Snúið að afgreiða fulla flugvél á skömmum tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2020 16:07 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir alla sammála um að fara þessa leið. Það hafi verið ákveðið eftir djúpa umræðu þar sem málið var skoðað frá mörgum hliðum. Hér er Víðir með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það stórt verkefni þegar boðið verður upp á skimun við kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Prófin séu aðeins hluti af öryggisventlinum við komu ferðamanna til landsins. Allir séu sammála um að fara þessa leið. Forsætisráðherra kynnti á blaðamannafundi í Safnahúsinu í dag afléttingu ferðatakmarkana sem taka gildi þann 15. júní. Þá geta þeir sem koma til Íslands sloppið við tveggja vikna sóttkví fari þeir í skimun. Víðir segir í samtali við fréttastofu að verkefnið sé stórt, flókiðog kalli á aðkomu margra til að tryggja að það gangi örugglega fyrir sig. Kallar á fjölmarga starfsmenn „Það er snúið að afgreiða eina flugvéla á stuttum tíma,“ segir Víðir og bendir á að vinnan þurfi að falla vel að skipulaginu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kalli á mikla samvinnu. Ljóst er að verkefnið kallar á tugi fólks í vinnu á vellinum, allan sólarhringinn þegar fram í sækir. Nú er á dagskrá að leggjast yfir það og greina kostnaðinn. Fólk hafi ákveðna hugmynd um hvað þetta muni kosta en það þurfi að skoða. Vonir standa til að ferðamönnum fjölgi upp úr 15. júní þótt ekki sé reiknað með neinum fjölda í líkingu við það sem verið hefur undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Víðir segir hluta ástæðunnar að grípa eigi til þessara aðgerða fyrr en síðar vera þá að geta keyrt alla verkferla með tiltölulega fáum ferðamönnum, eins og vænta má að staðan verði til að byrja með. „Þá getum við rekið okkur á hornin í þessum verkefnum áður en við fáum yfir okkur einhvern fjölda.“ Prófa í tvær vikur Önnur landamæri verði skoðuð í framhaldinu, þ.e. sjóleiðina á Seyðisfirði og svo flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Talað sé um að prófa aðgerðirnar í tvær vikur í Keflavík og meta svo stöðuna. Staðan á landamærunum í Seyðisfirði, Akureyri og Egilsstöðum verður líkast til skoðuð tveimur vikum eftir aðgerðirnar á Keflavíkurflugvelli 15. júní.Vísir/JóiK Víðir segir ljóst að mikill kostnaður sé fólginn í því að skima alla við komuna til landsins. Kostnaðargreining muni skera úr hvort það sé hagkvæmt en þó sé talið að það verði yfirstíganlegt. Ekki sé talið vitrænt að halda landinu lokuðu áfram. Prófin sem notast verður við á Keflavíkurflugvelli séu ekki pottþétt. Fylgjast með hverju skrefi ferðamannsins „Það er ekkert 100% í þessu, frekar en annað í þessum heimi. Þarna er tekin punktstaða sem segir hvort þú sért með veiruna á þeim tíma sem prófið er tekið,“ segir Víðir. Alltaf sé erfitt að greina einkennalaust fólk en prófið sé bara hluti aðgerðanna. Fylgjast á með ferðamanninum áður en hann fer af stað að heiman. Hann þurfi að veita upplýsingar, hlaða niður smitrakningarappinu og jafnvel fleirum og svo er fylgst með honum við komuna til landsins. Gengið sé úr skugga um að hann hafi þær upplýsingar sem hann þurfi að hafa til að láta vita ef hann finnur fyrir einkennum. Víðir segir þessa útfærslu eina af mörgum sem hafi verið skoðaðar. Allir séu sammála um að fara þessa leið en umræðan sem tekin hafi verið hafi verið djúp og skoðuð frá mörgum hliðum. Því ætti vonandi ekkert að koma á óvart. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það stórt verkefni þegar boðið verður upp á skimun við kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Prófin séu aðeins hluti af öryggisventlinum við komu ferðamanna til landsins. Allir séu sammála um að fara þessa leið. Forsætisráðherra kynnti á blaðamannafundi í Safnahúsinu í dag afléttingu ferðatakmarkana sem taka gildi þann 15. júní. Þá geta þeir sem koma til Íslands sloppið við tveggja vikna sóttkví fari þeir í skimun. Víðir segir í samtali við fréttastofu að verkefnið sé stórt, flókiðog kalli á aðkomu margra til að tryggja að það gangi örugglega fyrir sig. Kallar á fjölmarga starfsmenn „Það er snúið að afgreiða eina flugvéla á stuttum tíma,“ segir Víðir og bendir á að vinnan þurfi að falla vel að skipulaginu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kalli á mikla samvinnu. Ljóst er að verkefnið kallar á tugi fólks í vinnu á vellinum, allan sólarhringinn þegar fram í sækir. Nú er á dagskrá að leggjast yfir það og greina kostnaðinn. Fólk hafi ákveðna hugmynd um hvað þetta muni kosta en það þurfi að skoða. Vonir standa til að ferðamönnum fjölgi upp úr 15. júní þótt ekki sé reiknað með neinum fjölda í líkingu við það sem verið hefur undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Víðir segir hluta ástæðunnar að grípa eigi til þessara aðgerða fyrr en síðar vera þá að geta keyrt alla verkferla með tiltölulega fáum ferðamönnum, eins og vænta má að staðan verði til að byrja með. „Þá getum við rekið okkur á hornin í þessum verkefnum áður en við fáum yfir okkur einhvern fjölda.“ Prófa í tvær vikur Önnur landamæri verði skoðuð í framhaldinu, þ.e. sjóleiðina á Seyðisfirði og svo flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Talað sé um að prófa aðgerðirnar í tvær vikur í Keflavík og meta svo stöðuna. Staðan á landamærunum í Seyðisfirði, Akureyri og Egilsstöðum verður líkast til skoðuð tveimur vikum eftir aðgerðirnar á Keflavíkurflugvelli 15. júní.Vísir/JóiK Víðir segir ljóst að mikill kostnaður sé fólginn í því að skima alla við komuna til landsins. Kostnaðargreining muni skera úr hvort það sé hagkvæmt en þó sé talið að það verði yfirstíganlegt. Ekki sé talið vitrænt að halda landinu lokuðu áfram. Prófin sem notast verður við á Keflavíkurflugvelli séu ekki pottþétt. Fylgjast með hverju skrefi ferðamannsins „Það er ekkert 100% í þessu, frekar en annað í þessum heimi. Þarna er tekin punktstaða sem segir hvort þú sért með veiruna á þeim tíma sem prófið er tekið,“ segir Víðir. Alltaf sé erfitt að greina einkennalaust fólk en prófið sé bara hluti aðgerðanna. Fylgjast á með ferðamanninum áður en hann fer af stað að heiman. Hann þurfi að veita upplýsingar, hlaða niður smitrakningarappinu og jafnvel fleirum og svo er fylgst með honum við komuna til landsins. Gengið sé úr skugga um að hann hafi þær upplýsingar sem hann þurfi að hafa til að láta vita ef hann finnur fyrir einkennum. Víðir segir þessa útfærslu eina af mörgum sem hafi verið skoðaðar. Allir séu sammála um að fara þessa leið en umræðan sem tekin hafi verið hafi verið djúp og skoðuð frá mörgum hliðum. Því ætti vonandi ekkert að koma á óvart.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira