Reyndi að fá Ara Behn til að breyta lokaorðum bókarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2019 07:51 Ari Behn og Marta Lovísa Noregsprinsessa í London árið 2013. Útgefandi Ara Behns, rithöfundar og fyrrverandi eiginmanns Mörtu Lovísu Noregsprinsessu sem lést um jólin, segist hafa reynt að fá Behn til að breyta lokaorðum bókar hans sem kom út í fyrra. Behn tók yfirvofandi dauða sinn til umfjöllunar á síðustu síðu bókarinnar. Fjölskylda Behns greindi frá því á jóladag að Behn hefði svipt sig lífi, 47 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda sem rithöfundur og gaf út þrjár skáldsögur, leikrit og þrjú smásagnasöfn. Síðasta bók hans, Inferno, kom út í fyrra. Arve Juritzen, útgefandi bókarinnar, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að það hafi verið erfitt að vinna við útgáfuna þar sem bókin hafi verið „botnlaus, alvarlegur og sorglegur texti um sorg“. Þá hafi Behn jafnframt fjallað hispurslaust um vandamál sín en á lokasíðu bókarinnar segist hann munu deyja. Við hlið textans er mynd sem Behn málaði og nefnist Gone, eða Farinn á íslensku. „Ég man að ég reyndi að sannfæra hann um að við gætum ef til vill gert endinn örlítið uppfyllri vonar og jákvæðari, en hann var harðákveðinn. Henni [bókinni] ætti að ljúka með texta sem fjallaði um það að deyja og kveðja,“ segir Juritzen. Sorg hefur gripið um sig í Noregi vegna frétta af andláti Behns, einkum meðal norskra listamanna sem syrgja nú vin sinn og kollega. Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning hafa jafnframt sagst afar hrygg yfir þeim fréttum að tengdasonurinn fyrrverandi sé látinn. Behn gekk að eiga Mörtu Lovísu prinsessu árið 2002 en þau skildu árið 2016. Þau eignuðust saman þrjár dætur. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Andlát Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Fyrrverandi tengdasonur Noregskonungs látinn Rithöfundurinn og fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu Noregsprinsessu, Ari Behn, er látinn, 47 ára að aldri. 25. desember 2019 21:29 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira
Útgefandi Ara Behns, rithöfundar og fyrrverandi eiginmanns Mörtu Lovísu Noregsprinsessu sem lést um jólin, segist hafa reynt að fá Behn til að breyta lokaorðum bókar hans sem kom út í fyrra. Behn tók yfirvofandi dauða sinn til umfjöllunar á síðustu síðu bókarinnar. Fjölskylda Behns greindi frá því á jóladag að Behn hefði svipt sig lífi, 47 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda sem rithöfundur og gaf út þrjár skáldsögur, leikrit og þrjú smásagnasöfn. Síðasta bók hans, Inferno, kom út í fyrra. Arve Juritzen, útgefandi bókarinnar, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að það hafi verið erfitt að vinna við útgáfuna þar sem bókin hafi verið „botnlaus, alvarlegur og sorglegur texti um sorg“. Þá hafi Behn jafnframt fjallað hispurslaust um vandamál sín en á lokasíðu bókarinnar segist hann munu deyja. Við hlið textans er mynd sem Behn málaði og nefnist Gone, eða Farinn á íslensku. „Ég man að ég reyndi að sannfæra hann um að við gætum ef til vill gert endinn örlítið uppfyllri vonar og jákvæðari, en hann var harðákveðinn. Henni [bókinni] ætti að ljúka með texta sem fjallaði um það að deyja og kveðja,“ segir Juritzen. Sorg hefur gripið um sig í Noregi vegna frétta af andláti Behns, einkum meðal norskra listamanna sem syrgja nú vin sinn og kollega. Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning hafa jafnframt sagst afar hrygg yfir þeim fréttum að tengdasonurinn fyrrverandi sé látinn. Behn gekk að eiga Mörtu Lovísu prinsessu árið 2002 en þau skildu árið 2016. Þau eignuðust saman þrjár dætur. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér.
Andlát Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Fyrrverandi tengdasonur Noregskonungs látinn Rithöfundurinn og fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu Noregsprinsessu, Ari Behn, er látinn, 47 ára að aldri. 25. desember 2019 21:29 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira
Fyrrverandi tengdasonur Noregskonungs látinn Rithöfundurinn og fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu Noregsprinsessu, Ari Behn, er látinn, 47 ára að aldri. 25. desember 2019 21:29