Ítölsku veggspjöldin gegn kynþáttafordómum sem gera heiminn orðlausan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2019 08:00 Myndir af veggspjöldunum umdeildu. Mynd/Twitter Sería A hneykslar marga með myndum af öpum á glænýjum baráttuspjöldum sínum gegn kynþáttafordómum. Kynþáttafordómar eru mikið vandamál á Ítalíu eins og hefur komið vel fram í mörgum myndum á síðustu vikum og mánuðum, allt frá hegðun áhorfenda upp í framsetningu á forsíðum íþróttablaða. Fáir áttu samt von á því að Sería A deildin sjálf myndi misstíga sig í þessum málum. Það má segja að deildin sjálf hafi klúðrað síðustu skrefum sínum all svakalega. An anti-racism campaign by Serie A has been criticised for using "misguided" posters of monkeys. Read more: https://t.co/fNRdYfUZ2n#bbcfootballpic.twitter.com/lAP19V7sYq— BBC Sport (@BBCSport) December 16, 2019 Sería A er að setja af stað nýja herferð gegn kynþáttafordómum og kynnti ný veggspjöld í gær. Sumir trúa því varla sem þeir sjá þar og telja um einstaklega klaufalega tilraun að ræða. Á veggspjöldunum þremur, sem voru kynnt í höfuðstöðvum deildarinnar í Mílanó, eru nefnilega myndir af öpum með málað andlit og undir stendur „Nei við rasisma“ „Einu sinni enn þá gerir ítalskur fótbolti heiminn orðlausan. Það er erfitt að sjá fyrir sér hvað forráðamenn Seríu A voru að hugsa með þessu eða við hverja þeir ráðfærðu sig,“ sagði í yfirlýsingu frá baráttusamtökunum Fare. „Í landi þar sem yfirvöldum mistekst að taka á kynþáttafordómum í hverri viku hefur Sería A sett af stað herferð sem lítur út eins og sjúkur brandari. Þessar myndir eru hneyksli. Þær hafa öfug áhrif og sjá til þess að menn halda áfram að gera lítið úr fólki af afrískum uppruna,“ segir enn fremur í yfirlýsingu Fare og þar kalla menn nú eftir raunverulegum aðgerðum: „Það er kominn tími fyrir framfarasinnuð félög í þessari deild til að láta heyra í sér.“ Serie A's new 'No to Racism' campaign. This is an absolute joke. pic.twitter.com/YektJx7cch— Football Tweet (@Football__Tweet) December 16, 2019 This is ridiculous, the way Seria A and the Italian media has handled themselves is not acceptable pic.twitter.com/bQqbYcFDlI— Androo Heeley (@andyheeley) December 16, 2019 Ítalía Ítalski boltinn Jafnréttismál Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Sería A hneykslar marga með myndum af öpum á glænýjum baráttuspjöldum sínum gegn kynþáttafordómum. Kynþáttafordómar eru mikið vandamál á Ítalíu eins og hefur komið vel fram í mörgum myndum á síðustu vikum og mánuðum, allt frá hegðun áhorfenda upp í framsetningu á forsíðum íþróttablaða. Fáir áttu samt von á því að Sería A deildin sjálf myndi misstíga sig í þessum málum. Það má segja að deildin sjálf hafi klúðrað síðustu skrefum sínum all svakalega. An anti-racism campaign by Serie A has been criticised for using "misguided" posters of monkeys. Read more: https://t.co/fNRdYfUZ2n#bbcfootballpic.twitter.com/lAP19V7sYq— BBC Sport (@BBCSport) December 16, 2019 Sería A er að setja af stað nýja herferð gegn kynþáttafordómum og kynnti ný veggspjöld í gær. Sumir trúa því varla sem þeir sjá þar og telja um einstaklega klaufalega tilraun að ræða. Á veggspjöldunum þremur, sem voru kynnt í höfuðstöðvum deildarinnar í Mílanó, eru nefnilega myndir af öpum með málað andlit og undir stendur „Nei við rasisma“ „Einu sinni enn þá gerir ítalskur fótbolti heiminn orðlausan. Það er erfitt að sjá fyrir sér hvað forráðamenn Seríu A voru að hugsa með þessu eða við hverja þeir ráðfærðu sig,“ sagði í yfirlýsingu frá baráttusamtökunum Fare. „Í landi þar sem yfirvöldum mistekst að taka á kynþáttafordómum í hverri viku hefur Sería A sett af stað herferð sem lítur út eins og sjúkur brandari. Þessar myndir eru hneyksli. Þær hafa öfug áhrif og sjá til þess að menn halda áfram að gera lítið úr fólki af afrískum uppruna,“ segir enn fremur í yfirlýsingu Fare og þar kalla menn nú eftir raunverulegum aðgerðum: „Það er kominn tími fyrir framfarasinnuð félög í þessari deild til að láta heyra í sér.“ Serie A's new 'No to Racism' campaign. This is an absolute joke. pic.twitter.com/YektJx7cch— Football Tweet (@Football__Tweet) December 16, 2019 This is ridiculous, the way Seria A and the Italian media has handled themselves is not acceptable pic.twitter.com/bQqbYcFDlI— Androo Heeley (@andyheeley) December 16, 2019
Ítalía Ítalski boltinn Jafnréttismál Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira