Tímamótafrumvarp Svandísar um neyslurými nær fram að ganga Heimir Már Pétursson skrifar 13. maí 2020 19:30 Samkvæmt frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra getur landlæknir veitt sveitarfélögum heimild til að stofna og reka neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur sem sprauta efnum í æð. Vísir/Vilhelm Útilit er fyrir að tímamóta frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými verði að lögum á yfirstandandi þingi. Þingmaður Pírata vonar að þetta leiði til þess að hennar frumvarp um afglæpavæðingu neyslu og vörslu allra fíkniefna verði einnig afgreitt á vorþingi. Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými má rekja allt aftur til ályktunar Alþingis um þessi mál frá árinu 2014. Svandís Svavarsdóttir lagði fyrst fram frumvarp um málið á þingi síðasta vetur en velferðarnefnd ákvað að vísa því aftur til ríkisstjórnarinnar til frekari vinnslu. Nú lítur hins vegar út fyrir að þetta sögulega frumvarp verði að lögum. Ólafur Þór Gunnarsson mælti fyrir nefndaráliti meirihluta velferðarnefndar og sagði frumvarpið fela í sér miklar framfarir og breytta sýn á stöðu fíkniefnaneytenda.Vísir/Vilhelm Fulltrúar flokkanna í velferðarnefnd gera minniháttar breytingar á frumvarpinu og skila samdóma áliti um að það verði samþykkt á Alþingi. Ólafur Þór Gunnarsson fulltrúi Vinstri grænna í velferðarnefnd og læknir mælti fyrir nefndarálitinu í upphafi annarrar umræðu um frumvarpið í dag. „Með frumvarpinu er lagt til að embætti Landlæknis geti veitt sveitarfélögum heimild til að stofna og reka neyslurými. Þar sem varsla og meðferð ávana- og fíkniefna í æð er heimil undir eftirliti starfsfólks aðuppfylltum ákveðnum skilyrðum. Meðal annars varðandi hollustuhætti, öryggi og eftirlit,“ sagði Ólafur Þór. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir rökrétt að frumvarp hennar og þingmanna fimm flokka á Alþingi um afnám refsinga fyrir neyslu og vörslu neysluskammta fíkniefna verði einnig samþykkt á Alþingi í vor eftir að frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými hlaut framgang.Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen þingmaður Pírata er einnig flutningsmaður á öðru frumvarpi um neytendur ólögegra vímuefna. Þar er lagt til að ákvæði laga um ávana- og fíkniefni um bann við vörslu og meðferð fíkniefna verði breytt á þann hátt að bann við vörslu, kaupum og móttöku efna verði fellt brott og þannig tryggt að neytendum efnanna verði ekki refsað fyrir vörslu neysluskammta og neyslu þeirra. Frumvarp hennar og þingmanna fimm flokka af átta á Alþingi liggur tilbúið í nefnd með nefndaráliti. „Ég vona að við séum á þessari vegferð núna og samþykkt þessa frumvarps sé fyrsta skrefið í átt að því að afglæpa hér vörslu neysluskammta almennt yfir allt samfélagið. Að við séum komin á þá vegferð að okkur sé raunverulega alvara með það að fara í skaðaminnkun og í stað þess að refsa og jaðarsetja fólk að við séum að hjálpa fólki að ná bata,“ segir Halldór Mogensen. Fíkn Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
Útilit er fyrir að tímamóta frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými verði að lögum á yfirstandandi þingi. Þingmaður Pírata vonar að þetta leiði til þess að hennar frumvarp um afglæpavæðingu neyslu og vörslu allra fíkniefna verði einnig afgreitt á vorþingi. Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými má rekja allt aftur til ályktunar Alþingis um þessi mál frá árinu 2014. Svandís Svavarsdóttir lagði fyrst fram frumvarp um málið á þingi síðasta vetur en velferðarnefnd ákvað að vísa því aftur til ríkisstjórnarinnar til frekari vinnslu. Nú lítur hins vegar út fyrir að þetta sögulega frumvarp verði að lögum. Ólafur Þór Gunnarsson mælti fyrir nefndaráliti meirihluta velferðarnefndar og sagði frumvarpið fela í sér miklar framfarir og breytta sýn á stöðu fíkniefnaneytenda.Vísir/Vilhelm Fulltrúar flokkanna í velferðarnefnd gera minniháttar breytingar á frumvarpinu og skila samdóma áliti um að það verði samþykkt á Alþingi. Ólafur Þór Gunnarsson fulltrúi Vinstri grænna í velferðarnefnd og læknir mælti fyrir nefndarálitinu í upphafi annarrar umræðu um frumvarpið í dag. „Með frumvarpinu er lagt til að embætti Landlæknis geti veitt sveitarfélögum heimild til að stofna og reka neyslurými. Þar sem varsla og meðferð ávana- og fíkniefna í æð er heimil undir eftirliti starfsfólks aðuppfylltum ákveðnum skilyrðum. Meðal annars varðandi hollustuhætti, öryggi og eftirlit,“ sagði Ólafur Þór. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir rökrétt að frumvarp hennar og þingmanna fimm flokka á Alþingi um afnám refsinga fyrir neyslu og vörslu neysluskammta fíkniefna verði einnig samþykkt á Alþingi í vor eftir að frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými hlaut framgang.Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen þingmaður Pírata er einnig flutningsmaður á öðru frumvarpi um neytendur ólögegra vímuefna. Þar er lagt til að ákvæði laga um ávana- og fíkniefni um bann við vörslu og meðferð fíkniefna verði breytt á þann hátt að bann við vörslu, kaupum og móttöku efna verði fellt brott og þannig tryggt að neytendum efnanna verði ekki refsað fyrir vörslu neysluskammta og neyslu þeirra. Frumvarp hennar og þingmanna fimm flokka af átta á Alþingi liggur tilbúið í nefnd með nefndaráliti. „Ég vona að við séum á þessari vegferð núna og samþykkt þessa frumvarps sé fyrsta skrefið í átt að því að afglæpa hér vörslu neysluskammta almennt yfir allt samfélagið. Að við séum komin á þá vegferð að okkur sé raunverulega alvara með það að fara í skaðaminnkun og í stað þess að refsa og jaðarsetja fólk að við séum að hjálpa fólki að ná bata,“ segir Halldór Mogensen.
Fíkn Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira