Rétti dómaranum tönnina sína og hélt svo áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2020 10:30 Brasilíumaðurinn Glover Teixeira fagnar sigrinum á Anthony Smith í nótt. Getty/Douglas P. DeFelice Glover Texeira er kannski orðinn fertugur en hann gefur ekkert í búrinu og sýndi það heldur betur í sigri sínum á Anthony „Ljónshjarta“ Smith í UFC bardaga í nótt. Glover Texeira og Anthony Smith mættust þá í Jacksonville í Flórída fylki í Bandaríkjunum þar sem UFC hefur fundið sér samastað í kórónuveirufaraldrinum. Brasilíumaðurinn Glover Texeira er á miklu skriði og nálgast nú titilbardaga eftir fjórða sigurinn í röð. Það þurfti að stoppa bardaganna í fimmtu lotu en þá hafði Glover Texeira farið ansi illa með Anthony Smith. Hér fyrir neðan má sjá upptalningu á meiðslum Smith í þessum bardaga. Anthony Smith confirmed losing permanent teeth, among other injuries suffered at #UFCJax(via @arielhelwani) pic.twitter.com/c4V5wjFhrx— ESPN MMA (@espnmma) May 14, 2020 Hann nefbrotnaði, augntóftarbeinið brotnaði og hann missti tvær tennur. Önnur þeirra var framtönn en hin var baka til. Anthony Smith er níu árum yngri og byrjaði bardagann betur en Glover Texeira en bardaginn snerist í lok annarrar lotu eftir stórsókn frá Texeira. Anthony hefur gælunafnið „Ljónshjarta“ og hann stóð undir nafni í nótt með því að gefast aldrei upp í bardaganum þrátt fyrir að það væri farið að sjá verulega á honum. "My teeth are falling out." #UFCJAX pic.twitter.com/FPeJ9181j0— UFC (@ufc) May 14, 2020 Anthony „Ljónshjarta“ hætti ekki einu sinni þegar hann missti tvær tennur í bardaganum. Hann meira að segja rétti dómaranum aðra tönnina á meðan það var verið að lumbra á honum. Hér fyrir neðan er Smith nýbúinn að láta dómarann fá tönnina og Texeira biður hann afsökunar á barsmíðunum. Þeir eru greinilega ágætir vinir þrátt fyrir allt saman. Part of the job You'll never hear a more honest fight exchange. #UFCJAX pic.twitter.com/EBJgVJmRcx— UFC (@ufc) May 14, 2020 „Ég náði ekki að halda munnstykkinu inni af því að það vantaði tönnina. Ég horfði þá niður og sá að tönnin mín var á dúknum. Ég tók hana upp og rétti dómaranum hans,“ sagði Anthony Smith í smáskilaboðum til Ariel Helwani, hins heimsþekkta MMA blaðamanns. „Þetta snýst ekki um hvernig þú slærð heldur hversu fast þú slærð og að þú sækir alltaf fram. Það er það sem þetta snýst um,“ sagði Glover Teixeira eftir bardagann. MMA Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sjá meira
Glover Texeira er kannski orðinn fertugur en hann gefur ekkert í búrinu og sýndi það heldur betur í sigri sínum á Anthony „Ljónshjarta“ Smith í UFC bardaga í nótt. Glover Texeira og Anthony Smith mættust þá í Jacksonville í Flórída fylki í Bandaríkjunum þar sem UFC hefur fundið sér samastað í kórónuveirufaraldrinum. Brasilíumaðurinn Glover Texeira er á miklu skriði og nálgast nú titilbardaga eftir fjórða sigurinn í röð. Það þurfti að stoppa bardaganna í fimmtu lotu en þá hafði Glover Texeira farið ansi illa með Anthony Smith. Hér fyrir neðan má sjá upptalningu á meiðslum Smith í þessum bardaga. Anthony Smith confirmed losing permanent teeth, among other injuries suffered at #UFCJax(via @arielhelwani) pic.twitter.com/c4V5wjFhrx— ESPN MMA (@espnmma) May 14, 2020 Hann nefbrotnaði, augntóftarbeinið brotnaði og hann missti tvær tennur. Önnur þeirra var framtönn en hin var baka til. Anthony Smith er níu árum yngri og byrjaði bardagann betur en Glover Texeira en bardaginn snerist í lok annarrar lotu eftir stórsókn frá Texeira. Anthony hefur gælunafnið „Ljónshjarta“ og hann stóð undir nafni í nótt með því að gefast aldrei upp í bardaganum þrátt fyrir að það væri farið að sjá verulega á honum. "My teeth are falling out." #UFCJAX pic.twitter.com/FPeJ9181j0— UFC (@ufc) May 14, 2020 Anthony „Ljónshjarta“ hætti ekki einu sinni þegar hann missti tvær tennur í bardaganum. Hann meira að segja rétti dómaranum aðra tönnina á meðan það var verið að lumbra á honum. Hér fyrir neðan er Smith nýbúinn að láta dómarann fá tönnina og Texeira biður hann afsökunar á barsmíðunum. Þeir eru greinilega ágætir vinir þrátt fyrir allt saman. Part of the job You'll never hear a more honest fight exchange. #UFCJAX pic.twitter.com/EBJgVJmRcx— UFC (@ufc) May 14, 2020 „Ég náði ekki að halda munnstykkinu inni af því að það vantaði tönnina. Ég horfði þá niður og sá að tönnin mín var á dúknum. Ég tók hana upp og rétti dómaranum hans,“ sagði Anthony Smith í smáskilaboðum til Ariel Helwani, hins heimsþekkta MMA blaðamanns. „Þetta snýst ekki um hvernig þú slærð heldur hversu fast þú slærð og að þú sækir alltaf fram. Það er það sem þetta snýst um,“ sagði Glover Teixeira eftir bardagann.
MMA Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sjá meira