Segir ganga hægt að semja um þinglok Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2019 17:15 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi gengið hægt að semja um dagskrá þingsins nú síðustu dagana fyrir áætluð þinglok. Hann segir þingflokk Samfylkingarinnar ekki leggjast gegn því að fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur verði tekið á dagskrá fyrir jólahlé. Mikill hasar var á Alþingi í gær og í fyrradag þar sem tekist var meðal annars á um dagskrá þingsins og ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir hversu seint mörg af hennar málum hafi komið til þingsins. Líkt og fram hefur komið beitti stjórnarandstaðan til að mynda þeim brögðum á mánudaginn að sniðganga atkvæðagreiðslur sem forseti Alþingis gagnrýndi harðlega. „Við í stjórnarandstöðunni höfum reynt að vera málefnaleg í okkar kröfum, við leggjum auðvitað áherslu á það að við fáum eitthvað af okkar þingmálum í gegn, við héldum nú hér uppi störfum langt fram eftir hausti af því að stjórnarmál komu fá og seint inn og okkur finnst eðlilegt að það sé hlustað á það,“ segir Logi.En er málefnalegt að sniðganga atkvæðagreiðslur til að reyna að ná því fram? „Stundum, ef að þú ert í samræðum við einstaklinga sem að í rauninni annað hvort hlusta ekki eða mæta fund eftir fund með nýjar og mjög óvæntar kröfur og óskir þá verðum við auðvitað að nota okkar meðul sem við eigum til þess að á okkur sé hlustað,“ svarar Logi. Eitt þeirra mála ríkisstjórnarinnar sem voru það seint fram komin að samþykkja þarf afbrigði til að taka á dagskrá er fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. Logi segir sinn þingflokk ekki standa í vegi fyrir því að það mál verði tekið á dagskrá. „Við höfum ekki gert neinar kröfur um að það komi ekki fram. Það held ég að hljóti að vera bara innanhússátök í stjórnarliðinu og það er vel þekkt að þar er ágreiningur og ég held að málið tefjist nú fyrst og fremst útaf því,“ segir Logi. Alþingi Fjölmiðlar Samfylkingin Tengdar fréttir Hópur þingmanna „annars staðar en hann átti að vera“ Forseti Alþingis segir uppátæki stjórnarandstöðunnar, sem ákvað að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær, vera skírt brot á þingskaparlögum. Þetta eigi sér fá fordæmi og vonar hann að þessi uppákoma endurtaki sig ekki. 10. desember 2019 13:23 Tvísýnt um hvort fjölmiðlafrumvarp komist á dagskrá fyrir jól Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra var á dagskrá Alþingis á mánudaginn en var tekið af dagskrá eftir að stjórnarandstaðan greip á það ráð að sniðganga atkvæðagreiðslur. 11. desember 2019 13:24 Tekist á um dagskrá þingfunda fyrir jólafrí Þrjú mál, sem voru á dagskrá þingfundar í dag, voru tekin út af dagskrá fundarins nú undir kvöld eftir að stjórnarandstaðan hafði sniðgengið atkvæðagreiðslur á Alþingi til að reyna að fá forseta Alþingis til að semja við sig um hvaða mál komist á dagskrá þingsins fyrir jólahlé. 9. desember 2019 19:06 Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. 9. desember 2019 16:29 Upp úr sauð á Alþingi: Þingmenn sakaðir um ómerkilegheit og skítlega framkomu Það var mikill hasar og læti við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta og um atkvæðagreiðslu um afbrigði. 10. desember 2019 14:44 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi gengið hægt að semja um dagskrá þingsins nú síðustu dagana fyrir áætluð þinglok. Hann segir þingflokk Samfylkingarinnar ekki leggjast gegn því að fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur verði tekið á dagskrá fyrir jólahlé. Mikill hasar var á Alþingi í gær og í fyrradag þar sem tekist var meðal annars á um dagskrá þingsins og ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir hversu seint mörg af hennar málum hafi komið til þingsins. Líkt og fram hefur komið beitti stjórnarandstaðan til að mynda þeim brögðum á mánudaginn að sniðganga atkvæðagreiðslur sem forseti Alþingis gagnrýndi harðlega. „Við í stjórnarandstöðunni höfum reynt að vera málefnaleg í okkar kröfum, við leggjum auðvitað áherslu á það að við fáum eitthvað af okkar þingmálum í gegn, við héldum nú hér uppi störfum langt fram eftir hausti af því að stjórnarmál komu fá og seint inn og okkur finnst eðlilegt að það sé hlustað á það,“ segir Logi.En er málefnalegt að sniðganga atkvæðagreiðslur til að reyna að ná því fram? „Stundum, ef að þú ert í samræðum við einstaklinga sem að í rauninni annað hvort hlusta ekki eða mæta fund eftir fund með nýjar og mjög óvæntar kröfur og óskir þá verðum við auðvitað að nota okkar meðul sem við eigum til þess að á okkur sé hlustað,“ svarar Logi. Eitt þeirra mála ríkisstjórnarinnar sem voru það seint fram komin að samþykkja þarf afbrigði til að taka á dagskrá er fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra. Logi segir sinn þingflokk ekki standa í vegi fyrir því að það mál verði tekið á dagskrá. „Við höfum ekki gert neinar kröfur um að það komi ekki fram. Það held ég að hljóti að vera bara innanhússátök í stjórnarliðinu og það er vel þekkt að þar er ágreiningur og ég held að málið tefjist nú fyrst og fremst útaf því,“ segir Logi.
Alþingi Fjölmiðlar Samfylkingin Tengdar fréttir Hópur þingmanna „annars staðar en hann átti að vera“ Forseti Alþingis segir uppátæki stjórnarandstöðunnar, sem ákvað að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær, vera skírt brot á þingskaparlögum. Þetta eigi sér fá fordæmi og vonar hann að þessi uppákoma endurtaki sig ekki. 10. desember 2019 13:23 Tvísýnt um hvort fjölmiðlafrumvarp komist á dagskrá fyrir jól Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra var á dagskrá Alþingis á mánudaginn en var tekið af dagskrá eftir að stjórnarandstaðan greip á það ráð að sniðganga atkvæðagreiðslur. 11. desember 2019 13:24 Tekist á um dagskrá þingfunda fyrir jólafrí Þrjú mál, sem voru á dagskrá þingfundar í dag, voru tekin út af dagskrá fundarins nú undir kvöld eftir að stjórnarandstaðan hafði sniðgengið atkvæðagreiðslur á Alþingi til að reyna að fá forseta Alþingis til að semja við sig um hvaða mál komist á dagskrá þingsins fyrir jólahlé. 9. desember 2019 19:06 Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. 9. desember 2019 16:29 Upp úr sauð á Alþingi: Þingmenn sakaðir um ómerkilegheit og skítlega framkomu Það var mikill hasar og læti við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta og um atkvæðagreiðslu um afbrigði. 10. desember 2019 14:44 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Hópur þingmanna „annars staðar en hann átti að vera“ Forseti Alþingis segir uppátæki stjórnarandstöðunnar, sem ákvað að sniðganga atkvæðagreiðslur í gær, vera skírt brot á þingskaparlögum. Þetta eigi sér fá fordæmi og vonar hann að þessi uppákoma endurtaki sig ekki. 10. desember 2019 13:23
Tvísýnt um hvort fjölmiðlafrumvarp komist á dagskrá fyrir jól Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra var á dagskrá Alþingis á mánudaginn en var tekið af dagskrá eftir að stjórnarandstaðan greip á það ráð að sniðganga atkvæðagreiðslur. 11. desember 2019 13:24
Tekist á um dagskrá þingfunda fyrir jólafrí Þrjú mál, sem voru á dagskrá þingfundar í dag, voru tekin út af dagskrá fundarins nú undir kvöld eftir að stjórnarandstaðan hafði sniðgengið atkvæðagreiðslur á Alþingi til að reyna að fá forseta Alþingis til að semja við sig um hvaða mál komist á dagskrá þingsins fyrir jólahlé. 9. desember 2019 19:06
Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. 9. desember 2019 16:29
Upp úr sauð á Alþingi: Þingmenn sakaðir um ómerkilegheit og skítlega framkomu Það var mikill hasar og læti við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta og um atkvæðagreiðslu um afbrigði. 10. desember 2019 14:44