Dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar í dag.
Sýnt verður beint frá dráttunum á Stöð 2 Sport. Drátturinn í Meistaradeildina hefst klukkan 11:00 og drátturinn í Evrópudeildina klukkutíma síðar. Einnig verður hægt að fylgjast með dráttunum í beinni útsendingu á Vísi.
Heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram. Bein útsending frá Alexandra Palace í London hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 2.
Klukkan 20:30 hefst svo jólaþáttur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. Þátturinn verður í beinni útsendingu frá Ölveri í Glæsibæ.
Þar verður farið yfir fyrri hluta tímabilsins í Olís-deildunum í handbolta, verðlaun veitt og mikið um dýrðir.
Allar upplýsingar um beinar útsendingar og dagskrá sportrása Stöðvar 2 má sjá hér.
Beinar útsendingar í dag:
11:00 Dregið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, Stöð 2 Sport
12:00 Dregið í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar, Stöð 2 Sport
19:00 HM í pílukasti, Stöð 2 Sport 2
20:30 Seinni bylgjan, Stöð 2 Sport

