Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Kristján Már Unnarsson skrifar 5. apríl 2020 08:10 Poula Kristín Buch og dæturnar Andrea og Sylvía Sigurðardætur rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu eru meðal þeirra sem rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2 næstu tvö mánudagskvöld. Áratugur er liðinn um þessar mundir frá þessum náttúruhamförum sem komu nafni Íslands í heimsfréttirnar vikum saman þegar aska Eyjafjallajökuls setti flugumferð í Evrópu á annan endann. Frá eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010Stöð 2/Skjáskot úr þættinum. Vísindamenn höfðu fylgst með kvikuinnstreymi í eldstöðina um átján ára skeið þegar það á endanum braut sér leið upp á yfirborð, fyrst á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars 2010, með þriggja vikna eldgosi sem kallað var túristagos, og síðan í toppgíg Eyjafjallajökuls þann 14. apríl, með öskugosi sem lauk þann 23. maí sama ár. „Og þá var fjandinn laus,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum, um öskufallið sem olli margvíslegum búsifjum í nærsveitum og einnig löngu eftir að gosinu var lokið. Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi, í öskumistri um miðjan dag í apríl 2010.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Önundarhorn var sú bújörð sem varð fyrir mestu tjóni vegna eðjuflóða ofan í öskufall sem komu niður farveg Svaðbælisár og fylltu öll tún og skurði. Þar var ekki heyjað það sumar en eldgosið varð til þess að hjónin Poula Kristín Buch og Sigurður Þór Þórhallsson hættu búskap og fluttu á Hvolsvöll ásamt dætrum sínum. Á upphafsdögum gossins hitti fréttamaður Stöðvar 2 móðurina Poulu Kristínu í hjálparmiðstöðinni að Heimalandi. Hún hafði þá flúið svart öskumistrið ásamt dætrunum Andreu og Sylvíu, sem þá voru 9 og 7 ára, en eiginmaðurinn Sigurður snúið til baka til að sinna bústofninum á bænum. Tíu árum síðar rifja þær upp þessar vikur þegar öskusprengingar eldgígsins blöstu við þeim út um eldhúsgluggann á Öndunarhorni en þær þurftu að sofa níu nætur að heiman. Í viðtali fyrir tíu árum í hjálparmiðstöðinni undir Eyjafjöllum í apríl 2010. Poula Kristín og dæturnar Andrea og Sylvía, sem þá voru 9 ára og 7 ára.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég er fyrst núna að geta bara talað um þetta án þess að fara að gráta,“ segir Andrea og lýsir opinskátt þeirri erfiðu lífreynslu barnsins sem fylgdi gosinu og að þurfa að yfirgefa dýrin og sveitina sína. Fyrri þátturinn er á dagskrá mánudagskvöldið 6. apríl en sá síðari á annan í páskum. Hér má sjá sýnishorn: Eldgos og jarðhræringar Þættir á Stöð 2 Stöð 2 Rangárþing eystra Gos á Fimmvörðuhálsi Mýrdalshreppur Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu eru meðal þeirra sem rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2 næstu tvö mánudagskvöld. Áratugur er liðinn um þessar mundir frá þessum náttúruhamförum sem komu nafni Íslands í heimsfréttirnar vikum saman þegar aska Eyjafjallajökuls setti flugumferð í Evrópu á annan endann. Frá eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010Stöð 2/Skjáskot úr þættinum. Vísindamenn höfðu fylgst með kvikuinnstreymi í eldstöðina um átján ára skeið þegar það á endanum braut sér leið upp á yfirborð, fyrst á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars 2010, með þriggja vikna eldgosi sem kallað var túristagos, og síðan í toppgíg Eyjafjallajökuls þann 14. apríl, með öskugosi sem lauk þann 23. maí sama ár. „Og þá var fjandinn laus,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum, um öskufallið sem olli margvíslegum búsifjum í nærsveitum og einnig löngu eftir að gosinu var lokið. Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi, í öskumistri um miðjan dag í apríl 2010.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Önundarhorn var sú bújörð sem varð fyrir mestu tjóni vegna eðjuflóða ofan í öskufall sem komu niður farveg Svaðbælisár og fylltu öll tún og skurði. Þar var ekki heyjað það sumar en eldgosið varð til þess að hjónin Poula Kristín Buch og Sigurður Þór Þórhallsson hættu búskap og fluttu á Hvolsvöll ásamt dætrum sínum. Á upphafsdögum gossins hitti fréttamaður Stöðvar 2 móðurina Poulu Kristínu í hjálparmiðstöðinni að Heimalandi. Hún hafði þá flúið svart öskumistrið ásamt dætrunum Andreu og Sylvíu, sem þá voru 9 og 7 ára, en eiginmaðurinn Sigurður snúið til baka til að sinna bústofninum á bænum. Tíu árum síðar rifja þær upp þessar vikur þegar öskusprengingar eldgígsins blöstu við þeim út um eldhúsgluggann á Öndunarhorni en þær þurftu að sofa níu nætur að heiman. Í viðtali fyrir tíu árum í hjálparmiðstöðinni undir Eyjafjöllum í apríl 2010. Poula Kristín og dæturnar Andrea og Sylvía, sem þá voru 9 ára og 7 ára.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég er fyrst núna að geta bara talað um þetta án þess að fara að gráta,“ segir Andrea og lýsir opinskátt þeirri erfiðu lífreynslu barnsins sem fylgdi gosinu og að þurfa að yfirgefa dýrin og sveitina sína. Fyrri þátturinn er á dagskrá mánudagskvöldið 6. apríl en sá síðari á annan í páskum. Hér má sjá sýnishorn:
Eldgos og jarðhræringar Þættir á Stöð 2 Stöð 2 Rangárþing eystra Gos á Fimmvörðuhálsi Mýrdalshreppur Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira