Vegan búðin segist ekki hafa hrakið hestvagna úr jólaþorpinu Sylvía Hall skrifar 14. desember 2019 14:02 Jólaþorpið í Hafnarfirði er viðkomustaður margra í desember. Nú verður breyting á dagskrá hestvagnaferða. Hafnarfjarðarbær Vegan búðin hefur birt yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem því er hafnað að hestvagnar hefðu verið bannaðir í jólaþorpinu vegna búðarinnar og viðskiptavina hennar. Bettina Wunsch, sem hefur staðið fyrir því að mæta með hestvagn fyrir börn sem skoða jólaþorpið, greindi frá því á Facebook að vagninn hefði verið bannaður vegna „hneykslunar“ viðskipavina Vegan búðarinnar. Skjáskot Mikil umræða um málið skapaðist á hópnum Vegan Ísland, þá sérstaklega eftir að verslunin Álfagull sagðist harma þessa ákvörðun og tók fram að ástæðan væri kvartanir viðskiptavina Veganbúðarinnar. Í yfirlýsingu Vegan búðarinnar kemur fram að ákvörðunin hafi alfarið verið á vegum Hafnarfjarðarbæjar. „Ekkert af þessari umræðu hefur verið á forsendum grænkera eða Vegan búðarinnar og mikið hefur komið fram af rangfærslum og misskilningi um þetta mál. Ákvörðun um að breyta dagskrá hestvagnsins var tekin af fulltrúum Hafnarfjarðar í gær og ákvörðun tilkynnt eiganda hestanna. Hún birti tilkynningu þess efnis á sínum Facebook aðgangi áður en bærinn hafði birt upplýsingar um ákvörðunina eða rökstuðning um hana. Í kjölfarið hófst mikill stormur og hefur svívirðingum, hatri og hótunum rignt yfir bæði Vegan búðina og grænkera almennt,“ segir í yfirlýsingunni. Viðskiptavinir og grænkerar skoruðu á Hafnarfjarðarbæ Vegan búðin segist ekki hafa verið beðin um rökstuðning né veittur kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og það sama gildi um Hafnarfjarðarbæ. Þá hafi bæjarfulltrúi sagt í gær að fjarvera hestanna í dag sé vegna frosts en að öðru leyti sé áætluð einhver breyting á dagskrá hestanna. „Það rétta er að eftir fjölda áskorana frá viðskiptavinum og grænkerum komu eigendur Vegan búðarinnar athugasemdum á framfæri við Hafnarfjarðarbæ sem að eigin frumkvæði breytti áætlunum hestvagnsins.“ Vegan búðin vonar jafnframt að Hafnarfjarðarbær stígi fram með frekari upplýsingar varðandi breytingar á dagskrá hestanna og rökstuðning vegna ákvörðunarinnar. Ábendingar grænkera hafi þó ekki snúist um andstöðu við það að halda dýr og þau séu ekki að saka neinn um dýraníð. „Það að vera ósátt við kerfið og hvernig hlutunum hefur verið og er enn háttað hefur ekkert að gera með fólk sem elskar hestana sína. Það að óska þess að dýr verði ekki framar notuð í afþreyingarskyni er skoðun sem komið var á framfæri. Engir einstaklingar hafa verið sakaðir um dýraníð og ekkert þeirra sem lýsti skoðun sinni á þessari venju efast um góðvild hesteigandans eða vilja hennar til að hugsa vel um dýrin sín.“ Hafnarfjörður Jól Vegan Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Vegan búðin hefur birt yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem því er hafnað að hestvagnar hefðu verið bannaðir í jólaþorpinu vegna búðarinnar og viðskiptavina hennar. Bettina Wunsch, sem hefur staðið fyrir því að mæta með hestvagn fyrir börn sem skoða jólaþorpið, greindi frá því á Facebook að vagninn hefði verið bannaður vegna „hneykslunar“ viðskipavina Vegan búðarinnar. Skjáskot Mikil umræða um málið skapaðist á hópnum Vegan Ísland, þá sérstaklega eftir að verslunin Álfagull sagðist harma þessa ákvörðun og tók fram að ástæðan væri kvartanir viðskiptavina Veganbúðarinnar. Í yfirlýsingu Vegan búðarinnar kemur fram að ákvörðunin hafi alfarið verið á vegum Hafnarfjarðarbæjar. „Ekkert af þessari umræðu hefur verið á forsendum grænkera eða Vegan búðarinnar og mikið hefur komið fram af rangfærslum og misskilningi um þetta mál. Ákvörðun um að breyta dagskrá hestvagnsins var tekin af fulltrúum Hafnarfjarðar í gær og ákvörðun tilkynnt eiganda hestanna. Hún birti tilkynningu þess efnis á sínum Facebook aðgangi áður en bærinn hafði birt upplýsingar um ákvörðunina eða rökstuðning um hana. Í kjölfarið hófst mikill stormur og hefur svívirðingum, hatri og hótunum rignt yfir bæði Vegan búðina og grænkera almennt,“ segir í yfirlýsingunni. Viðskiptavinir og grænkerar skoruðu á Hafnarfjarðarbæ Vegan búðin segist ekki hafa verið beðin um rökstuðning né veittur kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og það sama gildi um Hafnarfjarðarbæ. Þá hafi bæjarfulltrúi sagt í gær að fjarvera hestanna í dag sé vegna frosts en að öðru leyti sé áætluð einhver breyting á dagskrá hestanna. „Það rétta er að eftir fjölda áskorana frá viðskiptavinum og grænkerum komu eigendur Vegan búðarinnar athugasemdum á framfæri við Hafnarfjarðarbæ sem að eigin frumkvæði breytti áætlunum hestvagnsins.“ Vegan búðin vonar jafnframt að Hafnarfjarðarbær stígi fram með frekari upplýsingar varðandi breytingar á dagskrá hestanna og rökstuðning vegna ákvörðunarinnar. Ábendingar grænkera hafi þó ekki snúist um andstöðu við það að halda dýr og þau séu ekki að saka neinn um dýraníð. „Það að vera ósátt við kerfið og hvernig hlutunum hefur verið og er enn háttað hefur ekkert að gera með fólk sem elskar hestana sína. Það að óska þess að dýr verði ekki framar notuð í afþreyingarskyni er skoðun sem komið var á framfæri. Engir einstaklingar hafa verið sakaðir um dýraníð og ekkert þeirra sem lýsti skoðun sinni á þessari venju efast um góðvild hesteigandans eða vilja hennar til að hugsa vel um dýrin sín.“
Hafnarfjörður Jól Vegan Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira