Alræmdur glæpaleiðtogi lést í fangelsi af völdum veirunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2020 22:42 Lögregla hafði hendur í hári Escamilla árið 2008. Vísir/Getty Moisés Escamilla May, alræmdur mexíkóskur glæpaleiðtogi, lést í fangelsi í Mexíkó á föstudag. Ástæðan var Covid-19, sjúkdómurinn sem kórónuveiran getur valdið. Escamilla, sem var 45 ára þegar hann lést, var leiðtogi hóps innan glæpagengisins Los Zetas. Hópurinn sem hann leiddi starfaði að mestu í Cancún í Mexíkó, sem er vinsæll ferðamannastaður. Raunar var hann sá umsvifamesti á kókaínmarkaði á svæðinu, þar til lögreglu tókst að hafa hendur í hári hans árið 2008. Hann afplánaði 37 ára fangelsisdóm þegar hann lést. Dóminn hlaut hann meðal annars fyrir aðild sína að aftökum á 12 mönnum. Escamilla er á vef breska ríkisútvarpsins BBC sagður hafa byrjað að finna fyrir erfiðleikum með öndun síðastliðinn miðvikudag. Hann lést tveimur dögum síðar, en mexíkósk stjórnvöld greindu ekki frá andláti hans fyrr en í dag. Alls hafa 35 þúsund tilfelli kórónuveirunnar verið staðfest í Mexíkó. Samkvæmt opinberum tölum hafa 3.645 manns látið lífið af völdum hennar. Hafa varað við aðbúnaði í fangelsum Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að aðbúnaður í fangelsum rómönsku Ameríku, sem oft á tíðum er ansi slæmur, geti valdið því að kórónuveiran breiðist óáreitt út milli fanga og starfsmanna fangelsa. Þannig verði fangelsin eins konar gróðrarstía veirunnar. Ástandið í fangelsum þessa heimshluta hefur valdið uppþotum meðal fanga í Venesúela, Kólumbíu og Perú. Fangar telja fangelsisyfirvöld ekki hafa gert nóg til þess að draga úr hættu á útbreiðslu veirunnar innan veggja fangelsanna. Þá hafa mexíkósk lög sem veitt hafa ákveðnum hópi fanga sakaruppgjöf, til þess að draga úr álagi á fangelsi, mætt harðri gagnrýni aðgerðasinna sem telja að ekki sé nógu langt gengið til þess að tryggja öryggi fanga. Mexíkó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Moisés Escamilla May, alræmdur mexíkóskur glæpaleiðtogi, lést í fangelsi í Mexíkó á föstudag. Ástæðan var Covid-19, sjúkdómurinn sem kórónuveiran getur valdið. Escamilla, sem var 45 ára þegar hann lést, var leiðtogi hóps innan glæpagengisins Los Zetas. Hópurinn sem hann leiddi starfaði að mestu í Cancún í Mexíkó, sem er vinsæll ferðamannastaður. Raunar var hann sá umsvifamesti á kókaínmarkaði á svæðinu, þar til lögreglu tókst að hafa hendur í hári hans árið 2008. Hann afplánaði 37 ára fangelsisdóm þegar hann lést. Dóminn hlaut hann meðal annars fyrir aðild sína að aftökum á 12 mönnum. Escamilla er á vef breska ríkisútvarpsins BBC sagður hafa byrjað að finna fyrir erfiðleikum með öndun síðastliðinn miðvikudag. Hann lést tveimur dögum síðar, en mexíkósk stjórnvöld greindu ekki frá andláti hans fyrr en í dag. Alls hafa 35 þúsund tilfelli kórónuveirunnar verið staðfest í Mexíkó. Samkvæmt opinberum tölum hafa 3.645 manns látið lífið af völdum hennar. Hafa varað við aðbúnaði í fangelsum Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að aðbúnaður í fangelsum rómönsku Ameríku, sem oft á tíðum er ansi slæmur, geti valdið því að kórónuveiran breiðist óáreitt út milli fanga og starfsmanna fangelsa. Þannig verði fangelsin eins konar gróðrarstía veirunnar. Ástandið í fangelsum þessa heimshluta hefur valdið uppþotum meðal fanga í Venesúela, Kólumbíu og Perú. Fangar telja fangelsisyfirvöld ekki hafa gert nóg til þess að draga úr hættu á útbreiðslu veirunnar innan veggja fangelsanna. Þá hafa mexíkósk lög sem veitt hafa ákveðnum hópi fanga sakaruppgjöf, til þess að draga úr álagi á fangelsi, mætt harðri gagnrýni aðgerðasinna sem telja að ekki sé nógu langt gengið til þess að tryggja öryggi fanga.
Mexíkó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira