Hræðilegt að milljónaverðmætum hafi verið stolið svona rétt fyrir jól Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2019 12:56 Verslun Hjálmars Torfasonar fagnar sextíu ára rekstri á næsta ári. Vísir/vilhelm Maður var handtekinn snemma í morgun grunaður um að hafa brotist inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna. Eigandi verslunarinnar segir aðkomuna hafa verið ógeðslega en stendur vaktina í búðinni í dag, þrátt fyrir áfallið.RÚV greindi fyrst frá innbrotinu nú í hádeginu. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að maðurinn sé enn í haldi en hann var handtekinn skömmu eftir að tilkynnt var um innbrotið. Hann hefur ekki verið yfirheyrður en fyrirhugað er að gera það í dag. Guðmundur segir að skartgripirnir sem stolið var séu ekki fundnir. Verðmæti þeirra er talið hlaupa á milljónum króna. Málið er í rannsókn. Fjölskyldan lagðist á eitt Torfi Hjálmarsson eigandi verslunarinnar segir í samtali við Vísi að innbrotið hafi reynst sér afar þungbært, sérstaklega svona rétt fyrir jól. „Ég er í sjokki. Þetta er ekki gott mál. Bara hræðilegt.“Hvernig var aðkoman?„Hún var ógeðsleg. Fronturinn er skemmdur, hurðin er ónýt. Aðaltjónið er náttúrulega þýfið, skartgripirnir.“ Torfi ber lögreglu afar vel söguna og segir hana standa fagmannlega að rannsókn málsins. „Þeir eru búnir að vera að vinna í allan morgun í rannsókn og ég stend bara fyrir aftan og reyni að gera eitthvað annað en að snúast í hringi. Þeir eru ótrúlega „prófessjonal“ og ofsalega flottir. Það er allavega gott en svo veit ég ekkert meir. Ég veit ekkert hvernig rannsóknin gengur.“ Verslunin er fjölskyldufyrirtæki og fagnar sextíu ára afmæli sínu á næsta ári. Torfi segir að hann hafi notið aðstoðar fjölskyldu sinnar í dag en það þýði ekkert annað en að halda versluninni opinni nú rétt fyrir jól. „Það er ekkert annað að gera. Þetta er auðvitað alltaf erfitt, en þessi tími... Ég á mjög góða fjölskyldu og það komu allir og lögðust á eitt, þannig að það er opið.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira
Maður var handtekinn snemma í morgun grunaður um að hafa brotist inn í gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar á Laugavegi og stolið þaðan skartgripum að verðmæti margra milljóna króna. Eigandi verslunarinnar segir aðkomuna hafa verið ógeðslega en stendur vaktina í búðinni í dag, þrátt fyrir áfallið.RÚV greindi fyrst frá innbrotinu nú í hádeginu. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að maðurinn sé enn í haldi en hann var handtekinn skömmu eftir að tilkynnt var um innbrotið. Hann hefur ekki verið yfirheyrður en fyrirhugað er að gera það í dag. Guðmundur segir að skartgripirnir sem stolið var séu ekki fundnir. Verðmæti þeirra er talið hlaupa á milljónum króna. Málið er í rannsókn. Fjölskyldan lagðist á eitt Torfi Hjálmarsson eigandi verslunarinnar segir í samtali við Vísi að innbrotið hafi reynst sér afar þungbært, sérstaklega svona rétt fyrir jól. „Ég er í sjokki. Þetta er ekki gott mál. Bara hræðilegt.“Hvernig var aðkoman?„Hún var ógeðsleg. Fronturinn er skemmdur, hurðin er ónýt. Aðaltjónið er náttúrulega þýfið, skartgripirnir.“ Torfi ber lögreglu afar vel söguna og segir hana standa fagmannlega að rannsókn málsins. „Þeir eru búnir að vera að vinna í allan morgun í rannsókn og ég stend bara fyrir aftan og reyni að gera eitthvað annað en að snúast í hringi. Þeir eru ótrúlega „prófessjonal“ og ofsalega flottir. Það er allavega gott en svo veit ég ekkert meir. Ég veit ekkert hvernig rannsóknin gengur.“ Verslunin er fjölskyldufyrirtæki og fagnar sextíu ára afmæli sínu á næsta ári. Torfi segir að hann hafi notið aðstoðar fjölskyldu sinnar í dag en það þýði ekkert annað en að halda versluninni opinni nú rétt fyrir jól. „Það er ekkert annað að gera. Þetta er auðvitað alltaf erfitt, en þessi tími... Ég á mjög góða fjölskyldu og það komu allir og lögðust á eitt, þannig að það er opið.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira