Pavel: Verð að koma boltanum oftar ofan í körfuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2019 21:36 Pavel í baráttu við Michael Craion og Helga Má Magnússon. vísir/vilhelm Pavel Ermonlinskij lék sinn fyrsta leik í búningi Vals í DHL-höllinni í kvöld. Hann sótti þó ekki gull í greipar sinna gömlu félaga því KR vann ellefu stiga sigur, 87-76. „Þetta eru mikil vonbrigði. Við þurftum á sigri að halda en töpuðum,“ sagði Pavel í samtali við Vísi eftir leik. Hann sagði að ýmislegt hafi vantað upp á hjá Val í kvöld. „KR-liðið er takmarkað í dag en þetta er það sem þeir geta, skotið fyrir utan og þeir fengu að gera það í dag. Í sókninni vantaði okkur nokkrar körfur,“ sagði Pavel sem hitti aðeins úr tveimur af ellefu skotum sínum í leiknum. Hann tók þó 18 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. „Ég verð aldrei stigakóngur í þessari deild en fjandinn hafi það, ég verð að koma boltanum oftar ofan í körfuna.“ Valur hefur tapað sex leikjum í röð og er í 10. sæti Domino‘s deildarinnar. „Auðvitað er minna sjálfstraust en þegar við vinnum. Við erum að tapa og menn eru fljótir að detta niður þegar það gengur illa. Það er minna sjálfstraust í liðinu en þú færð það ekki nema með sigrum. Þetta er vítahringur. Þú þarft sjálfstraust til að vinna og þú færð sjálfstraust með því að vinna,“ sagði Pavel. En hvernig var að spila á gamla heimavellinum, á móti liðinu sem Pavel vann sjö Íslandsmeistaratitla með? „Það var fínt, gaman. Þetta var ekki jafn tilfinningamikið og fólk myndi halda. Ég nálgaðist leikinn bara út frá því að mig langaði í sigur, hvort sem það var á móti KR eða grænlenska landsliðinu. Ég pældi ekkert í því hvar ég var að spila,“ sagði Pavel að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Valur 87-76 | Tap hjá Pavel í endurkomunni Valur tapaði enn einum leiknum en KR er komið aftur á beinu brautina. 12. desember 2019 21:30 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Rooney bað Coleen á bensínstöð Enski boltinn Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira
Pavel Ermonlinskij lék sinn fyrsta leik í búningi Vals í DHL-höllinni í kvöld. Hann sótti þó ekki gull í greipar sinna gömlu félaga því KR vann ellefu stiga sigur, 87-76. „Þetta eru mikil vonbrigði. Við þurftum á sigri að halda en töpuðum,“ sagði Pavel í samtali við Vísi eftir leik. Hann sagði að ýmislegt hafi vantað upp á hjá Val í kvöld. „KR-liðið er takmarkað í dag en þetta er það sem þeir geta, skotið fyrir utan og þeir fengu að gera það í dag. Í sókninni vantaði okkur nokkrar körfur,“ sagði Pavel sem hitti aðeins úr tveimur af ellefu skotum sínum í leiknum. Hann tók þó 18 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. „Ég verð aldrei stigakóngur í þessari deild en fjandinn hafi það, ég verð að koma boltanum oftar ofan í körfuna.“ Valur hefur tapað sex leikjum í röð og er í 10. sæti Domino‘s deildarinnar. „Auðvitað er minna sjálfstraust en þegar við vinnum. Við erum að tapa og menn eru fljótir að detta niður þegar það gengur illa. Það er minna sjálfstraust í liðinu en þú færð það ekki nema með sigrum. Þetta er vítahringur. Þú þarft sjálfstraust til að vinna og þú færð sjálfstraust með því að vinna,“ sagði Pavel. En hvernig var að spila á gamla heimavellinum, á móti liðinu sem Pavel vann sjö Íslandsmeistaratitla með? „Það var fínt, gaman. Þetta var ekki jafn tilfinningamikið og fólk myndi halda. Ég nálgaðist leikinn bara út frá því að mig langaði í sigur, hvort sem það var á móti KR eða grænlenska landsliðinu. Ég pældi ekkert í því hvar ég var að spila,“ sagði Pavel að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Valur 87-76 | Tap hjá Pavel í endurkomunni Valur tapaði enn einum leiknum en KR er komið aftur á beinu brautina. 12. desember 2019 21:30 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Rooney bað Coleen á bensínstöð Enski boltinn Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Sjá meira
Umfjöllun: KR - Valur 87-76 | Tap hjá Pavel í endurkomunni Valur tapaði enn einum leiknum en KR er komið aftur á beinu brautina. 12. desember 2019 21:30