Engin ákvörðun verið tekin um að tryggja fólki í verndarsóttkví launagreiðslur Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2020 14:13 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir málið enn vera til skoðunar. Vísir/Arnar Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort viðkvæmum einstaklingum og aðstandendum langveikra barna sem fari í verndarsóttkví verði tryggðar launagreiðslur líkt og þeim sem er skipað að fara í sóttkví. Þetta segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í samtali við fréttastofu. „Sóttkvíargreiðslurnar hafa byggt á því sem okkar sérfræðingateymi: landlæknir, sóttvarnalæknir og aðrir sem þar eru í forystu gefa tilmæli um og skipa hverjir skulu vera í sóttkví og hverjir ekki.“ Málið áfram til skoðunar Hann segir að sóttkvíarlögin byggi á þessu og það sé almennt ákvörðun þeirra áðurnefndu sem gildi. Málið sé þó áfram til skoðunar hjá ríkisstjórninni. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það að svo stöddu að breyta því en við erum alltaf að fylgjast með. Við erum alltaf að skoða þessi mál og þetta er eitt af þeim verkefnum sem við erum að skoða þessa dagana.“ Sjá einnig: Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Ásmundur segir meðal annars vera litið til hinna Norðurlandanna í þessum efnum. „Að mér best að vitandi hafa þau ekki verið að stíga inn í með þessum hætti en eins og ég segi þetta er alltaf í eilífri skoðun.“ Embætti Landlæknis hefur gefið út ráðleggingar til foreldra langveikra barna og ungmenna vegna kórónuveirunnar. Þar er foreldrum ráðlagt að halda börnum með alvarlega sjúkdóma heima næstu vikur. Segir þetta skjóta skökku við Í liðinni viku ræddi fréttastofan við Þórdís Erla Björnsdóttir, móðir langveiks drengs. Hún hafði þá haldið honum heima í verndarsóttkví í tvær vikur og því ekki getað mætt til vinnu. Í tilfelli foreldra barna með undirliggjandi sjúkdóma, er ekki um skipaða sóttkví að ræða heldur verndarsóttkví. Þórdís sagði það skjóta skökku við að foreldrum langveikra barna sem væru í verndarsóttkví samkvæmt tilmælum heilbrigðisyfirvalda fengu ekki tryggð laun. Verndarsóttkví er ekki lögbundin fyrirskipun og því falla foreldrarnir ekki undir ný lög um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví. Umhyggja - félag langveikra barna hefur jafnframt skorað á stjórnvöld að þau tryggi að umrædd löggjöf nái einnig til foreldra langveikra barna í verndarsóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort viðkvæmum einstaklingum og aðstandendum langveikra barna sem fari í verndarsóttkví verði tryggðar launagreiðslur líkt og þeim sem er skipað að fara í sóttkví. Þetta segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í samtali við fréttastofu. „Sóttkvíargreiðslurnar hafa byggt á því sem okkar sérfræðingateymi: landlæknir, sóttvarnalæknir og aðrir sem þar eru í forystu gefa tilmæli um og skipa hverjir skulu vera í sóttkví og hverjir ekki.“ Málið áfram til skoðunar Hann segir að sóttkvíarlögin byggi á þessu og það sé almennt ákvörðun þeirra áðurnefndu sem gildi. Málið sé þó áfram til skoðunar hjá ríkisstjórninni. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það að svo stöddu að breyta því en við erum alltaf að fylgjast með. Við erum alltaf að skoða þessi mál og þetta er eitt af þeim verkefnum sem við erum að skoða þessa dagana.“ Sjá einnig: Þau sem eru í verndarsóttkví hafa ekki tryggð réttindi Ásmundur segir meðal annars vera litið til hinna Norðurlandanna í þessum efnum. „Að mér best að vitandi hafa þau ekki verið að stíga inn í með þessum hætti en eins og ég segi þetta er alltaf í eilífri skoðun.“ Embætti Landlæknis hefur gefið út ráðleggingar til foreldra langveikra barna og ungmenna vegna kórónuveirunnar. Þar er foreldrum ráðlagt að halda börnum með alvarlega sjúkdóma heima næstu vikur. Segir þetta skjóta skökku við Í liðinni viku ræddi fréttastofan við Þórdís Erla Björnsdóttir, móðir langveiks drengs. Hún hafði þá haldið honum heima í verndarsóttkví í tvær vikur og því ekki getað mætt til vinnu. Í tilfelli foreldra barna með undirliggjandi sjúkdóma, er ekki um skipaða sóttkví að ræða heldur verndarsóttkví. Þórdís sagði það skjóta skökku við að foreldrum langveikra barna sem væru í verndarsóttkví samkvæmt tilmælum heilbrigðisyfirvalda fengu ekki tryggð laun. Verndarsóttkví er ekki lögbundin fyrirskipun og því falla foreldrarnir ekki undir ný lög um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví. Umhyggja - félag langveikra barna hefur jafnframt skorað á stjórnvöld að þau tryggi að umrædd löggjöf nái einnig til foreldra langveikra barna í verndarsóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira