Ghosn flúði frá Japan og til Líbanon Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2019 23:02 Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmaður Nissan og Renault AP/Koji Sasahara Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmaður Nissan og Renault, hefur flúið frá Japan þar sem hann átti fangelsisdóm yfir höfði sér. Ghosn er nú staddur í Líbanon en honum hafði verið sleppt úr haldi gegn tryggingu í apríl. Það var gert með því skilyrði að hann færi ekki frá Japan. Ghosn er bæði með ríkisborgararétt í Frakklandi og Líbanon en ekki liggur fyrir hvernig honum tókst að flýja Japan. Þá er hann sagður hafa flogið á einkaþotu frá Tyrklandi til Líbanon. Fjölmiðlar ytra segja Ghosn hafa staðið í þeirri trú að hann fengi ekki sanngjörn réttarhöld í Japan.Samkvæmt AP fréttaveitunni, sem ræddi við Ricardo Karam, vin Ghosn í Líbanon, kom hann til landsins í kvöld. Þá var blaðamaður sendur að húsi sem hann á í Beirút. Öryggisverðir stóðu vörð um húsið og var kveikt á ljósum þar inni. Verðirnir sögðu Ghosn þó ekki vera þar þó annar þeirra hafi viðurkennt að hann væri í Líbanon.Ghosn, sem er 65 ára gamall, var handtekinn á síðasta ári og sakaðir um að hafa kerfisbundið vantalið fram tekjur sínar til eftirlitsaðila og að hann hafi misnotað eignir fyrirtækisins til eigin hagsmuna. Það kom talsvert á óvart þegar tilkynnt var á síðasta ári að Ghosn hafði verið handtekinn. Ghosn hafði á árunum fyrir handtökuna verið hampað sem bjargvætti Nissan en undir stjórn hans sneri fyrirtækinu við blaðinu eftir mikið rekstrartap. Var þetta gert í samvinnu við Renault en fyrirtækin, ásamt Mitsubishi, áttu í nánu samstarfi, allt undir stjórn Ghosn. Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Segir að fyrrverandi stjórnanda Nissan sé haldið við grimmilegar aðstæður Eiginkona Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, segir að honum sé haldið við grimmilegar aðstæður í fangelsi í Japan. Ghosn hefur verið ákærðir fyrir umfangsmikið fjármálamisferli í starfinu sínu hjá bílaframleiðandanum. 15. janúar 2019 10:38 Nýjar ákærur gegn fyrrverandi stjórnarformanni Nissan Carlos Ghosn er meðal annars sakaður um að hafa velt milljarðatapi af persónulegum fjárfestingum yfir á japanska bílaframleiðandann. 11. janúar 2019 07:36 Carlos Ghosn mættur á Twitter og „boðar sannleikann“ í málinu Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann hefur boðað til blaðamannafundar og segist forstjórinn fyrrverandi vera að undirbúa sig undir það að segja sannleikann um hvað sé "að gerast“. 3. apríl 2019 13:58 Fyrrverandi forstjóri Nissan laus úr steininum Dómari féllst óvænt á að Carlos Ghosn gæti fengið lausn gegn tryggingu. Fyrri kröfum um slíkt hafði verið hafnað. 6. mars 2019 08:41 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira
Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmaður Nissan og Renault, hefur flúið frá Japan þar sem hann átti fangelsisdóm yfir höfði sér. Ghosn er nú staddur í Líbanon en honum hafði verið sleppt úr haldi gegn tryggingu í apríl. Það var gert með því skilyrði að hann færi ekki frá Japan. Ghosn er bæði með ríkisborgararétt í Frakklandi og Líbanon en ekki liggur fyrir hvernig honum tókst að flýja Japan. Þá er hann sagður hafa flogið á einkaþotu frá Tyrklandi til Líbanon. Fjölmiðlar ytra segja Ghosn hafa staðið í þeirri trú að hann fengi ekki sanngjörn réttarhöld í Japan.Samkvæmt AP fréttaveitunni, sem ræddi við Ricardo Karam, vin Ghosn í Líbanon, kom hann til landsins í kvöld. Þá var blaðamaður sendur að húsi sem hann á í Beirút. Öryggisverðir stóðu vörð um húsið og var kveikt á ljósum þar inni. Verðirnir sögðu Ghosn þó ekki vera þar þó annar þeirra hafi viðurkennt að hann væri í Líbanon.Ghosn, sem er 65 ára gamall, var handtekinn á síðasta ári og sakaðir um að hafa kerfisbundið vantalið fram tekjur sínar til eftirlitsaðila og að hann hafi misnotað eignir fyrirtækisins til eigin hagsmuna. Það kom talsvert á óvart þegar tilkynnt var á síðasta ári að Ghosn hafði verið handtekinn. Ghosn hafði á árunum fyrir handtökuna verið hampað sem bjargvætti Nissan en undir stjórn hans sneri fyrirtækinu við blaðinu eftir mikið rekstrartap. Var þetta gert í samvinnu við Renault en fyrirtækin, ásamt Mitsubishi, áttu í nánu samstarfi, allt undir stjórn Ghosn.
Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Segir að fyrrverandi stjórnanda Nissan sé haldið við grimmilegar aðstæður Eiginkona Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, segir að honum sé haldið við grimmilegar aðstæður í fangelsi í Japan. Ghosn hefur verið ákærðir fyrir umfangsmikið fjármálamisferli í starfinu sínu hjá bílaframleiðandanum. 15. janúar 2019 10:38 Nýjar ákærur gegn fyrrverandi stjórnarformanni Nissan Carlos Ghosn er meðal annars sakaður um að hafa velt milljarðatapi af persónulegum fjárfestingum yfir á japanska bílaframleiðandann. 11. janúar 2019 07:36 Carlos Ghosn mættur á Twitter og „boðar sannleikann“ í málinu Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann hefur boðað til blaðamannafundar og segist forstjórinn fyrrverandi vera að undirbúa sig undir það að segja sannleikann um hvað sé "að gerast“. 3. apríl 2019 13:58 Fyrrverandi forstjóri Nissan laus úr steininum Dómari féllst óvænt á að Carlos Ghosn gæti fengið lausn gegn tryggingu. Fyrri kröfum um slíkt hafði verið hafnað. 6. mars 2019 08:41 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Sjá meira
Segir að fyrrverandi stjórnanda Nissan sé haldið við grimmilegar aðstæður Eiginkona Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, segir að honum sé haldið við grimmilegar aðstæður í fangelsi í Japan. Ghosn hefur verið ákærðir fyrir umfangsmikið fjármálamisferli í starfinu sínu hjá bílaframleiðandanum. 15. janúar 2019 10:38
Nýjar ákærur gegn fyrrverandi stjórnarformanni Nissan Carlos Ghosn er meðal annars sakaður um að hafa velt milljarðatapi af persónulegum fjárfestingum yfir á japanska bílaframleiðandann. 11. janúar 2019 07:36
Carlos Ghosn mættur á Twitter og „boðar sannleikann“ í málinu Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann hefur boðað til blaðamannafundar og segist forstjórinn fyrrverandi vera að undirbúa sig undir það að segja sannleikann um hvað sé "að gerast“. 3. apríl 2019 13:58
Fyrrverandi forstjóri Nissan laus úr steininum Dómari féllst óvænt á að Carlos Ghosn gæti fengið lausn gegn tryggingu. Fyrri kröfum um slíkt hafði verið hafnað. 6. mars 2019 08:41