Kindur og nýfædd lömb drápust í eldsvoða á Suðurlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. maí 2020 08:43 Frá Vík í Mýrdal en eldsvoðinn kom upp á bæ í hreppnum. Allt tiltækt slökkvilið í Vík var kallað út vegna eldsins. Vísir/Jói K. Að minnsta kosti sjö kindur, þar fjögur nýfædd lömb, drápust í eldsvoða sem kom upp á sveitabæ í Mýrdalshreppi á Suðurlandi skömmu fyrir klukkan 21 í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Þar segir að samkvæmt fyrstu tilkynningu vegna málsins hafi eldur verið í íbúðarhúsi en hann reyndist síðan vera í útihúsum sem standa nálægt íbúðarhúsinu. „Allt tiltækt lið slökkviliðs og sjúkraflutninga í Vík ásamt slökkviliðinu á Hvolsvelli og Hellu voru send á staðinn. Er lögregla kom á vettvang voru vegfarendur sem leið höfðu átt fram hjá bænum og nágrannar sem höfðu orðið eldsins varir komnir íbúunum til aðstoðar en útihúsin urðu alelda á skömmum tíma. Nú stendur sauðburður sem hæst og voru kindur komnar að burði hýstar í húsunum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Íbúum tókst með aðstoð vegfarenda að bjarga flestum kindunum úr húsunum en að minnsta þrjár kindur og fjögur nýfædd lömb drápust, eins og áður segir. Í tilkynningu lögreglu segir að slökkvistarf hafi gengið vel. Slökkvistarf tók um 90 mínútur en það gekk fyrst út á að verja íbúðarhúsið. „Slökkvilið þurfti meðal annars að sækja vatn á tankbíla töluvert frá bænum. Lögregla vill þakka viðbragðsaðilum fyrir snögg viðbrögð og sérstaklega þeim vegfarendum sem komu fyrstir að og aðstoðuðu við björgun sauðfjárins. Slökkvilið Víkur hafði vakt við útihúsin fram á nótt í öryggisskyni. Þá eru eldsupptök ókunn en rannsókn stendur yfir,“ segir í tilkynningu lögreglu. Mýrdalshreppur Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Að minnsta kosti sjö kindur, þar fjögur nýfædd lömb, drápust í eldsvoða sem kom upp á sveitabæ í Mýrdalshreppi á Suðurlandi skömmu fyrir klukkan 21 í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Þar segir að samkvæmt fyrstu tilkynningu vegna málsins hafi eldur verið í íbúðarhúsi en hann reyndist síðan vera í útihúsum sem standa nálægt íbúðarhúsinu. „Allt tiltækt lið slökkviliðs og sjúkraflutninga í Vík ásamt slökkviliðinu á Hvolsvelli og Hellu voru send á staðinn. Er lögregla kom á vettvang voru vegfarendur sem leið höfðu átt fram hjá bænum og nágrannar sem höfðu orðið eldsins varir komnir íbúunum til aðstoðar en útihúsin urðu alelda á skömmum tíma. Nú stendur sauðburður sem hæst og voru kindur komnar að burði hýstar í húsunum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Íbúum tókst með aðstoð vegfarenda að bjarga flestum kindunum úr húsunum en að minnsta þrjár kindur og fjögur nýfædd lömb drápust, eins og áður segir. Í tilkynningu lögreglu segir að slökkvistarf hafi gengið vel. Slökkvistarf tók um 90 mínútur en það gekk fyrst út á að verja íbúðarhúsið. „Slökkvilið þurfti meðal annars að sækja vatn á tankbíla töluvert frá bænum. Lögregla vill þakka viðbragðsaðilum fyrir snögg viðbrögð og sérstaklega þeim vegfarendum sem komu fyrstir að og aðstoðuðu við björgun sauðfjárins. Slökkvilið Víkur hafði vakt við útihúsin fram á nótt í öryggisskyni. Þá eru eldsupptök ókunn en rannsókn stendur yfir,“ segir í tilkynningu lögreglu.
Mýrdalshreppur Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira