Ráðherrar funda með Dalvíkingum við kertaljós og skipa starfshóp Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. desember 2019 14:17 Katrín bæjarstjóri á Dalvík ræðir við forsætisráðherra, samgönguráðherra, sjávarútvegsráðherra, dómsmálaráðherra og iðnaðarráðherra. Vísir/BirgirO Fimm úr ráðherrateymi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur funduðu með bæjarfulltrúum og fulltrúum úr atvinnulífinu á Dalvík klukkan tvö í dag. Fundurinn fór fram við kertaljós sem var bæði táknrænt í ljósi rafmagnsleysisins sem verið hefur í Fjallabyggð, Dalvík og nærliggjandi svæðum en sömuleiðis til að spara rafmagn. Fjölmiðlar fengu að fylgjast með upphafi fundar en síðan hafa umræður farið fram á lokuðum fundi. Ráðherrar hafa spurt Katrínu Sigurjónsdóttur út í ástandið undanfarna daga og hvernig viðbrögð hafa verið á svæðinu en ýmislegt hefur gengið á. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að skipa starfshóp fimm ráðuneyta sem verður falið að meta hvaða aðgerðir séu færar til að efla innviði í flutnings- og dreifikerfi raforku og fjarskiptum til að tryggja að slíkir grunninnviðir séu í stakk búnir til að takast á við ofsaveður á borð við það sem geysaði á landinu undanfarna sólarhringa. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu mun leiða vinnu starfshópsins. Miðað er við að hann skili tillögums ínum fyrir 1. mars 2020. Til viðbótar við öryggi í raforku og fjarskiptum mun hópurinn skoða samgöngur, byggðamál og dreifikerfi ríkisútvarpsins. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að það sé mat ríkisstjórnarinnar að tryggir samfélagslegir innviðir lúti að þjóðaröryggi. Starfshópurinn mun beina athygli sinni sérstaklega að afhendingaröryggi raforku. Þannig verður kallað eftir skýrslum og greiningum af hálfu Landsnets og dreifiveitna á því tjóni hlaust af óveðrinu á þiðjudag og miðvikudag. Ríkisstjórnin vill vita hvernig fyrirtækin undirbjuggu sig, hvernig unnið var í samræmi við fyrirliggjandi viðbragðsáætlanir fyrirtækjanna og hvað hefði mátt betur fara. Starfshópnum er falið að greina upplýsingar og koma fram með tillögur að úrbótum sem geta eflt flutnings- og dreifikerfi raforku þannig að það geti betur mætt ofsaveðrum og öðrum áföllum. Þar með verði unnt að lágmarka það samfélagslega- og efnahagslega tjón sem hlýst af langvarandi og víðtæku rafmagnsleysi á tilteknum landsvæðum. Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Fimm úr ráðherrateymi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur funduðu með bæjarfulltrúum og fulltrúum úr atvinnulífinu á Dalvík klukkan tvö í dag. Fundurinn fór fram við kertaljós sem var bæði táknrænt í ljósi rafmagnsleysisins sem verið hefur í Fjallabyggð, Dalvík og nærliggjandi svæðum en sömuleiðis til að spara rafmagn. Fjölmiðlar fengu að fylgjast með upphafi fundar en síðan hafa umræður farið fram á lokuðum fundi. Ráðherrar hafa spurt Katrínu Sigurjónsdóttur út í ástandið undanfarna daga og hvernig viðbrögð hafa verið á svæðinu en ýmislegt hefur gengið á. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að skipa starfshóp fimm ráðuneyta sem verður falið að meta hvaða aðgerðir séu færar til að efla innviði í flutnings- og dreifikerfi raforku og fjarskiptum til að tryggja að slíkir grunninnviðir séu í stakk búnir til að takast á við ofsaveður á borð við það sem geysaði á landinu undanfarna sólarhringa. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu mun leiða vinnu starfshópsins. Miðað er við að hann skili tillögums ínum fyrir 1. mars 2020. Til viðbótar við öryggi í raforku og fjarskiptum mun hópurinn skoða samgöngur, byggðamál og dreifikerfi ríkisútvarpsins. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að það sé mat ríkisstjórnarinnar að tryggir samfélagslegir innviðir lúti að þjóðaröryggi. Starfshópurinn mun beina athygli sinni sérstaklega að afhendingaröryggi raforku. Þannig verður kallað eftir skýrslum og greiningum af hálfu Landsnets og dreifiveitna á því tjóni hlaust af óveðrinu á þiðjudag og miðvikudag. Ríkisstjórnin vill vita hvernig fyrirtækin undirbjuggu sig, hvernig unnið var í samræmi við fyrirliggjandi viðbragðsáætlanir fyrirtækjanna og hvað hefði mátt betur fara. Starfshópnum er falið að greina upplýsingar og koma fram með tillögur að úrbótum sem geta eflt flutnings- og dreifikerfi raforku þannig að það geti betur mætt ofsaveðrum og öðrum áföllum. Þar með verði unnt að lágmarka það samfélagslega- og efnahagslega tjón sem hlýst af langvarandi og víðtæku rafmagnsleysi á tilteknum landsvæðum.
Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53
Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent