Giannis komst í fámennan hóp með Shaq Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2019 14:00 Giannis Antetokounmpo. Getty/Stacy Revere Giannis Antetokounmpo hefur fylgt því eftir að vera kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í fyrra með því að leiða Milwaukee Bucks til sigurs í 25 af fyrstu 29 leikjum sínum í ár. Það gæti orðið erfitt að finna einhvern sem ætti frekar að vera kosinn mikilvægastur á þessu tímabili. Milwaukee Bucks vann Los Angeles Lakers í toppslag í nótt og þar komst Giannis Antetokounmpo í fámennan hóp með Shaquille O'Neal. Þeir tveir eru nefnilega þeir einu í NBA frá 1976-77 tímabilinu sem hafa náð þrettán leikjum röð með 25 stig eða meira jafnframt því að hitta úr meira en helmingi skota sinna. Giannis Antetokounmpo has scored 25+ PTS on 50% shooting or better in 13 straight games. The only other player to accomplish this since the start of the 1976-77 season was Shaquille O'Neal, who had 13 straight such games from Jan. 7-Feb. 20, 2001. pic.twitter.com/NQtAEUPSGA— NBA.com/Stats (@nbastats) December 20, 2019 Shaquille O'Neal náði þessu í þrettán leikjum í röð með Los Angeles Lakers frá 7. janúar til 20. febrúar 2001. Tímabilið 2000-01 var Shaquille O'Neal 28 ára gamall og hann endaði það með 28,7 stig, 12,7 fráköst, 3,7 stoðsendingar og 2,8 varin skot að meðaltali í leik auk þess að nýta 57 prósent skota sinna. Shaq var samt ekki kosinn mikilvægasti leikmaðurinn eins og árið áður því sá heiður fór til Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers. Los Angeles varð hins vegar NBA-meistari og Shaquille O'Neal var valinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna. Giannis Antetokounmpo er enn bara 25 ára gamall og í vetur er hann með 31,7 stig, 12,8 fráköst, 5,3 stoðsendingar og 1,2 varin skot að meðaltali í leik auk þess að nýta 56 prósent skota sinna. NBA Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Giannis Antetokounmpo hefur fylgt því eftir að vera kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í fyrra með því að leiða Milwaukee Bucks til sigurs í 25 af fyrstu 29 leikjum sínum í ár. Það gæti orðið erfitt að finna einhvern sem ætti frekar að vera kosinn mikilvægastur á þessu tímabili. Milwaukee Bucks vann Los Angeles Lakers í toppslag í nótt og þar komst Giannis Antetokounmpo í fámennan hóp með Shaquille O'Neal. Þeir tveir eru nefnilega þeir einu í NBA frá 1976-77 tímabilinu sem hafa náð þrettán leikjum röð með 25 stig eða meira jafnframt því að hitta úr meira en helmingi skota sinna. Giannis Antetokounmpo has scored 25+ PTS on 50% shooting or better in 13 straight games. The only other player to accomplish this since the start of the 1976-77 season was Shaquille O'Neal, who had 13 straight such games from Jan. 7-Feb. 20, 2001. pic.twitter.com/NQtAEUPSGA— NBA.com/Stats (@nbastats) December 20, 2019 Shaquille O'Neal náði þessu í þrettán leikjum í röð með Los Angeles Lakers frá 7. janúar til 20. febrúar 2001. Tímabilið 2000-01 var Shaquille O'Neal 28 ára gamall og hann endaði það með 28,7 stig, 12,7 fráköst, 3,7 stoðsendingar og 2,8 varin skot að meðaltali í leik auk þess að nýta 57 prósent skota sinna. Shaq var samt ekki kosinn mikilvægasti leikmaðurinn eins og árið áður því sá heiður fór til Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers. Los Angeles varð hins vegar NBA-meistari og Shaquille O'Neal var valinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna. Giannis Antetokounmpo er enn bara 25 ára gamall og í vetur er hann með 31,7 stig, 12,8 fráköst, 5,3 stoðsendingar og 1,2 varin skot að meðaltali í leik auk þess að nýta 56 prósent skota sinna.
NBA Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira