Mótmælendur myrtu sextán ára dreng hrottalega Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2019 11:53 Frá mótmælum á Tahrir-torgi í gær. AP/Khalid Mohammed Hópur mótmælenda í Baghdad í Írak myrti sextán ára dreng á hrottalegan hátt. Hópurinn taldi, ranglega, að drengurinn hefði skotið á þau en hann hafði skotið úr skammbyssu upp í loftið til að reyna að fæla fólkið frá heimili fjölskyldu hans. Drengurinn var barinn, dreginn um götur Baghdad, stunginn sautján sinnum, hengdur upp í umferðarljós á ökklunum og skorinn á háls. Myndbönd af morðinu hrottalega sýna lögregluþjóna í þvögunni, samkvæmt frétt New York Times.Skömmu áður höfðu sex manns verið skotnir til bana og virðist sem að mótmælendurnir hafi talið drenginn hafa skotið fólkið. Undanfarnar vikur hafa umfangsmikil mótmæli staðið fyrir í Írak vegna spillingar og vanmáttar yfirvalda. Á þessum vikum hafa mótmælendur orðið fyrir miklu ofbeldi og rúmlega 400 hafa verið skotnir til bana af vopnuðum mönnum og öryggissveitum. Síðasta föstudag dóu 25 mótmælendur í Baghdad þegar menn á pallbílum skutu á þá. Þar að auki hafa leiðtogar mótmælenda verið myrtir og þeim rænt á undanförnum dögum. Mótmælendur kenna vopnuðum sveitum sem studdar eru af Íran um morðin. Klerkurinn Muqtada al-Sadr kallaði þá sem myrtu drenginn „hryðjuverkamenn“ og hefur sagt að verði ekki búið að bera kennsl á morðingjanna innan tveggja sólarhringa muni sveitir hans hætta að vernda mótmælendur. Leiðtogar mótmælanna hafa sömuleiðis fordæmt morðið. NYT segir drenginn, sem hét Haitham Ali Ismael, hafa ítrekað gagnrýnt mótmælendur síðustu daga og reynt að reka þá af götu við hlið heimilis fjölskyldu hans. Í gær fór hann hins vegar upp á þak hússins og skaut nokkrum skotum upp í loftið. Stór hópur mótmælenda ruddi sér þá leið inn í húsið þar sem hann var stunginn til bana og dreginn út á götu. Vitni segist hafa séð hópinn hengja lík drengsins upp og skera það svo niður seinna meir. Þá hafi því verið kastað á pall lögreglubíls og þar hafi einhverjir skorið líkið á háls. Einnig var rætt við yfirmann hjá lögreglunni sem segir að lögregluþjónar á svæðinu hafi ekkert getað gert. Þeir hefðu verið of fáir og mótmælendahópurinn of fjölmennur. Írak Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira
Hópur mótmælenda í Baghdad í Írak myrti sextán ára dreng á hrottalegan hátt. Hópurinn taldi, ranglega, að drengurinn hefði skotið á þau en hann hafði skotið úr skammbyssu upp í loftið til að reyna að fæla fólkið frá heimili fjölskyldu hans. Drengurinn var barinn, dreginn um götur Baghdad, stunginn sautján sinnum, hengdur upp í umferðarljós á ökklunum og skorinn á háls. Myndbönd af morðinu hrottalega sýna lögregluþjóna í þvögunni, samkvæmt frétt New York Times.Skömmu áður höfðu sex manns verið skotnir til bana og virðist sem að mótmælendurnir hafi talið drenginn hafa skotið fólkið. Undanfarnar vikur hafa umfangsmikil mótmæli staðið fyrir í Írak vegna spillingar og vanmáttar yfirvalda. Á þessum vikum hafa mótmælendur orðið fyrir miklu ofbeldi og rúmlega 400 hafa verið skotnir til bana af vopnuðum mönnum og öryggissveitum. Síðasta föstudag dóu 25 mótmælendur í Baghdad þegar menn á pallbílum skutu á þá. Þar að auki hafa leiðtogar mótmælenda verið myrtir og þeim rænt á undanförnum dögum. Mótmælendur kenna vopnuðum sveitum sem studdar eru af Íran um morðin. Klerkurinn Muqtada al-Sadr kallaði þá sem myrtu drenginn „hryðjuverkamenn“ og hefur sagt að verði ekki búið að bera kennsl á morðingjanna innan tveggja sólarhringa muni sveitir hans hætta að vernda mótmælendur. Leiðtogar mótmælanna hafa sömuleiðis fordæmt morðið. NYT segir drenginn, sem hét Haitham Ali Ismael, hafa ítrekað gagnrýnt mótmælendur síðustu daga og reynt að reka þá af götu við hlið heimilis fjölskyldu hans. Í gær fór hann hins vegar upp á þak hússins og skaut nokkrum skotum upp í loftið. Stór hópur mótmælenda ruddi sér þá leið inn í húsið þar sem hann var stunginn til bana og dreginn út á götu. Vitni segist hafa séð hópinn hengja lík drengsins upp og skera það svo niður seinna meir. Þá hafi því verið kastað á pall lögreglubíls og þar hafi einhverjir skorið líkið á háls. Einnig var rætt við yfirmann hjá lögreglunni sem segir að lögregluþjónar á svæðinu hafi ekkert getað gert. Þeir hefðu verið of fáir og mótmælendahópurinn of fjölmennur.
Írak Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira