Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. maí 2020 20:00 Victor Orban er forsætisráðherra Ungverjalands. Hann hefur nú sankað að sér miklum, svo gott sem algjörum, völdum. EPA/ Andreas Schaad Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. Að mati Freedom House hefur lýðræði átt undir högg að sækja í ríkjum allt frá Mið-Evrópu til Mið-Asíu. Þróunin er einna skýrust í fjórum ríkjum síðasta áratuginn. Það er í Póllandi, Ungverjalandi, Svartfjallalandi og Serbíu. Hugveitan flokkar síðastnefndu ríkin þrjú ekki lengur sem lýðræðisríki, heldur á milli einræðis og lýðræðis. Og Pólland stefnir í sömu átt. Skýrsluhöfundar segja að einræðistilburðir Vucic Serbíuforseta og Dukanovic, forseta Svartfjallalands, séu afar greinilegir. Þá segir í skýrslunni að Lög og réttlæti, pólski stjórnarflokkurinn, grafi undan lýðræðinu með aðgerðum gegn sjálfstæði dómstóla. Einna mesta gagnrýni fær Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem er sagður ráðast trekk í trekk á grundvallarstoðir lýðræðis í landinu. Þess er vert að geta að ungverska þingið, sem flokkur Orbáns stýrir, samþykkti í apríl að heimila Orbán að stýra alfarið með tilskipunum í ótilgreindan tíma. Aldrei hefur Freedom House séð jafnhraða þróun í átt frá lýðræði. Evrópusambandið og Bandaríkin fá sinn skerf af gagnrýni fyrir að hafa ekki barist af meiri hörku gegn þessari þróun. Þá eru Rússar og Kínverjar sagðir auka ítök sín á svæðinu og reyna að notfæra sér veikra stöðu margra ríkja í Mið-Asíu, Mið- og Austur-Evrópu. Serbía Ungverjaland Pólland Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. Að mati Freedom House hefur lýðræði átt undir högg að sækja í ríkjum allt frá Mið-Evrópu til Mið-Asíu. Þróunin er einna skýrust í fjórum ríkjum síðasta áratuginn. Það er í Póllandi, Ungverjalandi, Svartfjallalandi og Serbíu. Hugveitan flokkar síðastnefndu ríkin þrjú ekki lengur sem lýðræðisríki, heldur á milli einræðis og lýðræðis. Og Pólland stefnir í sömu átt. Skýrsluhöfundar segja að einræðistilburðir Vucic Serbíuforseta og Dukanovic, forseta Svartfjallalands, séu afar greinilegir. Þá segir í skýrslunni að Lög og réttlæti, pólski stjórnarflokkurinn, grafi undan lýðræðinu með aðgerðum gegn sjálfstæði dómstóla. Einna mesta gagnrýni fær Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem er sagður ráðast trekk í trekk á grundvallarstoðir lýðræðis í landinu. Þess er vert að geta að ungverska þingið, sem flokkur Orbáns stýrir, samþykkti í apríl að heimila Orbán að stýra alfarið með tilskipunum í ótilgreindan tíma. Aldrei hefur Freedom House séð jafnhraða þróun í átt frá lýðræði. Evrópusambandið og Bandaríkin fá sinn skerf af gagnrýni fyrir að hafa ekki barist af meiri hörku gegn þessari þróun. Þá eru Rússar og Kínverjar sagðir auka ítök sín á svæðinu og reyna að notfæra sér veikra stöðu margra ríkja í Mið-Asíu, Mið- og Austur-Evrópu.
Serbía Ungverjaland Pólland Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira