Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Andri Eysteinsson skrifar 27. desember 2019 23:46 Kóalabirnir eiga um sárt að binda vegna eldana. Getty/Brook Mitchell Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. CNN greinir frá. Í viðtali við áströlsku útvarpsstöðina ABC sagði umhverfisráðherrann að stór hluti þess landsvæðis sem kóalabirnir hafa dvalið á hafi orðið eldi að bráð, því óttist hún um afdrif stórs hluta stofnsins. „Það er mögulegt að um þriðjungur stofnsins hafi drepist þar sem að um þriðjungur híbýla þeirra hefur orðið eldi að bráð. Við munum vita meira þegar hægt verður að ráða niðurlögum eldsins og rannsaka svæðið,“ sagði Ley. Stofn kóalabjarna er flokkaður sem viðkvæm tegund í flokkunarkerfi alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN og eru Kóalabirnir því líklegir til að lenda í hættu á aldauða en þá er eingöngu að finna í austurhluta Ástralíu og þá sérstaklega í Nýju Suður Wales þar sem eldarnir hafa brunnið hvað mest. Önnur hitabylgja væntanleg Gróðureldar hafa geisað í Ástralíu undanfarna mánuði og hafa alls níu manns látið lífið vegna eldanna og um 800 heimili hafa gjöreyðilagðst í eldunum. Umhverfisráðherrann Ley sagði í viðtalinu að unnið væri að málefnum dýranna með sérfræðingum og sagði ríkisstjórnina hafa varið sex milljónum ástralskra dala í verndunarúrræði fyrir Kóalabirni. Talið er að ekkert lát verði á erfiðum aðstæðum í Ástralíu í næstu viku en spáð hefur verið hitabylgju í landinu um helgina og fram í næstu viku. Talið er að hár lofthiti í bland við vind geti ýtt undir útbreiðslu eldanna líkt og hefur verið uppi á teningnum undanfarið. Í liðinni viku glímdu Ástralir við aðra hitabylgju en meðalhiti í landinu náði 41,9°C. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. CNN greinir frá. Í viðtali við áströlsku útvarpsstöðina ABC sagði umhverfisráðherrann að stór hluti þess landsvæðis sem kóalabirnir hafa dvalið á hafi orðið eldi að bráð, því óttist hún um afdrif stórs hluta stofnsins. „Það er mögulegt að um þriðjungur stofnsins hafi drepist þar sem að um þriðjungur híbýla þeirra hefur orðið eldi að bráð. Við munum vita meira þegar hægt verður að ráða niðurlögum eldsins og rannsaka svæðið,“ sagði Ley. Stofn kóalabjarna er flokkaður sem viðkvæm tegund í flokkunarkerfi alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN og eru Kóalabirnir því líklegir til að lenda í hættu á aldauða en þá er eingöngu að finna í austurhluta Ástralíu og þá sérstaklega í Nýju Suður Wales þar sem eldarnir hafa brunnið hvað mest. Önnur hitabylgja væntanleg Gróðureldar hafa geisað í Ástralíu undanfarna mánuði og hafa alls níu manns látið lífið vegna eldanna og um 800 heimili hafa gjöreyðilagðst í eldunum. Umhverfisráðherrann Ley sagði í viðtalinu að unnið væri að málefnum dýranna með sérfræðingum og sagði ríkisstjórnina hafa varið sex milljónum ástralskra dala í verndunarúrræði fyrir Kóalabirni. Talið er að ekkert lát verði á erfiðum aðstæðum í Ástralíu í næstu viku en spáð hefur verið hitabylgju í landinu um helgina og fram í næstu viku. Talið er að hár lofthiti í bland við vind geti ýtt undir útbreiðslu eldanna líkt og hefur verið uppi á teningnum undanfarið. Í liðinni viku glímdu Ástralir við aðra hitabylgju en meðalhiti í landinu náði 41,9°C.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira