Segir starfsfólk Icelandair vera lausnina, ekki vandamálið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. maí 2020 12:02 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Egill. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, virðist ekki vera kátur með þá upplifun forstjóra Icelandair að helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair sé starfsfólkið sem starfi hjá fyrirtækinu. Hann spyr hvort að það séu frekar stjórnendurnir sem séu fyrirstaðan. Í gær var greint frá bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, til starfsmanna þar sem hann sagði að ljúka verði langtímasamningum við flugstéttir félagsins fyrir föstudaginn 22. maí. Lækka yrði launakostnað og að samningaviðræður við flugstéttir innan félagsins mættu vera á betri stað. Fjárfestar gerðu kröfu um nýja langtímasamninga við flugstéttir sem gætu gert félagið samkeppnishæft á næstu árum. Í stöðuuppfærslu á Facebook gefur Ragnar Þór lítið fyrir þessar skýringar Boga og segir að miðað við mörg samtöl við stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verslunarmanna, sem er næst stærsti eigandi Icelandair og ætla megi að eigi í viðræðum um framtíð Icelandair, hafi stjórn sjóðsins ekki farið fram á að endursemja þurfi við starfsfólk félagsis svo það verði samkeppnishæft við önnur flugfélög. „Ég get þó nánast fullyrt að lífeyrissjóðirnir opna ekki buddur sínar fyrir félag sem ætlar starfsfólki að afsala sér grundvallar réttindum,“ skrifar Ragnar og spyr hvort að stjórnendur félagsins sé helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair. Hann segist vera orðinn þreyttur á því að starfsfólkið sé gert að vandamáli þegar illa gengur þegar aðrar skýringar blasi við. Þá telur hann líkegt að Icelandair verði bjargað fari allt á versta veg, það sé ekki slæmur kostur. „En hvernig sem það verður gert munum við tryggja að réttindi og samningar við starfsfólkið verði virt svo sómi sé af. Vil að lokum senda starfsfólki Icelandair baráttukveðjur. Þið eruð lausnin ekki vandamálið,“ skrifar Ragnar Þór. Icelandair Kjaramál Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, virðist ekki vera kátur með þá upplifun forstjóra Icelandair að helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair sé starfsfólkið sem starfi hjá fyrirtækinu. Hann spyr hvort að það séu frekar stjórnendurnir sem séu fyrirstaðan. Í gær var greint frá bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, til starfsmanna þar sem hann sagði að ljúka verði langtímasamningum við flugstéttir félagsins fyrir föstudaginn 22. maí. Lækka yrði launakostnað og að samningaviðræður við flugstéttir innan félagsins mættu vera á betri stað. Fjárfestar gerðu kröfu um nýja langtímasamninga við flugstéttir sem gætu gert félagið samkeppnishæft á næstu árum. Í stöðuuppfærslu á Facebook gefur Ragnar Þór lítið fyrir þessar skýringar Boga og segir að miðað við mörg samtöl við stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verslunarmanna, sem er næst stærsti eigandi Icelandair og ætla megi að eigi í viðræðum um framtíð Icelandair, hafi stjórn sjóðsins ekki farið fram á að endursemja þurfi við starfsfólk félagsis svo það verði samkeppnishæft við önnur flugfélög. „Ég get þó nánast fullyrt að lífeyrissjóðirnir opna ekki buddur sínar fyrir félag sem ætlar starfsfólki að afsala sér grundvallar réttindum,“ skrifar Ragnar og spyr hvort að stjórnendur félagsins sé helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair. Hann segist vera orðinn þreyttur á því að starfsfólkið sé gert að vandamáli þegar illa gengur þegar aðrar skýringar blasi við. Þá telur hann líkegt að Icelandair verði bjargað fari allt á versta veg, það sé ekki slæmur kostur. „En hvernig sem það verður gert munum við tryggja að réttindi og samningar við starfsfólkið verði virt svo sómi sé af. Vil að lokum senda starfsfólki Icelandair baráttukveðjur. Þið eruð lausnin ekki vandamálið,“ skrifar Ragnar Þór.
Icelandair Kjaramál Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun