Beið eftir aðstoð í miðju viðtali: „Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2019 10:55 Björgunarsveitir eru reiðubúnar víða um land. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn á Siglufirði eru klárir í slaginn verði þeir kallaðir í útkall vegna veðurofsans sem nú fer yfir landið. Þeir hafa nú þegar farið í eitt útkall, til þess að koma félaga þeirra í björgunarsveitinni til aðstoðar er bíll hans rann út af veginum fyrr í morgun. Rætt var við Jón Hrólf Baldursson, rakara og björgunarsveitarmann á Siglufirði í Bítinu á morgun um stöðu mála á Siglufirði. Í miðju viðtali kom í ljós að hann var utan vegar rétt fyrir utan bæinn, að bíða eftir félögum sínum í björgunarsveitinni Strákum til þess að aðstoða sig.Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið „Ég er annars að bíða eftir strákunum núna. Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig. Ég fauk út af“ sagði Jón Hrólfur hlæjandi í samtali við Bítið í morgun.Faukstu út af?„Ég rann út af hérna. Var á leiðinni með hundana að hlaupa og ég rann út af og kemst ekki upp á veginn aftur.“Þú ert fastur?„Já, það er mest að gera hjá þeim að hjálpa mér held ég,“ sagði Jón Hrólfur léttur í bragði og átti þar við félaga sína í björgunarsveitinni. Í miðju viðtali mátti svo heyra bílflaut og voru þá félagar hans í Strákum komnir til að aðstoða Jón Hrólf en hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. „Rosalega blautt“ Magnús Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Stráka, segir í samtali við Vísi að vel hafi gengið að koma Jóni Hrólfi aftur upp á veginn og ekkert tjón varð.„Hann flaut upp og rann út af,“ segir Magnús en hann segir að mjög blautt sé í veðri á Siglufirði þessa stundina.„Það er rosalega blautt. Það er farið að hvessa. Krapi á veginum og rok,“ segir hann um veðrið.Magnús og tveir aðrir björgunarsveitarmenn verða til taks á Siglufirði í dag auk þess sem að fleiri eru reiðubúnir að svara kallinu verði nauðsyn á því. Hann reiknar ekki með öðru en að veðri versni eftir því sem á líður á daginn.„Ég held að það eigi bara eftir að auka vindinn og það verður mjög hvasst.“ Björgunarsveitir Fjallabyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir bíða átekta Staðan á björgunarsveitunum nú í morgunsárið er nokkuð góð, að sögn Davíðs Más Björgvinssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. 10. desember 2019 08:15 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Bylgjurnar muni skella á Seltjarnarnesi Veðurofsi dagsins nær hámarki á suðvesturhorninu snemma í kvöld, milli klukkan 18 og 21. 10. desember 2019 09:12 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Siglufirði eru klárir í slaginn verði þeir kallaðir í útkall vegna veðurofsans sem nú fer yfir landið. Þeir hafa nú þegar farið í eitt útkall, til þess að koma félaga þeirra í björgunarsveitinni til aðstoðar er bíll hans rann út af veginum fyrr í morgun. Rætt var við Jón Hrólf Baldursson, rakara og björgunarsveitarmann á Siglufirði í Bítinu á morgun um stöðu mála á Siglufirði. Í miðju viðtali kom í ljós að hann var utan vegar rétt fyrir utan bæinn, að bíða eftir félögum sínum í björgunarsveitinni Strákum til þess að aðstoða sig.Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið „Ég er annars að bíða eftir strákunum núna. Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig. Ég fauk út af“ sagði Jón Hrólfur hlæjandi í samtali við Bítið í morgun.Faukstu út af?„Ég rann út af hérna. Var á leiðinni með hundana að hlaupa og ég rann út af og kemst ekki upp á veginn aftur.“Þú ert fastur?„Já, það er mest að gera hjá þeim að hjálpa mér held ég,“ sagði Jón Hrólfur léttur í bragði og átti þar við félaga sína í björgunarsveitinni. Í miðju viðtali mátti svo heyra bílflaut og voru þá félagar hans í Strákum komnir til að aðstoða Jón Hrólf en hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. „Rosalega blautt“ Magnús Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Stráka, segir í samtali við Vísi að vel hafi gengið að koma Jóni Hrólfi aftur upp á veginn og ekkert tjón varð.„Hann flaut upp og rann út af,“ segir Magnús en hann segir að mjög blautt sé í veðri á Siglufirði þessa stundina.„Það er rosalega blautt. Það er farið að hvessa. Krapi á veginum og rok,“ segir hann um veðrið.Magnús og tveir aðrir björgunarsveitarmenn verða til taks á Siglufirði í dag auk þess sem að fleiri eru reiðubúnir að svara kallinu verði nauðsyn á því. Hann reiknar ekki með öðru en að veðri versni eftir því sem á líður á daginn.„Ég held að það eigi bara eftir að auka vindinn og það verður mjög hvasst.“
Björgunarsveitir Fjallabyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir bíða átekta Staðan á björgunarsveitunum nú í morgunsárið er nokkuð góð, að sögn Davíðs Más Björgvinssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. 10. desember 2019 08:15 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Bylgjurnar muni skella á Seltjarnarnesi Veðurofsi dagsins nær hámarki á suðvesturhorninu snemma í kvöld, milli klukkan 18 og 21. 10. desember 2019 09:12 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Björgunarsveitir bíða átekta Staðan á björgunarsveitunum nú í morgunsárið er nokkuð góð, að sögn Davíðs Más Björgvinssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. 10. desember 2019 08:15
Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15
Bylgjurnar muni skella á Seltjarnarnesi Veðurofsi dagsins nær hámarki á suðvesturhorninu snemma í kvöld, milli klukkan 18 og 21. 10. desember 2019 09:12
Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15