Maraþon sem átti að fara fram í Rotterdam fór fram í heimahúsi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2020 20:00 Maraþon átti að fara fram í Rotterdam um helgina. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Fjögurra manna hópur hljóp maraþon á hlaupabretti í heimahúsi í dag. Upprunalega átti hlaupið að fara fram í Rotterdam en því var frestað vegna Kórónuveirunnar. Maraþon heima segja þeir góða sparnaðarleið og umhverfisvænni kost. „Planið var að vera í Rotterdam þessa helgi og hlaupa maraþon á morgun en það hefur öllu verið frestað,“ sagði Birgir Örn Birgisson, hlaupari. Ákvað hópurinn þá að þeir skyldu hlaupa maraþonið á hlaupabretti í World Class. „En svo þegar samkomubannið var hert þá þurftum við að finna eitthvað annað. Við erum svo heppnir að Ívar á bretti hérna heima þannig við fengum þá klikkuðu hugmynd að hlaupa svona raðmaraþon hér,“ sagði Birgir. Þeir stilltu hlaupabrettinu upp á efstu hæð hússins. Klukku fyrir framan brettið og stilltu upp fána til að kóróna stemninguna. Um er að ræða 42,2 kílómetra vegalengd og skipta þeir hlaupinu á milli sín þannig að hver hlaupari er að í rúma þrjá klukkutíma. Sá fyrsti hóf leik klukkan sex í morgun og gera þeir ráð fyrir að hlaupið taki í heildina fjórtán tíma. Maraþoni fylgir yfirleitt stuðningur á hliðarlínunni og segja þeir að slíkan stuðning hafi ekki vantað í dag. „Já það eru fullt af hlaupafélögum sem hafa komið við og hvatt okkur, fjölskyldumeðlimir og aðrir þannig já við höfum fundið fyrir miklum stuðningi,“ sagði Birgir Maraþonið í heimahúsi segja þeir góða sparnaðarleið og umhverfisvænni kost. Þetta getur ekki verið eins og að hlaupa á götum Rotterdam? „Þetta er auðvitað betra fyrir loftslagsmálin að hlaupa þetta bara hér,“ sagði Stefán Birgisson, hlaupari. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlaup Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Fjögurra manna hópur hljóp maraþon á hlaupabretti í heimahúsi í dag. Upprunalega átti hlaupið að fara fram í Rotterdam en því var frestað vegna Kórónuveirunnar. Maraþon heima segja þeir góða sparnaðarleið og umhverfisvænni kost. „Planið var að vera í Rotterdam þessa helgi og hlaupa maraþon á morgun en það hefur öllu verið frestað,“ sagði Birgir Örn Birgisson, hlaupari. Ákvað hópurinn þá að þeir skyldu hlaupa maraþonið á hlaupabretti í World Class. „En svo þegar samkomubannið var hert þá þurftum við að finna eitthvað annað. Við erum svo heppnir að Ívar á bretti hérna heima þannig við fengum þá klikkuðu hugmynd að hlaupa svona raðmaraþon hér,“ sagði Birgir. Þeir stilltu hlaupabrettinu upp á efstu hæð hússins. Klukku fyrir framan brettið og stilltu upp fána til að kóróna stemninguna. Um er að ræða 42,2 kílómetra vegalengd og skipta þeir hlaupinu á milli sín þannig að hver hlaupari er að í rúma þrjá klukkutíma. Sá fyrsti hóf leik klukkan sex í morgun og gera þeir ráð fyrir að hlaupið taki í heildina fjórtán tíma. Maraþoni fylgir yfirleitt stuðningur á hliðarlínunni og segja þeir að slíkan stuðning hafi ekki vantað í dag. „Já það eru fullt af hlaupafélögum sem hafa komið við og hvatt okkur, fjölskyldumeðlimir og aðrir þannig já við höfum fundið fyrir miklum stuðningi,“ sagði Birgir Maraþonið í heimahúsi segja þeir góða sparnaðarleið og umhverfisvænni kost. Þetta getur ekki verið eins og að hlaupa á götum Rotterdam? „Þetta er auðvitað betra fyrir loftslagsmálin að hlaupa þetta bara hér,“ sagði Stefán Birgisson, hlaupari.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlaup Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira