Corbyn ekki í brúnni í næstu kosningum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2019 07:11 Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, var að vonum ánægður í nótt þegar útgönguspár báru með sér stórsigur flokksins. Getty/Chris J Ratcliffe Boris Johnson og Íhaldsflokkur hans unnu stórsigur í þingkosningunum sem fram fóru á Bretlandi í gær. Verkamannaflokkurinn beið afhroð og tapaði í kjördæmum í norðurhluta Englands sem hafa verið „eign“ verkamanna um áratugaskeið eða jafnvel alltaf. Formaður flokksins segist ekki ætla að vera við stjórnvölinn næst þegar gengið verður að kjörkössunum. Aðeins á eftir að telja í nokkrum kjördæmum og eins og staðan er nú er líklegt talið að Íhaldsmenn hafi hlotið 363 þingmenn, bætt við sig 47 frá síðustu kosningum. 323 þingmenn þarf til að mynda meirihluta og því ljóst að Íhaldsmenn ná því í og gott betur. Allt virðist stefna í stærsta meirihluti þeirra síðan Margrét Thatcher vann sigur árið 1987. Það mun gera Johnson forsætisráðherra kleift að ljúka við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, sem var hans helsta kosningaloforð. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, var að sama skapi afar óánægður með úrslit kosninganna. Verkamannaflokkurinn virðist ætla að fá 203 þingmenn, 53 þingmönnum færra en í síðustu kosningum. Afhroð segja greinendur. Corbyn hefur þegar gefið það út að hann ætli sér ekki að leiða flokkinn í næstu kosningum. Hann sagði þó ekki af sér en háværar raddir heyrast nú innan úr flokknum sem krefjast þess að hann víki hið snarasta. Skoski þjóðarflokkurinn vann síðan stórsigur þar í landi og bætti enn við sig þingsætum, sem þýðir að krafan um aðra atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota verður nú enn háværari, Johnson til lítillar gleði. Sem stendur er hann með 48 þingsæti sem er bæting um 13 þingmenn.Hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu frá kosningavöku Sky News, sem stendur enn yfir. Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt útgönguspá BBC Útgönguspá sem kynnt var nú klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. 12. desember 2019 22:08 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Boris Johnson og Íhaldsflokkur hans unnu stórsigur í þingkosningunum sem fram fóru á Bretlandi í gær. Verkamannaflokkurinn beið afhroð og tapaði í kjördæmum í norðurhluta Englands sem hafa verið „eign“ verkamanna um áratugaskeið eða jafnvel alltaf. Formaður flokksins segist ekki ætla að vera við stjórnvölinn næst þegar gengið verður að kjörkössunum. Aðeins á eftir að telja í nokkrum kjördæmum og eins og staðan er nú er líklegt talið að Íhaldsmenn hafi hlotið 363 þingmenn, bætt við sig 47 frá síðustu kosningum. 323 þingmenn þarf til að mynda meirihluta og því ljóst að Íhaldsmenn ná því í og gott betur. Allt virðist stefna í stærsta meirihluti þeirra síðan Margrét Thatcher vann sigur árið 1987. Það mun gera Johnson forsætisráðherra kleift að ljúka við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, sem var hans helsta kosningaloforð. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, var að sama skapi afar óánægður með úrslit kosninganna. Verkamannaflokkurinn virðist ætla að fá 203 þingmenn, 53 þingmönnum færra en í síðustu kosningum. Afhroð segja greinendur. Corbyn hefur þegar gefið það út að hann ætli sér ekki að leiða flokkinn í næstu kosningum. Hann sagði þó ekki af sér en háværar raddir heyrast nú innan úr flokknum sem krefjast þess að hann víki hið snarasta. Skoski þjóðarflokkurinn vann síðan stórsigur þar í landi og bætti enn við sig þingsætum, sem þýðir að krafan um aðra atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota verður nú enn háværari, Johnson til lítillar gleði. Sem stendur er hann með 48 þingsæti sem er bæting um 13 þingmenn.Hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu frá kosningavöku Sky News, sem stendur enn yfir.
Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt útgönguspá BBC Útgönguspá sem kynnt var nú klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. 12. desember 2019 22:08 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt útgönguspá BBC Útgönguspá sem kynnt var nú klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. 12. desember 2019 22:08