Samfélag Fjóla V. Stefánsdóttir skrifar 23. desember 2019 12:00 Hvað er samfélag? Hverjir eru styrkleikar samfélags og hverjir eru veikleikar samfélags? Það er áskorun að byggja upp gott samfélag og krefst þátttöku allra sem búa í samfélaginu hvort sem það eru kjörnir fulltrúar, atvinnulífið, skólinn, eða aðrir. Gott samfélag getur verið t.d sveitarfélag eins og Grýtubakkahreppur. En hvað er gott sveitarfélag? Það þarf að vera vel rekið, það þarf að vera atvinna og helst fjölbreytt atvinna. Grunnþjónusta eins og menntun, heilbrigðis- og félagsmál þurfa að vera í góðu lagi. Góður skóli, leikskóli og þjónusta fyrir þá sem þurfa á að halda. Það sem er sérstakt við lítil samfélög er mikil þátttaka allra í verkefnum sem upp koma og þátttaka í ákvarðanatökum. Það er þessi kraftur sem býr í litlum samfélögum sem gerir þau sérstök. Það hentar sumum, öðrum ekki. Enda ráðum við hvar við búum það er enginn þvingaður til þess að búa í ákveðnum samfélögum. A.m.k. ekki hingað til. Við þurfum að hafa vit á því að nýta styrkleika hvers og eins, virða landsbyggðina og það sem hún hefur fram að færa. Ekki taka ákvarðanir sem fela einungis í sér að byggja hærri múra á milli landsbyggðar og höfuðborgar. Aðgerðir sem hindra samfélög eins og Grýtubakkahrepp í að lifa og dafna áfram. Ekki láta kjarkleysi og þröngsýni verða til þess að sterk samfélög verði veik í nafni ... tja, í nafni hvers ég bara spyr?? Tillaga ríkistjórnar um að lögþvinga sveitarfélög til sameininga, alveg burtséð frá því hvernig sveitarfélagið er statt, eða hvort það veitir þá þjónustu sem því ber, eða hvort íbúar yfir höfuð vilja sameinast eða ekki, er ansi hrokafull aðgerð og gerir ekki það sem tillögunni er ætlað. Eða að styrkja sveitarstjórnarstigið. Sameining er í sjálfu sér bara góð og gild og hafa sveitarfélög sameinast um allt land. Við eigum fyrst og fremst að einblína á það sem getur eflt okkur og rækta það sem sameinar okkur. Leyfum þeirri þróun að halda áfram, ég skora á þingmenn að kynna sér málið betur og hlusta á sjónamið þeirra sem búa í þessum sveitarfélögum. Í framhaldi af því fordæmi ég vinnubrögð samband Íslenskra sveitarfélaga við undirbúning og gerð þessarar tillögu um lögþvingum sveitarfélaga undir 1000 íbúum. Þessi tillaga er smiðuð og ákvörðuð af sveitarfélögum sem eru yfir þeim stærðarmörkum. Hún er unnin og ákveðin af þeim sem þetta hefur ekki áhrif á, nema þá að því leytinu að þessi stærri sveitarfélög fái að vísu allt að hundruðum milljóna ef þau taka að sér þessi minni sveitarfélög, sem sum hver eru jafnvel betur sett fjárhagslega en þessi stóru. Við höfum í sveitarstjórn Grýtubakkahrepps mótmælt þessum tillögum og bókað í fundargerðir hörð mótmæli. Án þess að fá nokkur svör frá sambandinu og þingmenn virðast ætla að þegja okkur bara af sér. Svona eins og þeir þurfi að hafa vit fyrir okkur. Ef við ætlum að ná fram hagræðingu á sveitarstjórnarstiginu þá er ein aðgerð sem gæti sparað mikið og minnkað flækjustigið, en það er að sameina höfuðborgarsvæðið í eitt sveitarfélag. Það hvarflar hins vegar ekki að mér að leggja það til. Við vinnum bara áfram ótrauð að því að efla og styrkja okkar samfélag, hvað sem stjórnvöld ákveða. Gleðilega hátíð.Höfundur er oddviti Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er samfélag? Hverjir eru styrkleikar samfélags og hverjir eru veikleikar samfélags? Það er áskorun að byggja upp gott samfélag og krefst þátttöku allra sem búa í samfélaginu hvort sem það eru kjörnir fulltrúar, atvinnulífið, skólinn, eða aðrir. Gott samfélag getur verið t.d sveitarfélag eins og Grýtubakkahreppur. En hvað er gott sveitarfélag? Það þarf að vera vel rekið, það þarf að vera atvinna og helst fjölbreytt atvinna. Grunnþjónusta eins og menntun, heilbrigðis- og félagsmál þurfa að vera í góðu lagi. Góður skóli, leikskóli og þjónusta fyrir þá sem þurfa á að halda. Það sem er sérstakt við lítil samfélög er mikil þátttaka allra í verkefnum sem upp koma og þátttaka í ákvarðanatökum. Það er þessi kraftur sem býr í litlum samfélögum sem gerir þau sérstök. Það hentar sumum, öðrum ekki. Enda ráðum við hvar við búum það er enginn þvingaður til þess að búa í ákveðnum samfélögum. A.m.k. ekki hingað til. Við þurfum að hafa vit á því að nýta styrkleika hvers og eins, virða landsbyggðina og það sem hún hefur fram að færa. Ekki taka ákvarðanir sem fela einungis í sér að byggja hærri múra á milli landsbyggðar og höfuðborgar. Aðgerðir sem hindra samfélög eins og Grýtubakkahrepp í að lifa og dafna áfram. Ekki láta kjarkleysi og þröngsýni verða til þess að sterk samfélög verði veik í nafni ... tja, í nafni hvers ég bara spyr?? Tillaga ríkistjórnar um að lögþvinga sveitarfélög til sameininga, alveg burtséð frá því hvernig sveitarfélagið er statt, eða hvort það veitir þá þjónustu sem því ber, eða hvort íbúar yfir höfuð vilja sameinast eða ekki, er ansi hrokafull aðgerð og gerir ekki það sem tillögunni er ætlað. Eða að styrkja sveitarstjórnarstigið. Sameining er í sjálfu sér bara góð og gild og hafa sveitarfélög sameinast um allt land. Við eigum fyrst og fremst að einblína á það sem getur eflt okkur og rækta það sem sameinar okkur. Leyfum þeirri þróun að halda áfram, ég skora á þingmenn að kynna sér málið betur og hlusta á sjónamið þeirra sem búa í þessum sveitarfélögum. Í framhaldi af því fordæmi ég vinnubrögð samband Íslenskra sveitarfélaga við undirbúning og gerð þessarar tillögu um lögþvingum sveitarfélaga undir 1000 íbúum. Þessi tillaga er smiðuð og ákvörðuð af sveitarfélögum sem eru yfir þeim stærðarmörkum. Hún er unnin og ákveðin af þeim sem þetta hefur ekki áhrif á, nema þá að því leytinu að þessi stærri sveitarfélög fái að vísu allt að hundruðum milljóna ef þau taka að sér þessi minni sveitarfélög, sem sum hver eru jafnvel betur sett fjárhagslega en þessi stóru. Við höfum í sveitarstjórn Grýtubakkahrepps mótmælt þessum tillögum og bókað í fundargerðir hörð mótmæli. Án þess að fá nokkur svör frá sambandinu og þingmenn virðast ætla að þegja okkur bara af sér. Svona eins og þeir þurfi að hafa vit fyrir okkur. Ef við ætlum að ná fram hagræðingu á sveitarstjórnarstiginu þá er ein aðgerð sem gæti sparað mikið og minnkað flækjustigið, en það er að sameina höfuðborgarsvæðið í eitt sveitarfélag. Það hvarflar hins vegar ekki að mér að leggja það til. Við vinnum bara áfram ótrauð að því að efla og styrkja okkar samfélag, hvað sem stjórnvöld ákveða. Gleðilega hátíð.Höfundur er oddviti Grýtubakkahrepps.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun