Rangt að láta Liverpool mæta Atlético Madrid Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2020 07:00 Þessir stuðningsmenn voru á leik Liverpool og Atlético Madrid á Anfield, leik sem hefði líklega betur verið sleppt. VÍSIR/GETTY Liverpool hefði ekki átt að mæta Atlético Madrid á Anfield í Meistaradeild Evrópu í fótbolta þann 11. mars, segir nýráðinn yfirmaður lýðheilsumála í Liverpool-borg. Liðin áttust við í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og vann Atlético einvígið eftir framlengdan leik á Anfield. Á leiknum voru 54.000 áhorfendur og þar á meðal 3.000 stuðningsmenn spænska liðsins. Á þeim tíma voru aðeins sex staðfest kórónuveirusmit í Liverpool-borg en veiran hafði hins vegar dreift meira úr sér í Madrid. Sama dag og leikurinn fór fram var til að mynda ákveðið að ekki yrðu spilaðir fleiri leikir í spænsku deildinni nema fyrir luktum dyrum, og spænsk yfirvöld höfðu látið loka skólum. Bresk yfirvöld voru hins vegar enn með þá stefnu að láta veiruna trufla daglegt líf sem minnst en ráðlögðu þeim sem töldu sig finna fyrir einkennum COVID-19 sýkingar að vera í heimasóttkví. Í gær voru staðfest smit í Liverpool orðin 309. „Það var ekki rétt ákvörðun að láta leikinn fara fram,“ sagði Matthe Ashton, sem í gær var skipaður yfirmaður lýðheilsumála í borginni, við The Guardian. Hann kvaðst þó ekki álasa þeim vísindamönnum og yfirmönnum heilbrigðismála sem ráðlagt hefðu stjórnvöldum að loka ekki á íþróttakappleiki. „Fólk tekur ekki rangar ákvarðanir viljandi. Kannski ríkti ekki skilningur á alvarleika stöðunnar hjá stjórnvöldum á þessum tíma,“ sagði Ashton og bætti við: „Þó að við vitum það aldrei fyrir víst þá gæti leikurinn við Atlético Madrid verið einn af þeim viðburðum og mannamótum sem höfðu áhrif á fjölgun smita í Liverpool. Leikurinn ætti svo sannarlega að vera hafður í huga í framtíðarrannsóknum á þessum atburðum svo að hægt sé að læra af þessu og sleppa við að gera sömu mistök.“ Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30 Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07 Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjá meira
Liverpool hefði ekki átt að mæta Atlético Madrid á Anfield í Meistaradeild Evrópu í fótbolta þann 11. mars, segir nýráðinn yfirmaður lýðheilsumála í Liverpool-borg. Liðin áttust við í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og vann Atlético einvígið eftir framlengdan leik á Anfield. Á leiknum voru 54.000 áhorfendur og þar á meðal 3.000 stuðningsmenn spænska liðsins. Á þeim tíma voru aðeins sex staðfest kórónuveirusmit í Liverpool-borg en veiran hafði hins vegar dreift meira úr sér í Madrid. Sama dag og leikurinn fór fram var til að mynda ákveðið að ekki yrðu spilaðir fleiri leikir í spænsku deildinni nema fyrir luktum dyrum, og spænsk yfirvöld höfðu látið loka skólum. Bresk yfirvöld voru hins vegar enn með þá stefnu að láta veiruna trufla daglegt líf sem minnst en ráðlögðu þeim sem töldu sig finna fyrir einkennum COVID-19 sýkingar að vera í heimasóttkví. Í gær voru staðfest smit í Liverpool orðin 309. „Það var ekki rétt ákvörðun að láta leikinn fara fram,“ sagði Matthe Ashton, sem í gær var skipaður yfirmaður lýðheilsumála í borginni, við The Guardian. Hann kvaðst þó ekki álasa þeim vísindamönnum og yfirmönnum heilbrigðismála sem ráðlagt hefðu stjórnvöldum að loka ekki á íþróttakappleiki. „Fólk tekur ekki rangar ákvarðanir viljandi. Kannski ríkti ekki skilningur á alvarleika stöðunnar hjá stjórnvöldum á þessum tíma,“ sagði Ashton og bætti við: „Þó að við vitum það aldrei fyrir víst þá gæti leikurinn við Atlético Madrid verið einn af þeim viðburðum og mannamótum sem höfðu áhrif á fjölgun smita í Liverpool. Leikurinn ætti svo sannarlega að vera hafður í huga í framtíðarrannsóknum á þessum atburðum svo að hægt sé að læra af þessu og sleppa við að gera sömu mistök.“
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30 Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07 Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjá meira
Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30
Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07
Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46