Forstjóri FME segir peningaþvættisvarnir bankanna geta orðið betri Birgir Olgeirsson skrifar 23. desember 2019 19:00 Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir athugun á peningaþvættisvörnum stóru bankanna ekki hafa komið gífurlega illa út fyrir þá. Hún bendir þó á að lengi geti gott batnað. Vera á gráum lista hafi ekki reynst eins skaðleg og hún hafði óttast. Fjármálaeftirlitið gerði athugasemdir við peningaþvættisvarnir stóru viðskiptabankanna fjögurra hér á landi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja sagði bankanna heilt yfir koma vel út úr þessari athugun. Forstjóri fjármálaeftirlitsins tekur undir það. „Ég get alveg tekið undir það að þetta var ekkert svakalega mikið áfelli, en lengi má gott batna,“ segir Unnur Gunnarsdóttir forstjóri FME. Í athugun FME komu fram nokkur frávik þar sem bankarnir gátu ekki sýnt fram á skjöl þess efnis að þeir hefðu metið með sjálfstæðum hætti hvort upplýsingar um raunverulega eigendur viðskiptavina bankanna væru réttar og fullnægjandi. Unnur segir bankanna hafa brugðist við athugasemdum eftirlitsins og því sé fylgt eftir hvort orðið sé við þeim. Ísland var sett á gráan lista samtakanna FATF yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Allt kapp er lagt í að losna af þeim lista. Unnur segir fundaáætlun FATF gera það að verkum að ekki sé raunhæft að losna af listanum fyrr en í fyrsta lagi í júní. Ekki sé mögulegt að komast af listanum þegar samtökin funda í febrúar. „Og ástæðan fyrir því að ég segi það er annars vegar að það eru tvö tölvukerfi sem verið er að innleiða hjá stjórnvöldum sem verða ekki komin í fulla virkni fyrir síðar í vor. Hins vegar gerir FATF kröfu um að hlutir séu komnir til framkvæmda,“ segir Unnur. Því sé ekki nóg að innleiða regluverk í lög, það þarf að vera að orðið virkt. Deilt hefur verið um alvarleika veru Íslands á þessum lista. Unnur er þó í engum vafa. „Já, mér finnst það alvarlegt. Það er ekki eins skaðlegt sýnilega eins og við vorum hrædd um en það er vissulega alvarlegt. Við viljum ekki vera á svona lista, við höfum meiri metnað en það, allavega hef ég það,“ segir Unnur. Íslenskir bankar Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir athugun á peningaþvættisvörnum stóru bankanna ekki hafa komið gífurlega illa út fyrir þá. Hún bendir þó á að lengi geti gott batnað. Vera á gráum lista hafi ekki reynst eins skaðleg og hún hafði óttast. Fjármálaeftirlitið gerði athugasemdir við peningaþvættisvarnir stóru viðskiptabankanna fjögurra hér á landi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja sagði bankanna heilt yfir koma vel út úr þessari athugun. Forstjóri fjármálaeftirlitsins tekur undir það. „Ég get alveg tekið undir það að þetta var ekkert svakalega mikið áfelli, en lengi má gott batna,“ segir Unnur Gunnarsdóttir forstjóri FME. Í athugun FME komu fram nokkur frávik þar sem bankarnir gátu ekki sýnt fram á skjöl þess efnis að þeir hefðu metið með sjálfstæðum hætti hvort upplýsingar um raunverulega eigendur viðskiptavina bankanna væru réttar og fullnægjandi. Unnur segir bankanna hafa brugðist við athugasemdum eftirlitsins og því sé fylgt eftir hvort orðið sé við þeim. Ísland var sett á gráan lista samtakanna FATF yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Allt kapp er lagt í að losna af þeim lista. Unnur segir fundaáætlun FATF gera það að verkum að ekki sé raunhæft að losna af listanum fyrr en í fyrsta lagi í júní. Ekki sé mögulegt að komast af listanum þegar samtökin funda í febrúar. „Og ástæðan fyrir því að ég segi það er annars vegar að það eru tvö tölvukerfi sem verið er að innleiða hjá stjórnvöldum sem verða ekki komin í fulla virkni fyrir síðar í vor. Hins vegar gerir FATF kröfu um að hlutir séu komnir til framkvæmda,“ segir Unnur. Því sé ekki nóg að innleiða regluverk í lög, það þarf að vera að orðið virkt. Deilt hefur verið um alvarleika veru Íslands á þessum lista. Unnur er þó í engum vafa. „Já, mér finnst það alvarlegt. Það er ekki eins skaðlegt sýnilega eins og við vorum hrædd um en það er vissulega alvarlegt. Við viljum ekki vera á svona lista, við höfum meiri metnað en það, allavega hef ég það,“ segir Unnur.
Íslenskir bankar Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira