Besti leikmaður Olís deildarinnar ánægður með hrósið frá Gaupa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2019 11:00 Haukur Þrastarson tekur við verðlaunum sínum á Ölveri í gær. Skjámynd/S2 Sport Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður fyrri umferðar Olís-deildar karla í handbolta í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gær. Seinni bylgjan gerði upp fyrri hlutann í jólaþætti sínum sem fór fram á Ölver. Haukur mætti á hófið en var samt of ungur til að kaupa drykki á barnum því hann er bara átján ára gamall. Haukur varð Íslandsmeistari með Selfossi á síðustu leiktíð en hefur fengið meiri ábyrgð í vetur eftir að Elvar Örn Jónsson fór út í atvinnumennsku. „Við misstum mikið í Elvari fyrir þetta tímabil en aðrir leikmenn liðsins hafa stigið upp og það hafa líka margir ungir og óreyndir leikmenn fengið að stíga sín fyrstu skref. Þeir eru að fá mikilvæga reynslu og við höfum verið að spila ágætlega,“ sagði Haukur Þrastarson eftir að hann fékk verðlaunin. Haukur er í íslenska EM-hópnum hjá Guðmundi Guðmundssyni og það verður því lítið um frí á næstunni þótt að næsti deildarleikur Selfossliðsins sé ekki fyrr en í lok janúar. „Þar er mikil samkeppni um stöður í landsliðinu og þá sérstaklega inn á miðjunni. Planið hjá mér er að reyna að koma mér inn í hópinn og berjast um stöðu í liðinu,“ sagði Haukur. Guðjón Guðmundsson skrifaði í gær inn á Twitter að Haukur væri besti átján ára handboltamaður sem hann hafði séð á Íslandi og þar með betri en Ólafur Stefánsson, Aron Pálmarsson og Kristján Arason á sama aldri. „Það er alltaf skemmtilegt að fá hrós,“ sagði Haukur sem er á leiðinni til Póllands í atvinnumennsku eftir þetta tímabil. Er undirbúningur hafinn? „Nei, nei, ekkert ennþá en ég þarf kannski aðeins að fara að skoða pólskuna áður en ég fer út,“ sagði Haukur. Það má sjá hann fá verðlaunin hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Besti leikmaður fyrri hluta Olís deildar karla Seinni bylgjan valdi einnig úrvalslið fyrri hlutans en í því eiga þrjú lið tvo leikmenn. Selfoss, Afturelding og ÍR eiga öll tvo leikmenn en enginn leikmaður toppliðs Hauka var valinn. Sjöundi og síðasti leikmaður úrvalsliðsins kemur frá FH en það má sjá úrvalsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Úrvalslið fyrri hluta Olís deildar karla í handbolta Olís-deild karla Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður fyrri umferðar Olís-deildar karla í handbolta í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gær. Seinni bylgjan gerði upp fyrri hlutann í jólaþætti sínum sem fór fram á Ölver. Haukur mætti á hófið en var samt of ungur til að kaupa drykki á barnum því hann er bara átján ára gamall. Haukur varð Íslandsmeistari með Selfossi á síðustu leiktíð en hefur fengið meiri ábyrgð í vetur eftir að Elvar Örn Jónsson fór út í atvinnumennsku. „Við misstum mikið í Elvari fyrir þetta tímabil en aðrir leikmenn liðsins hafa stigið upp og það hafa líka margir ungir og óreyndir leikmenn fengið að stíga sín fyrstu skref. Þeir eru að fá mikilvæga reynslu og við höfum verið að spila ágætlega,“ sagði Haukur Þrastarson eftir að hann fékk verðlaunin. Haukur er í íslenska EM-hópnum hjá Guðmundi Guðmundssyni og það verður því lítið um frí á næstunni þótt að næsti deildarleikur Selfossliðsins sé ekki fyrr en í lok janúar. „Þar er mikil samkeppni um stöður í landsliðinu og þá sérstaklega inn á miðjunni. Planið hjá mér er að reyna að koma mér inn í hópinn og berjast um stöðu í liðinu,“ sagði Haukur. Guðjón Guðmundsson skrifaði í gær inn á Twitter að Haukur væri besti átján ára handboltamaður sem hann hafði séð á Íslandi og þar með betri en Ólafur Stefánsson, Aron Pálmarsson og Kristján Arason á sama aldri. „Það er alltaf skemmtilegt að fá hrós,“ sagði Haukur sem er á leiðinni til Póllands í atvinnumennsku eftir þetta tímabil. Er undirbúningur hafinn? „Nei, nei, ekkert ennþá en ég þarf kannski aðeins að fara að skoða pólskuna áður en ég fer út,“ sagði Haukur. Það má sjá hann fá verðlaunin hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Besti leikmaður fyrri hluta Olís deildar karla Seinni bylgjan valdi einnig úrvalslið fyrri hlutans en í því eiga þrjú lið tvo leikmenn. Selfoss, Afturelding og ÍR eiga öll tvo leikmenn en enginn leikmaður toppliðs Hauka var valinn. Sjöundi og síðasti leikmaður úrvalsliðsins kemur frá FH en það má sjá úrvalsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Úrvalslið fyrri hluta Olís deildar karla í handbolta
Olís-deild karla Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira