Tíu nýir fulltrúar verða valdir í ungmennaráð heimsmarkmiðanna Heimsljós 11. maí 2020 11:01 Opnað hefur verið fyrir umsóknir í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á vef heimsmarkmiðanna. Óskað er eftir umsóknum frá ungmennum á aldrinum 13 til 18 ára hvaðanæva af landinu. Tíu nýir fulltrúar verða valdir í ráðið auk tveggja fulltrúa sem halda sæti sínu frá fyrra starfsári. Nýskipað ungmennaráð kemur saman í september og starfar út næstkomandi skólaár. Umsóknarfrestur er til og með 24. maí næstkomandi. Ungmennaráð heimsmarkmiðanna tók fyrst til starfa í apríl 2018. Hlutverk þess er að fræðast og fjalla um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna ásamt því að koma áherslumálum sínum á framfæri og miðla upplýsingum um markmiðin og sjálfbæra þróun. Ungmennaráðið veitir stjórnvöldum einnig ráðgjöf við innleiðingu markmiðanna ásamt því að eiga árlegan fund með ríkisstjórn. Ein af megináherslum heimsmarkmiðanna er samvinna á milli ólíkra hagsmunaaðila um markmiðin, þar á meðal ungmenna. Ráðinu er þannig ætlað að vera lifandi vettvangur þar sem heimsmarkmiðin eru höfð að leiðarljósi og rædd með gagnrýnum og lausnamiðuðum hætti. Þá er starfsemi ungmennaráðsins í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem kveðið er á um að framfylgja skuli ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, meðal annars um aukin áhrif barna í samfélaginu. Áformað er að skipuð verði valnefnd með ungmennafulltrúum til að yfirfara umsóknirnar og velja úr þeim fulltrúa í ráðið. Það er gert til að auka gagnsæi við úrvinnslu umsókna og styrkja umboð fulltrúa í ungmennaráðinu. Umsóknarform fyrir ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna Nánari upplýsingar um heimsmarkmiðin má finna á heimsmarkmidin.is og á Facebook síðum heimsmarkmiðanna og ungmennaráðsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á vef heimsmarkmiðanna. Óskað er eftir umsóknum frá ungmennum á aldrinum 13 til 18 ára hvaðanæva af landinu. Tíu nýir fulltrúar verða valdir í ráðið auk tveggja fulltrúa sem halda sæti sínu frá fyrra starfsári. Nýskipað ungmennaráð kemur saman í september og starfar út næstkomandi skólaár. Umsóknarfrestur er til og með 24. maí næstkomandi. Ungmennaráð heimsmarkmiðanna tók fyrst til starfa í apríl 2018. Hlutverk þess er að fræðast og fjalla um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna ásamt því að koma áherslumálum sínum á framfæri og miðla upplýsingum um markmiðin og sjálfbæra þróun. Ungmennaráðið veitir stjórnvöldum einnig ráðgjöf við innleiðingu markmiðanna ásamt því að eiga árlegan fund með ríkisstjórn. Ein af megináherslum heimsmarkmiðanna er samvinna á milli ólíkra hagsmunaaðila um markmiðin, þar á meðal ungmenna. Ráðinu er þannig ætlað að vera lifandi vettvangur þar sem heimsmarkmiðin eru höfð að leiðarljósi og rædd með gagnrýnum og lausnamiðuðum hætti. Þá er starfsemi ungmennaráðsins í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem kveðið er á um að framfylgja skuli ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, meðal annars um aukin áhrif barna í samfélaginu. Áformað er að skipuð verði valnefnd með ungmennafulltrúum til að yfirfara umsóknirnar og velja úr þeim fulltrúa í ráðið. Það er gert til að auka gagnsæi við úrvinnslu umsókna og styrkja umboð fulltrúa í ungmennaráðinu. Umsóknarform fyrir ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna Nánari upplýsingar um heimsmarkmiðin má finna á heimsmarkmidin.is og á Facebook síðum heimsmarkmiðanna og ungmennaráðsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent