Eiður einn sá besti sem Svíar misstu af – „Óskiljanlegt að þeir tækju ekki við honum“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2020 17:00 Eiður Smári Guðjohnsen varð meðal annars Englandsmeistari með Chelsea og Spánar- og Evrópumeistari með Barcelona eftir að Örebro ákvað að veðja ekki á hann. VÍSIR/EPA Eiður Smári Guðjohnsen, Hristov Stoichkov og Neymar eru á meðal bestu knattspyrnumanna sem sænsk knattspyrnufélög hafa „misst af“ í gegnum tíðina. Sænska blaðið Aftonbladet hefur tekið saman lista yfir stjörnuleikmenn sem segja má að hefðu getað spilað í Svíþjóð. Eiður er þar á blaði vegna þess, segir Aftonbladet, að hann hefði getað gengið til liðs við Örebro eftir dvöl sína hjá PSV Eindhoven. PSV var með Eið og hinn brasilíska Ronaldo í sínum röðum tímabilið 1995-96 en eftir að Eiður fótbrotnaði í U21-landsleik um vorið 1996 tók við löng endurhæfing og samningur hans við hollenska félagið rann út. Eiður þurfti að hefja ferilinn upp á nýtt og samkvæmt Aftonbladet bauðst Örebro að taka við honum, en Arnór faðir Eiðs var þar sannkölluð goðsögn og að spila sitt síðasta tímabil með liðinu. „En forráðamönnum Örebro fannst hann liggja of mikið niðri og að hann væri bara ekki nógu góður,“ hefur Aftonbladet eftir þjálfaranum Alexander Axén, sem á þessum tíma þjálfaði hjá smáliði Hovsta í nágrenni Örebro en tók síðar til starfa hjá félaginu. „Fyrir mér var þetta dauðafæri. Það er óskiljanlegt að þeir hafi ekki tekið við honum, þó ekki væri nema vegna alls þess sem Arnór gerði fyrir félagið,“ sagði Axén. Hamrén leist vel á Kallon Af öðrum stjörnum sem Svíar misstu af má nefna búlgarska markahrókinn Hristov Stoichkov sem hefði getað endað hjá Brage þegar hann var 19 ára, eftir að leikmenn úr röðum Levski og CSKA Sofia voru settir í árs bann í Búlgaríu vegna hópslagsmála í bikarúrslitaleik árið 1985. Forráðamenn Brage fengu tvo búlgarska leikmenn til sín en kveiktu ekki á hinum unga Stoichkov og vissu ekkert um hans hæfileika. Kaká og Filippo Inzaghi fagna marki með AC Milan.Nordic Photos / AFP Sami Hyypiä var í sigti IFK Gautaborgar árið 1990 en þótti of hægur þegar hann var skoðaður í U21-landsleik með Finnum gegn Rússum. Gautaborgarar skoðuðu það líka að fá brasilískan leikmann, Kaká, til sín á sínum tíma. Þá var Kaká enn táningur en kostaði engu að síður 4-5 sænskar milljónir sem þótti of mikið. AIK skoðaði það að fá Mohamed Kallon árið 1995, þegar hann var 15 ára. Núverandi landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, var aðstoðarþjálfari AIK og sagði leikmanninn hafa mjög goða tækni og vera fljótan með boltann, en hefði mjög margt að læra hvað taktík varðaði. Hann væri þó mjög viljugur til þess. En Kallon fór á endanum til Inter í staðinn. Neymar hefði kostað Häcken drjúgan skilding Möguleikinn á að Neymar færi til Häcken virðist ekki hafa verið mikill en Sonny Karlsson, yfirmaður íþróttamála hjá Häcken, rifjaði upp ferð sína til Santos í Brasilíu árið 2008. Ferðin var farin til að koma á samstarfi á milli félaganna. Sonur Pelés leiddi Karlsson um æfingasvæði Santos og benti á leikmann sem hann sagði góðan, en bætti við að hann kostaði 30 sænskar milljónir. Það var allt of mikið fyrir Häcken, en um var að ræða 16 ára gamlan Neymar sem síðar varð dýrasti leikmaður heims. Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, Hristov Stoichkov og Neymar eru á meðal bestu knattspyrnumanna sem sænsk knattspyrnufélög hafa „misst af“ í gegnum tíðina. Sænska blaðið Aftonbladet hefur tekið saman lista yfir stjörnuleikmenn sem segja má að hefðu getað spilað í Svíþjóð. Eiður er þar á blaði vegna þess, segir Aftonbladet, að hann hefði getað gengið til liðs við Örebro eftir dvöl sína hjá PSV Eindhoven. PSV var með Eið og hinn brasilíska Ronaldo í sínum röðum tímabilið 1995-96 en eftir að Eiður fótbrotnaði í U21-landsleik um vorið 1996 tók við löng endurhæfing og samningur hans við hollenska félagið rann út. Eiður þurfti að hefja ferilinn upp á nýtt og samkvæmt Aftonbladet bauðst Örebro að taka við honum, en Arnór faðir Eiðs var þar sannkölluð goðsögn og að spila sitt síðasta tímabil með liðinu. „En forráðamönnum Örebro fannst hann liggja of mikið niðri og að hann væri bara ekki nógu góður,“ hefur Aftonbladet eftir þjálfaranum Alexander Axén, sem á þessum tíma þjálfaði hjá smáliði Hovsta í nágrenni Örebro en tók síðar til starfa hjá félaginu. „Fyrir mér var þetta dauðafæri. Það er óskiljanlegt að þeir hafi ekki tekið við honum, þó ekki væri nema vegna alls þess sem Arnór gerði fyrir félagið,“ sagði Axén. Hamrén leist vel á Kallon Af öðrum stjörnum sem Svíar misstu af má nefna búlgarska markahrókinn Hristov Stoichkov sem hefði getað endað hjá Brage þegar hann var 19 ára, eftir að leikmenn úr röðum Levski og CSKA Sofia voru settir í árs bann í Búlgaríu vegna hópslagsmála í bikarúrslitaleik árið 1985. Forráðamenn Brage fengu tvo búlgarska leikmenn til sín en kveiktu ekki á hinum unga Stoichkov og vissu ekkert um hans hæfileika. Kaká og Filippo Inzaghi fagna marki með AC Milan.Nordic Photos / AFP Sami Hyypiä var í sigti IFK Gautaborgar árið 1990 en þótti of hægur þegar hann var skoðaður í U21-landsleik með Finnum gegn Rússum. Gautaborgarar skoðuðu það líka að fá brasilískan leikmann, Kaká, til sín á sínum tíma. Þá var Kaká enn táningur en kostaði engu að síður 4-5 sænskar milljónir sem þótti of mikið. AIK skoðaði það að fá Mohamed Kallon árið 1995, þegar hann var 15 ára. Núverandi landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, var aðstoðarþjálfari AIK og sagði leikmanninn hafa mjög goða tækni og vera fljótan með boltann, en hefði mjög margt að læra hvað taktík varðaði. Hann væri þó mjög viljugur til þess. En Kallon fór á endanum til Inter í staðinn. Neymar hefði kostað Häcken drjúgan skilding Möguleikinn á að Neymar færi til Häcken virðist ekki hafa verið mikill en Sonny Karlsson, yfirmaður íþróttamála hjá Häcken, rifjaði upp ferð sína til Santos í Brasilíu árið 2008. Ferðin var farin til að koma á samstarfi á milli félaganna. Sonur Pelés leiddi Karlsson um æfingasvæði Santos og benti á leikmann sem hann sagði góðan, en bætti við að hann kostaði 30 sænskar milljónir. Það var allt of mikið fyrir Häcken, en um var að ræða 16 ára gamlan Neymar sem síðar varð dýrasti leikmaður heims.
Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Sjá meira