Kallar eftir sjálfsskoðun Verkamannaflokksins Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2019 07:24 Jeremy Corbyn segir að stefnumál flokksins hafi breytt pólitíska landslaginu á Bretlandi. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segist axla ábyrgð á afhroði flokksins í þingkosningum vikunnar í Bretlandi. Hann telur að flokkurinn hafi tapað verulega á hvernig haldið var á Brexit-málum innan hans og kjósendur hafi talið Verkamannaflokkinn hikandi og að reyna að biðla til beggja fylkinga. Þar að auki kennir hann fjölmiðlum, hruninu 2008, dreifingu auðs og óheiðarleika Boris Johnson um ósigurinn.Verkamannaflokkurinn fékk 203 sæti, tapaði 59, og fékk því sína verstu kosningu frá árinu 1935. Verkamannaflokkurinn tapaði í kjördæmum í norðurhluta Englands sem hafa verið „eign“ verkamanna um áratugaskeið eða jafnvel alltaf. Corbyn er þó viss um að Verkamannaflokkurinn hafi verið réttu megin við málefnin, ef svo má að orði komast, og að stefnumál flokksins hafi breytt pólitíska landslaginu á Bretlandi. Þá gefur hann í skyn að ef úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefði ekki verið til staðar, væri hann nú forsætisráðherra. „Það er engin spurning að stefnumál okkar eru vinsæl,“ skrifaði Corbyn meðal annars í grein sem birt var á vef Guardian í gær. Þá velti hann upp þeirri spurningu hvernig Verkamannaflokkurinn gæti notað reynsluna af þessum kosningum til árangurs í framtíðinni.Því hafi hann kallað eftir sjálfsskoðun Verkamannaflokksins. Þetta er í fyrsta sinn sem Corbyn tjáir sig um ósigurinn með ítarlegum hætti en innan Verkamannaflokksins eru hávær köll um að hann stígi til hliðar, sem hann hefur sagst ætla að gera. Fyrst þurfi þó að velja nýjan leiðtoga. Sunday Times (áskriftarvefur) segir að Corbyn ætli ekki að hætta fyrr en í apríl í fyrsta lagi. Þar sem val á nýjum leiðtoga muni taka einhvern tíma. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segist axla ábyrgð á afhroði flokksins í þingkosningum vikunnar í Bretlandi. Hann telur að flokkurinn hafi tapað verulega á hvernig haldið var á Brexit-málum innan hans og kjósendur hafi talið Verkamannaflokkinn hikandi og að reyna að biðla til beggja fylkinga. Þar að auki kennir hann fjölmiðlum, hruninu 2008, dreifingu auðs og óheiðarleika Boris Johnson um ósigurinn.Verkamannaflokkurinn fékk 203 sæti, tapaði 59, og fékk því sína verstu kosningu frá árinu 1935. Verkamannaflokkurinn tapaði í kjördæmum í norðurhluta Englands sem hafa verið „eign“ verkamanna um áratugaskeið eða jafnvel alltaf. Corbyn er þó viss um að Verkamannaflokkurinn hafi verið réttu megin við málefnin, ef svo má að orði komast, og að stefnumál flokksins hafi breytt pólitíska landslaginu á Bretlandi. Þá gefur hann í skyn að ef úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefði ekki verið til staðar, væri hann nú forsætisráðherra. „Það er engin spurning að stefnumál okkar eru vinsæl,“ skrifaði Corbyn meðal annars í grein sem birt var á vef Guardian í gær. Þá velti hann upp þeirri spurningu hvernig Verkamannaflokkurinn gæti notað reynsluna af þessum kosningum til árangurs í framtíðinni.Því hafi hann kallað eftir sjálfsskoðun Verkamannaflokksins. Þetta er í fyrsta sinn sem Corbyn tjáir sig um ósigurinn með ítarlegum hætti en innan Verkamannaflokksins eru hávær köll um að hann stígi til hliðar, sem hann hefur sagst ætla að gera. Fyrst þurfi þó að velja nýjan leiðtoga. Sunday Times (áskriftarvefur) segir að Corbyn ætli ekki að hætta fyrr en í apríl í fyrsta lagi. Þar sem val á nýjum leiðtoga muni taka einhvern tíma.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira