Fleiri sögð látin í Rússlandi en gefið er upp Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2020 14:17 Verkamenn að störfum í Moskvu í dag. EPA/YURI KOCHETKOV Rússland er nú í öðru sæti ríkja heimsins yfir fjölda smitaðra sem hafa verið greind. Alls hafa 232.243 greinst með nýju kórónuveirunnar í Rússlandi. Smituðum hefur fjölgað hratt í Rússlandi að undanförnu eða um um það bil tíu til ellefu þúsund á dag frá þar síðustu helgi. Spánn er í þriðja sæti með minnst 227.436 sem hafa smitast, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins. Sé litið til meðaltals smitaðra hafa 158 af hverjum hundrað þúsund íbúum smitast. Á Spáni er sú tala 487. Á Bretlandi 337 og 364 á Ítalíu, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Dmitry Peskov, fjölmiðlafulltrúi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, tilkynnti í dag að hann hefði verið lagður inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Samkvæmt frétt Moscow Times hefur Tatyana Navka einnig verið lögð inn á sjúkrahús. Í samtali við TASS segist Peskov síðast hafa hitt Pútín fyrir rúmum mánuði. Auk hans hafa Olga Lyubimova, menningarráðherra, Vladimir Yakushev, framkvæmdaráðherra, og Mikhail Mishustin, forsætisráðherra, einnig smitast af veirunni. Þar að auki hefur aðstoðarstarfsmannastjóri Pútín einnig smitast. Ósammræmi í fjölda smitaðra og látinna Töluvert ósamræmi er á milli fjölda greindra smitaðra og þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Rússlandi, sé það borið saman við ríki þar sem sambærilegur fjöldi smita hafa greinst. Samkvæmt opinberum tölum hafa 2.116 af þeim 232.243 sem hafa smitast dáið í Rússlandi. Á Spáni hafa 2278.436 smitast, svo vitað sé, og 26.744 dáið. Á Bretlandi hafa 224.332 smitast og 32.141 dáið. Á Ítalíu hafa svo 219.814 smitast og 30.739 dáið. Yfirvöld Moskvu birtu þó á föstudaginn gögn sem þykja til marks um að ríkisstjórn Rússlands hafi ekki gefið upp réttar upplýsingar um dauðsföll. Blaðamenn New York Times hafa farið yfir þessi gögn og segja þau sýna fram á að dauðsföll í Moskvu í apríl sé rúmlega 1.700 fleiri en meðaltal síðustu fimm ára. Þrátt fyrir það sögðu yfirvöld Rússlands að einungis 642 hafi dáið vegna Covid-19 í Moskvu í apríl. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ávarpaði þjóðina í gær og sagði tíma til kominn að byrja að létta á takmörkunum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar.EPA/ALEXEI NIKOLSKY/Kremlin Fyrsta dauðsfallið vegna Covid-19 var tilkynnt þann 19. mars. Þá dó 70 ára kona í Moskvu. Dauði hennar var svo endurskilgreindur vegna blóðtappa seinna meir og tekinn af listanum. Sjá einnig: Hafa verið meðvituð um blóðtappahættuna vegna Covid í tvo mánuði Yfirvöld landsins hafa ítrekað stært sig af því hve lág dánartíðnin er í Rússlandi og á ríkissjónvarpsstöðvum Rússlands hefur því sömuleiðis verið flaggað til marks um það hve betri ríkisstjórn Pútín sé gegn kórónuveirunni en ríkisstjórnir vestrænna ríkja. Pútín hélt sjónvarpsávarp í gær þar sem hann sagði að búið væri að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar en sigurinn væri þó ekki unninn. Tilkynnti hann að byrja ætti að draga úr takmörkunum á ferðafrelsi og atvinnulífinu vegna faraldursins. Lagði forsetinn verkið, og ábyrgðina, í hendur ríkisstjóra Rússlands. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Rússland er nú í öðru sæti ríkja heimsins yfir fjölda smitaðra sem hafa verið greind. Alls hafa 232.243 greinst með nýju kórónuveirunnar í Rússlandi. Smituðum hefur fjölgað hratt í Rússlandi að undanförnu eða um um það bil tíu til ellefu þúsund á dag frá þar síðustu helgi. Spánn er í þriðja sæti með minnst 227.436 sem hafa smitast, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins. Sé litið til meðaltals smitaðra hafa 158 af hverjum hundrað þúsund íbúum smitast. Á Spáni er sú tala 487. Á Bretlandi 337 og 364 á Ítalíu, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Dmitry Peskov, fjölmiðlafulltrúi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, tilkynnti í dag að hann hefði verið lagður inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Samkvæmt frétt Moscow Times hefur Tatyana Navka einnig verið lögð inn á sjúkrahús. Í samtali við TASS segist Peskov síðast hafa hitt Pútín fyrir rúmum mánuði. Auk hans hafa Olga Lyubimova, menningarráðherra, Vladimir Yakushev, framkvæmdaráðherra, og Mikhail Mishustin, forsætisráðherra, einnig smitast af veirunni. Þar að auki hefur aðstoðarstarfsmannastjóri Pútín einnig smitast. Ósammræmi í fjölda smitaðra og látinna Töluvert ósamræmi er á milli fjölda greindra smitaðra og þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Rússlandi, sé það borið saman við ríki þar sem sambærilegur fjöldi smita hafa greinst. Samkvæmt opinberum tölum hafa 2.116 af þeim 232.243 sem hafa smitast dáið í Rússlandi. Á Spáni hafa 2278.436 smitast, svo vitað sé, og 26.744 dáið. Á Bretlandi hafa 224.332 smitast og 32.141 dáið. Á Ítalíu hafa svo 219.814 smitast og 30.739 dáið. Yfirvöld Moskvu birtu þó á föstudaginn gögn sem þykja til marks um að ríkisstjórn Rússlands hafi ekki gefið upp réttar upplýsingar um dauðsföll. Blaðamenn New York Times hafa farið yfir þessi gögn og segja þau sýna fram á að dauðsföll í Moskvu í apríl sé rúmlega 1.700 fleiri en meðaltal síðustu fimm ára. Þrátt fyrir það sögðu yfirvöld Rússlands að einungis 642 hafi dáið vegna Covid-19 í Moskvu í apríl. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ávarpaði þjóðina í gær og sagði tíma til kominn að byrja að létta á takmörkunum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar.EPA/ALEXEI NIKOLSKY/Kremlin Fyrsta dauðsfallið vegna Covid-19 var tilkynnt þann 19. mars. Þá dó 70 ára kona í Moskvu. Dauði hennar var svo endurskilgreindur vegna blóðtappa seinna meir og tekinn af listanum. Sjá einnig: Hafa verið meðvituð um blóðtappahættuna vegna Covid í tvo mánuði Yfirvöld landsins hafa ítrekað stært sig af því hve lág dánartíðnin er í Rússlandi og á ríkissjónvarpsstöðvum Rússlands hefur því sömuleiðis verið flaggað til marks um það hve betri ríkisstjórn Pútín sé gegn kórónuveirunni en ríkisstjórnir vestrænna ríkja. Pútín hélt sjónvarpsávarp í gær þar sem hann sagði að búið væri að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar en sigurinn væri þó ekki unninn. Tilkynnti hann að byrja ætti að draga úr takmörkunum á ferðafrelsi og atvinnulífinu vegna faraldursins. Lagði forsetinn verkið, og ábyrgðina, í hendur ríkisstjóra Rússlands.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira