Fyrsta skóflustungan tekin að nýju „fyrirmyndarríki“ í Gufunesi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. maí 2020 14:38 Hverfið sem mun rísa í Gufunesi er sérstaklega hugsað með þarfir ungs fólks og fyrstu kaupendur í huga. Vísir/Einar Borgarstjóri tók í hádeginu fyrstu skóflustunguna að nýju hverfi í Gufunesi sem er sérhannað fyrir fyrstu kaupendur. Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri verktakafyrirtækisins Þorpsins vistfélags, segir að með nýstárlegri hönnun hverfisins sé verið að reyna að búa til vistvænt samfélag. Ódýrustu íbúðirnar kosta minna en 20 milljónir króna. „Þetta eru 137 íbúðir undir verkefni borgarinnar „hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk.“ Ódýrustu íbúðirnar sem eru núna að fara í sölu verða undir 20 milljónum króna. Þetta er auðvitað bara stór dagur, við höfum unnið að þessu í þrjú ár og nú er komið að því að fara að moka“ Rúmlega 1.100 manns skráðu sig sem áhugasama kaupendur fyrir ári síðan og af þeim höfðu, í apríl, á fjórða hundruð staðfest umsókn. Umsóknarfrestur rennur út 15. maí næstkomandi en þá verður dregið á milli umsækjenda. Fyrstu kaupendur hafa forkaupsrétt. „Ég held að þær íbúðir sem eru núna á markaðnum séu of stórar og of dýrar og að markaðurinn hafi vanrækt að bjóða upp á íbúðir sem ungt fólk vill og ræður við að kaupa“ Umsóknarfrestur rennur út um miðjan mánuð.Vísir/Einar Vistfélagið hefur ákveðna hugmyndafræði að leiðarljósi. „Okkar hugmyndafræði er sú að búa til valkost fyrir ungt fólk þannig að það þurfi ekki að binda sig á áratuga klafa við það að eignast húsnæði. Það geti eignast einfalt, vandað húsnæði á góðu verði en á sama tíma erum við auðvitað að horfa á nýjar lausnir, deililausnir með sterka áherslu á umhverfismál. Við erum að reyna að búa til gott skapandi umhverfisvænt samfélag.“ Þorpið er bíllaust hverfi en við íbúðabyggðina eru matjurtagarðar til afnota fyrir íbúa til ræktunar. Runólfur skellti upp úr þegar hann var spurður hvort hann væri að reyna að búa til fyrirmyndarríki. „Eins og ég segi þá erum við ekki venjulegur verktaki, við erum félag sem er að reyna að búa til samfélag. Hverfið er hannað í kringum sólríkt torg, svolítið eins og torg í ítölskum miðaldarbæ. Þar er öll miðlæg þjónusta og það er lögð mikil áhersla á sameign. Þar er stórt vinnurými sem íbúar geta notað til vinnu á daginn. Það er síðan hægt að nota á kvöldin fyrir kaffihús og veislusal. Það er sameiginlegt þvottahús. Og síðan er nýjung sem er eins konar búr eða pósthús á einum stað sem er bæði pósthólf fyrir alla íbúa en líka hólf til að taka á móti aðkeyptum mat og þjónustu.“ Pælduð þið sérstaklega í hinum félagslega þætti við hönnun þorpsins? „Já, við fórum í mjög ítarlega greiningarvinnu. Við hittum nokkuð marga rýnihópa sem samanstóðu af ungu fólki og reyndum að greina þessar þarfir sem við vissum að væru til staðar. Við unnum þetta verkefni í samstarfi við ungt fólk sem við kölluðum til.“ Skipulag Reykjavík Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Borgarstjóri tók í hádeginu fyrstu skóflustunguna að nýju hverfi í Gufunesi sem er sérhannað fyrir fyrstu kaupendur. Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri verktakafyrirtækisins Þorpsins vistfélags, segir að með nýstárlegri hönnun hverfisins sé verið að reyna að búa til vistvænt samfélag. Ódýrustu íbúðirnar kosta minna en 20 milljónir króna. „Þetta eru 137 íbúðir undir verkefni borgarinnar „hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk.“ Ódýrustu íbúðirnar sem eru núna að fara í sölu verða undir 20 milljónum króna. Þetta er auðvitað bara stór dagur, við höfum unnið að þessu í þrjú ár og nú er komið að því að fara að moka“ Rúmlega 1.100 manns skráðu sig sem áhugasama kaupendur fyrir ári síðan og af þeim höfðu, í apríl, á fjórða hundruð staðfest umsókn. Umsóknarfrestur rennur út 15. maí næstkomandi en þá verður dregið á milli umsækjenda. Fyrstu kaupendur hafa forkaupsrétt. „Ég held að þær íbúðir sem eru núna á markaðnum séu of stórar og of dýrar og að markaðurinn hafi vanrækt að bjóða upp á íbúðir sem ungt fólk vill og ræður við að kaupa“ Umsóknarfrestur rennur út um miðjan mánuð.Vísir/Einar Vistfélagið hefur ákveðna hugmyndafræði að leiðarljósi. „Okkar hugmyndafræði er sú að búa til valkost fyrir ungt fólk þannig að það þurfi ekki að binda sig á áratuga klafa við það að eignast húsnæði. Það geti eignast einfalt, vandað húsnæði á góðu verði en á sama tíma erum við auðvitað að horfa á nýjar lausnir, deililausnir með sterka áherslu á umhverfismál. Við erum að reyna að búa til gott skapandi umhverfisvænt samfélag.“ Þorpið er bíllaust hverfi en við íbúðabyggðina eru matjurtagarðar til afnota fyrir íbúa til ræktunar. Runólfur skellti upp úr þegar hann var spurður hvort hann væri að reyna að búa til fyrirmyndarríki. „Eins og ég segi þá erum við ekki venjulegur verktaki, við erum félag sem er að reyna að búa til samfélag. Hverfið er hannað í kringum sólríkt torg, svolítið eins og torg í ítölskum miðaldarbæ. Þar er öll miðlæg þjónusta og það er lögð mikil áhersla á sameign. Þar er stórt vinnurými sem íbúar geta notað til vinnu á daginn. Það er síðan hægt að nota á kvöldin fyrir kaffihús og veislusal. Það er sameiginlegt þvottahús. Og síðan er nýjung sem er eins konar búr eða pósthús á einum stað sem er bæði pósthólf fyrir alla íbúa en líka hólf til að taka á móti aðkeyptum mat og þjónustu.“ Pælduð þið sérstaklega í hinum félagslega þætti við hönnun þorpsins? „Já, við fórum í mjög ítarlega greiningarvinnu. Við hittum nokkuð marga rýnihópa sem samanstóðu af ungu fólki og reyndum að greina þessar þarfir sem við vissum að væru til staðar. Við unnum þetta verkefni í samstarfi við ungt fólk sem við kölluðum til.“
Skipulag Reykjavík Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira