Bjarni óánægður með nýjar tölur en hefur ekki teljandi áhyggjur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. desember 2019 14:59 Bjarni í Kryddsíld Stöðvar 2. Í bakgrunni sést spegilmynd Loga Einarssonar. Stöð 2 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki teljandi áhyggjur af niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar um fylgi Alþingisflokkanna. Hann segist þó ekki draga fjöður yfir óánægju sína með niðurstöðurnar. Þetta sagði hann í Kryddsíld Stöðvar 2 nú rétt í þessu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst minna en í nýútkominni könnun Maskínu, eða 17,6 prósent. Samfylkingin mælist þar stærst, eða með 19 prósenta fylgi. Munurinn á flokkunum er þó ómarktækur, með tilliti til skekkjumarka. „Ef það er eitthvað sem maður hefur lært á sautján árum í stjórnmálum, þá er það að þessar kannanir segja ekkert,“ segir Bjarni. Hann telji frekar að kannanir sem þessi gefi vísbendingu um tilfinningu kjósenda fyrir ástandinu eins og það birtist nákvæmlega á þessum tímapunkti. Hann segir þrátt fyrir það, að tölurnar séu ekkert fagnaðarefni fyrir hann og hans flokk. „Auðvitað er maður ekkert glaður að sjá svona könnun, ég ætla ekkert að draga fjöður yfir það.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur niðurstöðurnar benda til þess að breytingar séu mögulegar á vettvangi stjórnmálanna. „Umbótaflokkarnir í stjórnarandstöðu, Samfylking, Píratar og Viðreisn, eru samkvæmt þessu með 47 prósenta fylgi. Það er hægt að breyta, og við þurfum að breyta,“ segir Logi. Hann telur að leggja þurfi aukna áherslu á alþjóðasamvinnu, vinna að breytingum á stjórnarskrá Íslands og „leggja nýjar línur í auðlindastefnu okkar.“ „Mér finnst þetta sýna okkur, að það er hægt að gera þetta.“Kryddsíldin er í beinni útsendingu á Stöð 2 til klukkan 16:00, en að þætti loknum birtist hún í heild sinni hér á Vísi. Alþingi Kryddsíld Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna. 31. desember 2019 12:15 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki teljandi áhyggjur af niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar um fylgi Alþingisflokkanna. Hann segist þó ekki draga fjöður yfir óánægju sína með niðurstöðurnar. Þetta sagði hann í Kryddsíld Stöðvar 2 nú rétt í þessu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst minna en í nýútkominni könnun Maskínu, eða 17,6 prósent. Samfylkingin mælist þar stærst, eða með 19 prósenta fylgi. Munurinn á flokkunum er þó ómarktækur, með tilliti til skekkjumarka. „Ef það er eitthvað sem maður hefur lært á sautján árum í stjórnmálum, þá er það að þessar kannanir segja ekkert,“ segir Bjarni. Hann telji frekar að kannanir sem þessi gefi vísbendingu um tilfinningu kjósenda fyrir ástandinu eins og það birtist nákvæmlega á þessum tímapunkti. Hann segir þrátt fyrir það, að tölurnar séu ekkert fagnaðarefni fyrir hann og hans flokk. „Auðvitað er maður ekkert glaður að sjá svona könnun, ég ætla ekkert að draga fjöður yfir það.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur niðurstöðurnar benda til þess að breytingar séu mögulegar á vettvangi stjórnmálanna. „Umbótaflokkarnir í stjórnarandstöðu, Samfylking, Píratar og Viðreisn, eru samkvæmt þessu með 47 prósenta fylgi. Það er hægt að breyta, og við þurfum að breyta,“ segir Logi. Hann telur að leggja þurfi aukna áherslu á alþjóðasamvinnu, vinna að breytingum á stjórnarskrá Íslands og „leggja nýjar línur í auðlindastefnu okkar.“ „Mér finnst þetta sýna okkur, að það er hægt að gera þetta.“Kryddsíldin er í beinni útsendingu á Stöð 2 til klukkan 16:00, en að þætti loknum birtist hún í heild sinni hér á Vísi.
Alþingi Kryddsíld Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna. 31. desember 2019 12:15 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna. 31. desember 2019 12:15