Enn ekkert spurst til flugvélarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2019 15:40 Ættingjar þeirra sem voru um borð í flugvélinni hafa verið kallaðir til herstöðvar flughersins í Santiago. AP/Luis Hidalgo Enn hafa engar borist af Hercules-flugvél frá Chile sem hvarf á leiðinni til Suðurlandsskautsins í gærkvöldi. 38 voru um borð í flugvélinni en gert er ráð fyrir að hún hafi hrapað. Fjögur skip og tíu flugvélar eru notaðar til leitarinnar og hafa yfirvöld Úrúgvæ og Argentínu einnig sent flugvélar til aðstoðar. Í tilkynningu frá flughernum segir að vélin, sem er af Hercules gerð, hafi lagt af stað frá flugvellinum í Punta Arenas rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi að íslenskum tíma og um klukkustund síðar hafi samband rofnað við flugvélina. Þá hafði henni verið flogið rúmlega helming leiðarinnar. Fyrstu eftirlitsflug yfir svæðið þar sem sambandið slitnaði skilaði engum árangri, þar sem engin ummerki sáust um flugvélina. Veður hefur verið gott á svæðinu. Þá var nægt eldsneyti um borð í flugvélinni og er verið að leita á hringlaga svæði sem er með 60 sjómílna radíus frá staðnum þar sem sambandi slitnaði. Um borð í flugvélinni voru þrír hermenn, tveir verktakar sem voru að fara til vinnu á herstöð Chile á Suðurskautinu, einn háskólanemi og aðrir um borð voru í flugher Chile. Um er að ræða 21 farþega og 17 í áhöfn. Chile stjórnar rúmlega 1.2 milljónum ferkílómetrum á Suðurskautinu og rekur þar níu herstöðvar. Gráfica que complementa Comunicado de Prensa #FACh pic.twitter.com/Elcbaudk48— Fuerza Aérea de Chile (@FACh_Chile) December 10, 2019 Chile Tengdar fréttir 38 saknað eftir að herflugvél hvarf af ratsjám Herflugvél frá Chile hvarf í nótt með þrjátíu og átta manns innanborðs þegar vélin var á leið til Suðurskautslandsins. Sautján voru í áhöfn vélarinnar og tuttugu og einn farþegi. 10. desember 2019 08:08 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Enn hafa engar borist af Hercules-flugvél frá Chile sem hvarf á leiðinni til Suðurlandsskautsins í gærkvöldi. 38 voru um borð í flugvélinni en gert er ráð fyrir að hún hafi hrapað. Fjögur skip og tíu flugvélar eru notaðar til leitarinnar og hafa yfirvöld Úrúgvæ og Argentínu einnig sent flugvélar til aðstoðar. Í tilkynningu frá flughernum segir að vélin, sem er af Hercules gerð, hafi lagt af stað frá flugvellinum í Punta Arenas rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi að íslenskum tíma og um klukkustund síðar hafi samband rofnað við flugvélina. Þá hafði henni verið flogið rúmlega helming leiðarinnar. Fyrstu eftirlitsflug yfir svæðið þar sem sambandið slitnaði skilaði engum árangri, þar sem engin ummerki sáust um flugvélina. Veður hefur verið gott á svæðinu. Þá var nægt eldsneyti um borð í flugvélinni og er verið að leita á hringlaga svæði sem er með 60 sjómílna radíus frá staðnum þar sem sambandi slitnaði. Um borð í flugvélinni voru þrír hermenn, tveir verktakar sem voru að fara til vinnu á herstöð Chile á Suðurskautinu, einn háskólanemi og aðrir um borð voru í flugher Chile. Um er að ræða 21 farþega og 17 í áhöfn. Chile stjórnar rúmlega 1.2 milljónum ferkílómetrum á Suðurskautinu og rekur þar níu herstöðvar. Gráfica que complementa Comunicado de Prensa #FACh pic.twitter.com/Elcbaudk48— Fuerza Aérea de Chile (@FACh_Chile) December 10, 2019
Chile Tengdar fréttir 38 saknað eftir að herflugvél hvarf af ratsjám Herflugvél frá Chile hvarf í nótt með þrjátíu og átta manns innanborðs þegar vélin var á leið til Suðurskautslandsins. Sautján voru í áhöfn vélarinnar og tuttugu og einn farþegi. 10. desember 2019 08:08 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
38 saknað eftir að herflugvél hvarf af ratsjám Herflugvél frá Chile hvarf í nótt með þrjátíu og átta manns innanborðs þegar vélin var á leið til Suðurskautslandsins. Sautján voru í áhöfn vélarinnar og tuttugu og einn farþegi. 10. desember 2019 08:08