Rangt að láta Liverpool mæta Atlético Madrid Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2020 07:00 Þessir stuðningsmenn voru á leik Liverpool og Atlético Madrid á Anfield, leik sem hefði líklega betur verið sleppt. VÍSIR/GETTY Liverpool hefði ekki átt að mæta Atlético Madrid á Anfield í Meistaradeild Evrópu í fótbolta þann 11. mars, segir nýráðinn yfirmaður lýðheilsumála í Liverpool-borg. Liðin áttust við í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og vann Atlético einvígið eftir framlengdan leik á Anfield. Á leiknum voru 54.000 áhorfendur og þar á meðal 3.000 stuðningsmenn spænska liðsins. Á þeim tíma voru aðeins sex staðfest kórónuveirusmit í Liverpool-borg en veiran hafði hins vegar dreift meira úr sér í Madrid. Sama dag og leikurinn fór fram var til að mynda ákveðið að ekki yrðu spilaðir fleiri leikir í spænsku deildinni nema fyrir luktum dyrum, og spænsk yfirvöld höfðu látið loka skólum. Bresk yfirvöld voru hins vegar enn með þá stefnu að láta veiruna trufla daglegt líf sem minnst en ráðlögðu þeim sem töldu sig finna fyrir einkennum COVID-19 sýkingar að vera í heimasóttkví. Í gær voru staðfest smit í Liverpool orðin 309. „Það var ekki rétt ákvörðun að láta leikinn fara fram,“ sagði Matthe Ashton, sem í gær var skipaður yfirmaður lýðheilsumála í borginni, við The Guardian. Hann kvaðst þó ekki álasa þeim vísindamönnum og yfirmönnum heilbrigðismála sem ráðlagt hefðu stjórnvöldum að loka ekki á íþróttakappleiki. „Fólk tekur ekki rangar ákvarðanir viljandi. Kannski ríkti ekki skilningur á alvarleika stöðunnar hjá stjórnvöldum á þessum tíma,“ sagði Ashton og bætti við: „Þó að við vitum það aldrei fyrir víst þá gæti leikurinn við Atlético Madrid verið einn af þeim viðburðum og mannamótum sem höfðu áhrif á fjölgun smita í Liverpool. Leikurinn ætti svo sannarlega að vera hafður í huga í framtíðarrannsóknum á þessum atburðum svo að hægt sé að læra af þessu og sleppa við að gera sömu mistök.“ Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30 Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07 Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Sjá meira
Liverpool hefði ekki átt að mæta Atlético Madrid á Anfield í Meistaradeild Evrópu í fótbolta þann 11. mars, segir nýráðinn yfirmaður lýðheilsumála í Liverpool-borg. Liðin áttust við í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og vann Atlético einvígið eftir framlengdan leik á Anfield. Á leiknum voru 54.000 áhorfendur og þar á meðal 3.000 stuðningsmenn spænska liðsins. Á þeim tíma voru aðeins sex staðfest kórónuveirusmit í Liverpool-borg en veiran hafði hins vegar dreift meira úr sér í Madrid. Sama dag og leikurinn fór fram var til að mynda ákveðið að ekki yrðu spilaðir fleiri leikir í spænsku deildinni nema fyrir luktum dyrum, og spænsk yfirvöld höfðu látið loka skólum. Bresk yfirvöld voru hins vegar enn með þá stefnu að láta veiruna trufla daglegt líf sem minnst en ráðlögðu þeim sem töldu sig finna fyrir einkennum COVID-19 sýkingar að vera í heimasóttkví. Í gær voru staðfest smit í Liverpool orðin 309. „Það var ekki rétt ákvörðun að láta leikinn fara fram,“ sagði Matthe Ashton, sem í gær var skipaður yfirmaður lýðheilsumála í borginni, við The Guardian. Hann kvaðst þó ekki álasa þeim vísindamönnum og yfirmönnum heilbrigðismála sem ráðlagt hefðu stjórnvöldum að loka ekki á íþróttakappleiki. „Fólk tekur ekki rangar ákvarðanir viljandi. Kannski ríkti ekki skilningur á alvarleika stöðunnar hjá stjórnvöldum á þessum tíma,“ sagði Ashton og bætti við: „Þó að við vitum það aldrei fyrir víst þá gæti leikurinn við Atlético Madrid verið einn af þeim viðburðum og mannamótum sem höfðu áhrif á fjölgun smita í Liverpool. Leikurinn ætti svo sannarlega að vera hafður í huga í framtíðarrannsóknum á þessum atburðum svo að hægt sé að læra af þessu og sleppa við að gera sömu mistök.“
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30 Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07 Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Sjá meira
Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30
Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07
Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46