Samkeppniseftirlitið rannsakar viðskipti með bréf Brims Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. maí 2020 09:09 Guðmundur Kristjánsson sagði skilið við forstjórastöðuna hjá Brimi í liðinni viku. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Samkeppnisyfirlitið hyggst rannsaka „hvort stofnast hafi til yfirráða Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila í Brimi hf. vegna tiltekinna viðskipta Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila á árinu 2019 með eignarhluti í Brimi hf,“ eins og það er orðað í tilkynningu Brims til Kauphallarinnar í gærkvöld. Það sé mat Samkeppniseftirlitsins að umrædd viðskipti hafi verið „þess fallin að hafa áhrif á mat á yfirráðum í félaginu í skilningi samkeppnislaga.“ Við rannsókn sína myndi Samkeppniseftirlitið taka afstöðu til þess hvort að við mögulega myndun yfirráða í Brimi hafi verið framkvæmdur samruni í andstöðu við samkeppnislög. Sjá einnig: Brim kaupir tvær útgerðir af bróður Guðmundar á þrjá milljarða Samhliða þessari yfirlýsingu tilkynnti Samkeppniseftirlitið Brimi að það „teldi ekki ástæðu til að aðhafast frekar“ vegna kaupa félagsins á Fiskvinnslunni Kambi hf. og Grábrók ehf. í október í fyrra. Eins og Vísir greindi frá á sínum tíma var stærsti hluthafinn í báðum félögunum bróðir Guðmundar Kristjánssonar, þáverandi forstjóra Brims. Guðmundur ákvað að segja skilið við forstjórastöðuna í liðinni viku vegna persónulegra ástæðna en mun þó áfram sitja í stjórn félagsins. Hann er þó eftir sem áður aðaleigandi stærsta hluthafa Brims, fyrrnefnds Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem fer með tæplega 45 prósent hlut í útgerðarfélaginu. Guðmundur taldi ekki tímabært að tjá sig nánar um persónulegu ástæðurnar fyrir því að hann ákvað að stíga úr stóli forstjóra. Hann ætti jafnvel von á að senda frá sér tilkynningu vegna þessa innan tíðar. Sjávarútvegur Samkeppnismál Brim Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Sjá meira
Samkeppnisyfirlitið hyggst rannsaka „hvort stofnast hafi til yfirráða Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila í Brimi hf. vegna tiltekinna viðskipta Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila á árinu 2019 með eignarhluti í Brimi hf,“ eins og það er orðað í tilkynningu Brims til Kauphallarinnar í gærkvöld. Það sé mat Samkeppniseftirlitsins að umrædd viðskipti hafi verið „þess fallin að hafa áhrif á mat á yfirráðum í félaginu í skilningi samkeppnislaga.“ Við rannsókn sína myndi Samkeppniseftirlitið taka afstöðu til þess hvort að við mögulega myndun yfirráða í Brimi hafi verið framkvæmdur samruni í andstöðu við samkeppnislög. Sjá einnig: Brim kaupir tvær útgerðir af bróður Guðmundar á þrjá milljarða Samhliða þessari yfirlýsingu tilkynnti Samkeppniseftirlitið Brimi að það „teldi ekki ástæðu til að aðhafast frekar“ vegna kaupa félagsins á Fiskvinnslunni Kambi hf. og Grábrók ehf. í október í fyrra. Eins og Vísir greindi frá á sínum tíma var stærsti hluthafinn í báðum félögunum bróðir Guðmundar Kristjánssonar, þáverandi forstjóra Brims. Guðmundur ákvað að segja skilið við forstjórastöðuna í liðinni viku vegna persónulegra ástæðna en mun þó áfram sitja í stjórn félagsins. Hann er þó eftir sem áður aðaleigandi stærsta hluthafa Brims, fyrrnefnds Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem fer með tæplega 45 prósent hlut í útgerðarfélaginu. Guðmundur taldi ekki tímabært að tjá sig nánar um persónulegu ástæðurnar fyrir því að hann ákvað að stíga úr stóli forstjóra. Hann ætti jafnvel von á að senda frá sér tilkynningu vegna þessa innan tíðar.
Sjávarútvegur Samkeppnismál Brim Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Sjá meira