LeBron James bauð upp á tilþrifapakka og smá skot á „ungu“ strákana eftir sjöunda sigur Lakers í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2019 07:30 LeBron James var frábær í nótt. Getty/Kevin C. Cox LeBron James var mjög upptekinn þessa helgi en gaf sér þó tíma til að eiga stórleik í sigri Los Angeles Lakers á Atlanta Hawks í NBA-deildinni í nótt. LeBron James nýtti laugardaginn til að fljúga til Columbus í Ohio-fylki til þess að sjá son sinn spila en var kominn aftur til móts við liðið sitt í Atlanta í gær. LeBron James leiddi Lakers til 101-96 sigurs þar sem hann bauð upp á 32 stig, 13 fráköst, 7 stoðsendingar og 3 varin skot. Hann átti líka nokkrar þrumutroðslur í leiknum. Anthony Davis var með 27 stig og 13 fráköst. Þetta var sjöundi sigurleikur Lakers liðsins í röð og fjórtándi útisigur liðsins í röð. 32 PTS | 13 REB | 7 AST | 3 BLK@KingJames does it all in the @Lakers 14th straight road win! #LakeShowpic.twitter.com/3kOLgNLV4j— NBA (@NBA) December 16, 2019 James gæti mögulega notað eitthvað af tilþrifum næturinnar í tilþrifapakka ferilsins. „Stundum koma þau (tilþrifin) og stundum ekki. Ég reyni bara að njóta þess og hafa gaman að spila leikinn,“ sagði LeBron James. Það kom aldrei til greina hjá James að hvíla eins og nokkrar stjörnur deildarinnar eru farnir að gera reglulega. „Ég veit ekki hversu marga leiki ég á eftir á ferlinum. Ég veit ekki hversu margir krakkar mæta á leikinn til að sjá mig spila. Það er mín skylda að spila. Ef ég er heill þá spila ég,“ sagði LeBron James eftir leikinn og kannski nýtti hann tækifærið til að skjóta á sér mun yngri menn. L E B R O N Watch Free: https://t.co/gZ3mLZln8xpic.twitter.com/vZEUKhRnc6— NBA (@NBA) December 15, 2019 LeBron James er að verða 35 ára gamall í loka mánaðarins og er á sínu sautjánda ári í deildinni. Hann er með 25,9 stig og 10,8 stoðsendingar að meðaltali í leik til þessa í vetur en enginn hefur gefið fleiri stoðsendingar að meðaltali í leik. Með sigrinum jafnaði Los Angeles Lakers lið Milwaukee Bucks á toppnum yfir besta sigurhlutfall NBA deilarinnar í dag en bæði lið eru með 24 sigra og aðeins 3 tapleiki. SHOWTIME from every angle! pic.twitter.com/yX05szhnEU— NBA (@NBA) December 16, 2019 Úrslitin úr leikjum NBA í nótt: Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 96-101 Brooklyn Nets - Philadelphia 76ers 109-89 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 107-85 New Orleans Pelicans - Orlando Magic 119-130 Denver Nuggets - New York Knicks 111-105 Golden State Warriors - Sacramento Kings 79-100 @NikolaVucevic scores 20 PTS, helping the @OrlandoMagic come away victorious in his return to action! #MagicAboveAllpic.twitter.com/LzSFj9HKHc— NBA (@NBA) December 16, 2019 Nikola Jokic puts up 25 PTS, 10 REB, 5 AST in the @nuggets 3rd win in a row! #MileHighBasketballpic.twitter.com/BnjofxI2AX— NBA (@NBA) December 16, 2019 NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
LeBron James var mjög upptekinn þessa helgi en gaf sér þó tíma til að eiga stórleik í sigri Los Angeles Lakers á Atlanta Hawks í NBA-deildinni í nótt. LeBron James nýtti laugardaginn til að fljúga til Columbus í Ohio-fylki til þess að sjá son sinn spila en var kominn aftur til móts við liðið sitt í Atlanta í gær. LeBron James leiddi Lakers til 101-96 sigurs þar sem hann bauð upp á 32 stig, 13 fráköst, 7 stoðsendingar og 3 varin skot. Hann átti líka nokkrar þrumutroðslur í leiknum. Anthony Davis var með 27 stig og 13 fráköst. Þetta var sjöundi sigurleikur Lakers liðsins í röð og fjórtándi útisigur liðsins í röð. 32 PTS | 13 REB | 7 AST | 3 BLK@KingJames does it all in the @Lakers 14th straight road win! #LakeShowpic.twitter.com/3kOLgNLV4j— NBA (@NBA) December 16, 2019 James gæti mögulega notað eitthvað af tilþrifum næturinnar í tilþrifapakka ferilsins. „Stundum koma þau (tilþrifin) og stundum ekki. Ég reyni bara að njóta þess og hafa gaman að spila leikinn,“ sagði LeBron James. Það kom aldrei til greina hjá James að hvíla eins og nokkrar stjörnur deildarinnar eru farnir að gera reglulega. „Ég veit ekki hversu marga leiki ég á eftir á ferlinum. Ég veit ekki hversu margir krakkar mæta á leikinn til að sjá mig spila. Það er mín skylda að spila. Ef ég er heill þá spila ég,“ sagði LeBron James eftir leikinn og kannski nýtti hann tækifærið til að skjóta á sér mun yngri menn. L E B R O N Watch Free: https://t.co/gZ3mLZln8xpic.twitter.com/vZEUKhRnc6— NBA (@NBA) December 15, 2019 LeBron James er að verða 35 ára gamall í loka mánaðarins og er á sínu sautjánda ári í deildinni. Hann er með 25,9 stig og 10,8 stoðsendingar að meðaltali í leik til þessa í vetur en enginn hefur gefið fleiri stoðsendingar að meðaltali í leik. Með sigrinum jafnaði Los Angeles Lakers lið Milwaukee Bucks á toppnum yfir besta sigurhlutfall NBA deilarinnar í dag en bæði lið eru með 24 sigra og aðeins 3 tapleiki. SHOWTIME from every angle! pic.twitter.com/yX05szhnEU— NBA (@NBA) December 16, 2019 Úrslitin úr leikjum NBA í nótt: Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 96-101 Brooklyn Nets - Philadelphia 76ers 109-89 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 107-85 New Orleans Pelicans - Orlando Magic 119-130 Denver Nuggets - New York Knicks 111-105 Golden State Warriors - Sacramento Kings 79-100 @NikolaVucevic scores 20 PTS, helping the @OrlandoMagic come away victorious in his return to action! #MagicAboveAllpic.twitter.com/LzSFj9HKHc— NBA (@NBA) December 16, 2019 Nikola Jokic puts up 25 PTS, 10 REB, 5 AST in the @nuggets 3rd win in a row! #MileHighBasketballpic.twitter.com/BnjofxI2AX— NBA (@NBA) December 16, 2019
NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn