Fanndís um baulið á Kópavogsvelli: „Var mjög móðguð til að byrja með en þetta voru ekki Blikar“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 20:00 Fanndís fagnar markinu fræga. vísir/daníel Fanndís Friðriksdóttir segir að hún hafi verið sár er hún heyrði baulað á sig á Kópavogsvelli síðasta sumar er hún mætti með núverandi liði sínu Val og spilaði við Breiðablik. Síðar meir komst hún að því að þetta voru ekki stuðningsmenn Blika sem bauluðu. Landsliðskonan knáa var gestur Sportsins í dag þar sem hún ræddi ýmis málefni við þá Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarson. Hún ræddi meðal annars atvikið síðasta sumar er baulað var á hana er hún var tekin af velli en hún hafði áður fyrr leikið með Blikum. „Ég var mjög móðguð til að byrja með en svo fattaði ég að þeir sem voru að baula voru ekki Blikar. Fólk veit að ég er Bliki og þeir Blikar sem eru alvöru Blikar gerðu það ekki. Ég fékk fullt af skilaboðum um það að þetta voru ekki alvöru Blikar,“ sagði Fanndís. Hún segir að hún hafi verið klár í fagnaðarlætin eftir leikinn því með sigri hefði Valur orðið meistari en leiknum lauk að endingu með 1-1 jafntefli. „Þetta særði mig strax eftir leikinn. Ég fór út af í leiknum því ég var alveg að fara togna og ég fór á bekkinn. Ég var svo reið og mér fannst þetta pirrandi. Ég var komin úr úlpunni og ætlaði að fara hlaupa inn á. Svo ég þurfti að fara aftur í úlpuna eins og einhver kjáni.“ Fanndís er keppnismanneskja mikil en hún skoraði mark Vals í leiknum og fagnaði vel og innilega. Aðspurð um umræðuna um að fagna ekki á móti sínu gamla félagi svaraði Fanndís: „Maður er keppnismanneskja og maður gleymir sér. Liðið sem ég er að spila með þarna er Valur og við vorum að vinna og ef við hefðum unnið leikinn hefðum við tryggt okkur titilinn. Eins og ég sagði við Steina þjálfara eftir leikinn þegar hann sagði að ég mætti ekki gera þetta á Kópavogsvelli þá sagði ég bara að ég réði ekki við mig.“ Klippa: Sportið í dag - Fanndís um baulið á Kópavogsvelli Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Breiðablik Valur Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Sjá meira
Fanndís Friðriksdóttir segir að hún hafi verið sár er hún heyrði baulað á sig á Kópavogsvelli síðasta sumar er hún mætti með núverandi liði sínu Val og spilaði við Breiðablik. Síðar meir komst hún að því að þetta voru ekki stuðningsmenn Blika sem bauluðu. Landsliðskonan knáa var gestur Sportsins í dag þar sem hún ræddi ýmis málefni við þá Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarson. Hún ræddi meðal annars atvikið síðasta sumar er baulað var á hana er hún var tekin af velli en hún hafði áður fyrr leikið með Blikum. „Ég var mjög móðguð til að byrja með en svo fattaði ég að þeir sem voru að baula voru ekki Blikar. Fólk veit að ég er Bliki og þeir Blikar sem eru alvöru Blikar gerðu það ekki. Ég fékk fullt af skilaboðum um það að þetta voru ekki alvöru Blikar,“ sagði Fanndís. Hún segir að hún hafi verið klár í fagnaðarlætin eftir leikinn því með sigri hefði Valur orðið meistari en leiknum lauk að endingu með 1-1 jafntefli. „Þetta særði mig strax eftir leikinn. Ég fór út af í leiknum því ég var alveg að fara togna og ég fór á bekkinn. Ég var svo reið og mér fannst þetta pirrandi. Ég var komin úr úlpunni og ætlaði að fara hlaupa inn á. Svo ég þurfti að fara aftur í úlpuna eins og einhver kjáni.“ Fanndís er keppnismanneskja mikil en hún skoraði mark Vals í leiknum og fagnaði vel og innilega. Aðspurð um umræðuna um að fagna ekki á móti sínu gamla félagi svaraði Fanndís: „Maður er keppnismanneskja og maður gleymir sér. Liðið sem ég er að spila með þarna er Valur og við vorum að vinna og ef við hefðum unnið leikinn hefðum við tryggt okkur titilinn. Eins og ég sagði við Steina þjálfara eftir leikinn þegar hann sagði að ég mætti ekki gera þetta á Kópavogsvelli þá sagði ég bara að ég réði ekki við mig.“ Klippa: Sportið í dag - Fanndís um baulið á Kópavogsvelli Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Breiðablik Valur Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Sjá meira