Tónlist

Hot Chip remixar Eurovisionlag Daða Freys

Andri Eysteinsson skrifar
Daði Freyr hefur svo sannarlega slegið í gegn.
Daði Freyr hefur svo sannarlega slegið í gegn. Vísir/Andri Marinó

Ný útgáfa af laginu Think about things, Eurovisionlagi Daða Freys sem átti að vera framlag Íslands í keppninni í ár, verður gefin út á miðnætti í kvöld. Útgáfan er engin venjuleg útgáfa því hljómsveitin Hot Chip hefur endurhljóðblandað lagið af sinni alkunnu snilld.

Daði Freyr tilkynnti þetta á Twitter síðu sinni í dag og segir Hot Chip þar hafa verið sér mikinn innblástur á síðustu tíu árum. Það sé því sannur heiður að þeir hafi ákveðið að gæða lagið nýju lífi.

Hér að neðan má hlusta á remix Hot Chip á lagi Daða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×