuafvopnun ríkisins hafi verið slegin út af samningaborðinu og væri ekki lengur til umræðu. Í ljósi þess væri engin þörf fyrir að frekari samningaviðræður við Bandaríkjamenn. 7. desember 2019 23:00 Eldflaugum skotið frá Norður-Kóreu Það er í þrettánda sinn á árinu sem ríkisstjórn Norður-Kóreu gerir tilraun með eldflaugar í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 28. nóvember 2019 09:07 Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag. 4. desember 2019 17:41 Kalla Trump ruglaðan gamlan mann Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 9. desember 2019 15:50 Enn ein vopna-tilraunin gerð í Norður-Kóreu Yfirvöld Norður-Kóreu héldu fram í dag að mikilvæg tilraun hafi verið framkvæmd í gær varðandi kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. 14. desember 2019 17:27 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Sjá meira
Stakk upp á því að íbúar Seoul yrðu fluttir um set Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. 13. desember 2019 15:25
Norður-Kórea segir afvopnun hafa verið slegna út af borðinu Kim Song, sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf út í dag að kjarnorkuafvopnun ríkisins hafi verið slegin út af samningaborðinu og væri ekki lengur til umræðu. Í ljósi þess væri engin þörf fyrir að frekari samningaviðræður við Bandaríkjamenn. 7. desember 2019 23:00
Eldflaugum skotið frá Norður-Kóreu Það er í þrettánda sinn á árinu sem ríkisstjórn Norður-Kóreu gerir tilraun með eldflaugar í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 28. nóvember 2019 09:07
Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag. 4. desember 2019 17:41
Kalla Trump ruglaðan gamlan mann Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 9. desember 2019 15:50
Enn ein vopna-tilraunin gerð í Norður-Kóreu Yfirvöld Norður-Kóreu héldu fram í dag að mikilvæg tilraun hafi verið framkvæmd í gær varðandi kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. 14. desember 2019 17:27