Ekki hægt að girða fyrir alla misnotkun vegna flýtis Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. maí 2020 19:28 Hlutabótaleið stjórnvalda var unnin í flýti og því viðbúið að ekki væri hægt að girða fyrir alla mögulega misnotkun, að sögn formanns velferðarnefndar. Fundað hefur verið um helgina til að bregðast við þeirra gagnrýni sem meint misnotkun hennar sætir. Frengir af stöndugum fyrirtækjum sem hafa þegið hlutabætur fyrir starfsmenn sína, samhliða því að greiða sér arð, kaupa eigin bréf eða skila milljarða hagnaði, hafa ekki aðeins framkallað fordæmingu í vikunni heldur einnig hávær áköll um að stoppað verði í göt hlutabótaleiðarinnar. Meðlimir velferðarnefndar Alþingis fjarfunduðu hver í sínu horni í dag með félagsmálaráðherra um einmitt þetta, hvernig bæta megi hlutabæturnar. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, segir að niðurstaða hafi ekki fengist á fundinum en nefndin sé að kanna möguleika á að bregðast við stöðunni sem er komin upp. Skiptar skoðanir séu uppi innan nefndarinnar um hversu langur tími sé til stefnu. „Við höfum frumvarp á borðinu en það kemur kannski í ljós eftir helgi hvernig þetta verður,“ segir Helga Vala. Þá hafa stjórnmálamenn kallað eftir því að fyrirtækin sem nýti sér hlutabótaleiðina verði afhjúpuð. Utanríkisráðherra segir málið einfalt, það eigi að birta listann yfir fyrirtækin og fjármálaráðherra segir að það kæmi sér á óvart ef ekki megi birta nöfn fyrirtækjanna. Vinnumálastofnun telur sig ekki hafa heimild til þess að birta listann og ber fyrir sig persónuverndarlög, en Persónuvernd segir að almennt séð gildi reglur persónuverndarlaga ekki um fyrirtæki, mögulega þurfi þó að taka tillit til laganna ef um fámenn fyrirtæki er að ræða. Málið er til skoðunar og má vænta niðurstöðu á næstunni. Aðspurð um hvort stjórnmálamenn beri ekki sökina á þeirri stöðu sem upp er komin, í ljósi þess að þeir útbjuggu leikreglur hlutabótanna og mistókst að girða fyrir misnotkun, segir Helga Vala að hlutabæturnar hafi verið unnar í flýti og áhersla lögð á að grípa sem flesta. „Ef við hefðum haft sex mánuði til þess að útbúa þetta hefðum við mögulega getað girt fyrir allt en þó ekkert endilega, við getum auðvitað aldrei verið viss um það,“ segir hún. Frumvarpið hafi verið samið á skömmum tíma en tekið breytingum til hins betra í meðförum þingsins. „Það breyttist úr pínulitlu máli yfir í það að grípa meginþorra vinnandi fólks á markaði. Þá geta svona hlutir gerst. Það er bara þannig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05 Vill að listi yfir fyrirtæki í hlutabótaleið verði birtur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu. 8. maí 2020 20:12 Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Sjá meira
Hlutabótaleið stjórnvalda var unnin í flýti og því viðbúið að ekki væri hægt að girða fyrir alla mögulega misnotkun, að sögn formanns velferðarnefndar. Fundað hefur verið um helgina til að bregðast við þeirra gagnrýni sem meint misnotkun hennar sætir. Frengir af stöndugum fyrirtækjum sem hafa þegið hlutabætur fyrir starfsmenn sína, samhliða því að greiða sér arð, kaupa eigin bréf eða skila milljarða hagnaði, hafa ekki aðeins framkallað fordæmingu í vikunni heldur einnig hávær áköll um að stoppað verði í göt hlutabótaleiðarinnar. Meðlimir velferðarnefndar Alþingis fjarfunduðu hver í sínu horni í dag með félagsmálaráðherra um einmitt þetta, hvernig bæta megi hlutabæturnar. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, segir að niðurstaða hafi ekki fengist á fundinum en nefndin sé að kanna möguleika á að bregðast við stöðunni sem er komin upp. Skiptar skoðanir séu uppi innan nefndarinnar um hversu langur tími sé til stefnu. „Við höfum frumvarp á borðinu en það kemur kannski í ljós eftir helgi hvernig þetta verður,“ segir Helga Vala. Þá hafa stjórnmálamenn kallað eftir því að fyrirtækin sem nýti sér hlutabótaleiðina verði afhjúpuð. Utanríkisráðherra segir málið einfalt, það eigi að birta listann yfir fyrirtækin og fjármálaráðherra segir að það kæmi sér á óvart ef ekki megi birta nöfn fyrirtækjanna. Vinnumálastofnun telur sig ekki hafa heimild til þess að birta listann og ber fyrir sig persónuverndarlög, en Persónuvernd segir að almennt séð gildi reglur persónuverndarlaga ekki um fyrirtæki, mögulega þurfi þó að taka tillit til laganna ef um fámenn fyrirtæki er að ræða. Málið er til skoðunar og má vænta niðurstöðu á næstunni. Aðspurð um hvort stjórnmálamenn beri ekki sökina á þeirri stöðu sem upp er komin, í ljósi þess að þeir útbjuggu leikreglur hlutabótanna og mistókst að girða fyrir misnotkun, segir Helga Vala að hlutabæturnar hafi verið unnar í flýti og áhersla lögð á að grípa sem flesta. „Ef við hefðum haft sex mánuði til þess að útbúa þetta hefðum við mögulega getað girt fyrir allt en þó ekkert endilega, við getum auðvitað aldrei verið viss um það,“ segir hún. Frumvarpið hafi verið samið á skömmum tíma en tekið breytingum til hins betra í meðförum þingsins. „Það breyttist úr pínulitlu máli yfir í það að grípa meginþorra vinnandi fólks á markaði. Þá geta svona hlutir gerst. Það er bara þannig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05 Vill að listi yfir fyrirtæki í hlutabótaleið verði birtur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu. 8. maí 2020 20:12 Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Sjá meira
Alvarlegt ef fyrirtæki misnotuðu hlutastarfaleiðina Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hlutastarfaleiðina hafa gert störf öruggari og tryggt framfærslu fólks. Úrræðið hafi heppnast vel, markmiðinu hafi verið náð og fólk hafi upplifað lítið tekjutap þrátt fyrir skert starfshlutfall. 9. maí 2020 12:05
Vill að listi yfir fyrirtæki í hlutabótaleið verði birtur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina svokölluðu. 8. maí 2020 20:12
Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45
Hagar endurgreiða og Festi hættir að þiggja Fyrirtækin Hagar og Festi hafa ákveðið að nýta sér ekki hlutabótaleið stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningum frá fyrirtækjunum á fimmta tímanum. 8. maí 2020 16:53